Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 34
BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur 26 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Fyrir nokkrum árum þótti meðvituðum góðborgurum sókn gegn fordómum felast í því að færa þá undir yfirborðið. Gott dæmi um slíkt er þegar orðið „mong- ólíti“ datt í ónáð. Í stað þess að kenna fjöldanum að bera virðingu fyrir orðinu var „einstaklingi með Downs-heilkenni“ skellt í laugina. Um stund geta siðavandir því setið sáttir – eða allt þar til uppnefni úr nýnefninu fara að hljóma á skólagöng- um og „Downs-heilkenni“ afþokkast. Svo er hinn möguleikinn – að ráðast að rótum vandans og þurfa ekki að búa til nýtt tungumál. ÞAÐ ERU nefnilega ekki illmenni og þorparar sem nota enn þá orðið mongólíti. Þannig lýsir foreldri barns með Downs-heilkenni í pistli á heimasíðunni downs.is hvernig það varð heimilisfólki hjartans mál að nota orðið mongólíti með stolti og afraksturinn er sá að eldra systkini kann ekki að leggja neikvæða merk- ingu í orðið. „Hvað eru orð? Jú, svarið er nefnilega býsna létt. Orð eru þeirrar merkingar sem við gefum þeim. Ekkert annað. Ef við, aðstandendur og allir aðrir, ákveðum að nota þetta orð – með stolti – þá er og verður þetta hvorki bann- né skammaryrði.“ Í ORÐI en ekki á borði á ljómandi vel við þessar gjörðir til að sporna við neikvæðu viðhorfi í garð minnihluta- hópa. Flest munum við að bíta í tunguna þegar við erum óvart komin á fremsta hlunn með að nota orðið „nýbúi“ en um leið sýndi könnun að tæp 60 prósent framhaldsskólanema finnst „of margir nýbúar séu búsettir hér á landi“. Það er nú samt gott að allir eru að nota æskileg orð yfir óæskilegt fólk ekki satt? EINN HÓPUR fólks á sérstaklega erf- itt uppdráttar á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að vera hvað stöðugustu vinnukraftarnir, en það eru konur yfir fimmtugu. Það hreyfði því við undar- legum tilfinningum að horfa á kvöld- fréttir Ríkissjónvarpsins og sjá hvergi hina glæsilegu, rétt tæplega fimmtugu, Elínu Hirst. Í staðinn var ung og falleg, tuttugu árum yngri kona á skjánum. Svolítið eins og Elínu hefði verið hent í tímavél. Einhvern veginn finnst manni eins og það ætti að vera eitt af hlutverk- um ríkisstofnana að standa framarlega í hópnum sem sýnir af sér gott fordæmi þegar kemur að minnihlutahópum. Ríkissjónvarpið hefði varla getað sýnt betur afstöðu sína til hækkunar á aldri kvenna sem koma fyrir í sjónvarpi: Ekki æskileg. Ekki æskilegt Halló! Það fær einhver að kenna á því ef þið hættið ekki að troðast þarna aftast! Á níundu lenti ég í glompunni en náði svo full- komnu höggi með 8-járninu! Kúlan straukst við flaggið og lenti metra frá holunni! Sjónvarpsgolf maður! Og svo, alveg rólegur, setti ég... Þú vilt kannski ekki heyra þetta? Jújú! Kláraðu. Ég klóra mig og öskra ef mér leiðist mikið! Hvað svo? Ekki góð spurning handa manni í laun- aðri vinnu. Hvaða mán- uður er núna? Það fyrsta sem við gerum er að taka mennina upp. Mér leiðist. Mér leiðist. Mér leiðist. Síðan setjum við mennina á réttan stað. Fyrsta reglan er sú að sá sem er með hvítu mennina byrjar. Regla númer 2 er að það er bannað að klæða biskupana í dúkkuföt. Jafnvel þó það vinni gegn leið- indunum? VILTUeintak? SENDU SMS SKEYTIÐ EST ST5 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ STRUMPASAFNIÐ 5 Á DVD! STRUMPASAFNIÐ 5 ER KOMIÐ Í VERSLANIR STRUMPARNIReru í elko www.strumpar.is Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 10. HVER VINNUR ! KOMNIR Á DVD!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.