Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 2
2 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ármann Snævarr látinn Jón, er þetta nógu frjó um- ræða? „Nei, mér sýnist hún nú vera frekar geld.“ Jón Frantzson, forstjóri Íslenska gámafé- lagsins, sakaði forsvarsmenn Sorpstöðvar Suðurlands um getuleysi við að finna nýjan urðunarstað fyrir rusl á Suðurlandi. Formaður stjórnar Sorpstöðvarinnar sagði ásakanir um getuleysi vera órökstuddar dylgjur gegn betri vitund. ASÍ krefst ... ... þess að rekstur fyrirtækja sé reistur á ábyrgð og siðferði. Nánari upplýsingar á www.asi.is E N N E M M / S ÍA / N M 40 92 4 RANNSÓKNIR Stam ungra barna er almennt ekki bundið tungu- málinu og geta talmeinafræð- ingar metið stam án þess að skilja tungumálið sem börnin tala. Þetta er meðal niður- staðna rannsókn- ar dr. Jóhönnu Einarsdóttur, lekt- ors í talmeinum, máltöku barna og aðferðafræði. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið athygli víða erlendis. Í kjölfarið hefur Jóhanna þróað kerfi sem á að tryggja aukið sam- ræmi í mati á stami. - ve / sjá allt í miðju blaðsins Dr. Jóhanna Einarsdóttir: Samræmir mat á stami barna AFGANISTAN, AP Mannfall almennra borgara varpaði skugga á innrás Natóherja og afganska hersins á þorpið Marja í Helmand-héraði í Afganistan. Tvö bandarísk flugskeyti misstu marks á sunnu- dag og lentu á íbúðarhúsi skammt fyrir utan bæinn þar sem tólf manns biðu bana. Atvikið þykir alvarlegt áfall fyrir trúverðugleika fjölþjóðaliðs NATO. Stanley McChrystal, yfirmað- ur Natóherjanna, baðst afsökunar og sagði að notk- un hátæknivopna verði hætt meðan kannað er hvað gerðist. Hamid Karzai, forseti Afganistans, var sagður í öngum sínum vegna þess sem gerðist. Fyrir árás- ina hafði Karzai hvað eftir annað brýnt það fyrir yfirmönnum hersins að sýna fyllstu aðgát. Talið var að um þúsund talibanar hefðu verið í þorpinu og næsta nágrenni. Um fimmtán þúsund manna innrásarlið, skipað afgönskum, bandarísk- um og breskum hermönnum, réðst til atlögu á laug- ardag og hafa síðan jafnt og þétt þrengt að tali- bönum. Yfirmenn afganska hersins segja innrásarher- ina hafa náð Marja og nágrenni að mestu leyti á sitt vald, mótspyrna frá talibönum sé lítil þegar haldið er inn í bæinn. Leyniskyttur hafa þó gert innrásar- hernum skráveifur og komið hefur til skotbardaga. - gb Mannfall almennra borgara varpar skugga á hernaðinn gegn talibönum: Yfirmenn biðjast afsökunar INNRÁSIN Í MARJA Bandarískir hermenn í átökum við talibana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Staða efnahagsmála verð- ur rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, er málshefjandi og Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra verður til andsvara. Umræðan, sem hefst klukkan tvö, stendur í klukku- stund. Þingfundur dagsins hefst með fyrirspurnartíma en að lokinni utandagskrárumræðunni verða meðal annars mál er varða sjáv- arútveg á dagskrá. Nokkuð er um liðið frá síðasta þingfundi; kjördæmadagar voru í síðustu viku og þingflokksfunda- dagur í gær. - bþs Þingfundir á ný eftir stutt hlé: Rætt um stöðu efnahagsmála Lee C. Buchheit er bandarískur lög- fræðingur, sérfróð- ur um alþjóðlega lánasamninga, endurskipulagningu skulda og fjárhagslega endurreisn ríkja eftir fjármálakreppur. ÍSLENSKA NEFNDIN SEM REYNIR AÐ SEMJA UM NÝJA LAUSN Guðmundur Árnason er ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Í krafti þess starfs undirritaði hann Icesave-samkomu- lagið ásamt fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda í október. Einar Gunnarsson er ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins. Hann starfaði með Svavars-nefndinni og sat í samninga- nefndinni sem ræddi íslensku fyrirvarana eftir ágúst-lögin. Jóhannes Karl Sveinsson hæsta- réttarlögmaður. Varði í fjölmiðlum lagaleg ákvæði samninga Svavars-nefndarinn- ar. Gætti hagsmuna Íslands er ESA fjallaði um neyðarlögin. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmað- ur. Hefur margkynnt þá skoðun sína að íslenska ríkinu beri ekki skylda til að ábyrgjast Icesave- reikningana. STJÓRNMÁL „Ég held að það sé óhætt að segja að þeir hoppuðu ekki hæð sína í loft upp af hrifningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra um viðbrögð Breta og Hollendinga við hugmyndum Íslendinga um nýja lausn Icesave- málsins. Samninganefndir ríkjanna hitt- ust í Lundúnum í gær. Íslenska nefndin kynnti hugmyndir að nýrri nálgun eða lausn og var, að sögn Steingríms, farið rækilega í gegn- um málið. Spurðu viðsemjendurnir margra spurninga. Að fundinum loknum ræddi Steingrímur í gegnum síma við íslensku samninganefndina, ásamt utanríkisráðherra og formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins. Steingrímur gat í gær- kvöldi ekki sagt til um hvort fund- að yrði á ný í dag en kvaðst vona að svo yrði. „Ég vona að það séu ein- hverjir möguleikar á að þróa málið áfram,“ sagði hann en annar síma- fundur var áætlaður síðar í gær- kvöld. Meta átti stöðuna í fram- haldi hans. Fram hefur komið, meðal annars í Fréttablaðinu, að tillögur Íslands að lausn málsins hafi verið kynnt- ar Bretum og Hollendingum í síð- ustu viku. Steingrímur segir það ekki allskostar rétt; reynt hafi verið að halda íslensku samnings- markmiðunum leyndum. Samræður íslenskra ráðamanna við breska og hollenska hafi fyrst og fremst snúist um að fá fund til að kynna tillögurn- ar. „Það var ekki búið að fara yfir hugmyndirnar í neinum efnisatrið- um að heitið getur en við fullvissuð- um þá um að við vissum hver væru lágmarksskilyrðin af þeirra hálfu til þess að hægt væri að tala saman og að þau væru uppfyllt af okkur.“ Steingrímur vill hvorki upplýsa um þau lágmarksskilyrði né hugmynd- ir Íslands. „Þetta er allt mjög við- kvæmt og þjónar ekki tilgangi að fara út það efnislega.“ Engu breyti þó Bretar og Hollendingar viti nú í hverju íslensku tillögurnar fel- ast. „Það fer allt fram í trúnaði. Við ætlum ekki að semja í gegnum fjöl- miðla,“ segir Steingrímur. Íslensk stjórnvöld staðfestu fyrst síðdegis í gær hverjir sitja í íslensku viðræðunefndinni. Meðal nefndarmanna er Lárus Blöndal lögmaður sem er þeirrar skoðun- ar að Íslendingum beri ekki skylda til að ábyrgjast lágmarkstryggingu EES-samningsins. Steingrímur segir stjórnarandstöðuna hafa valið Lárus sem sinn fulltrúa í nefndina. Bandaríkjamaðurinn Lee C. Buch- heit fer fyrir nefndinni. Steingrím- ur sagði að miðað við aðstæður hafi verið góður kostur að fá utanað- komandi aðila að verkinu. Um sé að ræða þaulreyndan og harðskeytt- an samningamann. „Á hann reyn- ir nú og hann sýnir vonandi hvað í honum býr.“ segir Steingrímur. „Buchheit flytji þó ekki fjöll.“ bjorn@frettabladid.is Dræmar undirtektir Bretar og Hollendingar voru ekki hrifnir af hugmyndum Íslands um nýja lausn Icesave-málsins, að sögn fjármálaráðherra. Hann vonast þó til að hægt verði að þróa málið áfram. Ekki fást efnislegar upplýsingar um málið hjá ráðherranum. BORGARMÁL Reykjavíkurborg hyggst ekki fara eftir úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins og taka aftur við við ein- býlishúsalóð hjóna í Úlfarsárdal og atvinnulóð Brimborgar á Esj- umelum. „Afstaða Reykjavíkurborgar er hin sama og áður; það sé eng- inn einhliða skilaréttur til staðar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu og borgin hvað það varðar í desember,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlög- maður. Þótt ráðuneytið skorti heimildir til að leggja fyrir borgina að end- urgreiða lóðirnar beinir það þeim tilmælum til borgarinnar að hún rétti stöðu lóðarhafanna þannig að þeir verði jafnsettir öðrum sem hafa fengið úthlutað bygging- arrétti hjá borginni. „Ráðuneytið getur ekki lagt fyrir Reykjavíkurborg að taka við lóðunum og endurgreiða þær,“ bendir borgarlögmaður á og ítrek- ar að héraðsdómur hafi komist að þveröfugri niðurstöðu við sveit- arstjórnarráðuneytið í dómsmáli í desember. Var þar um að ræða 297 milljóna króna atvinnulóð sem Léttkaup ehf. fengu úthlut- að undir verslun í Hádegismóum í janúar 2007. Búist sé við að það mál gangi til Hæstaréttar. Miðað við hraða mála þar fáist endanleg niðurstaða jafnvel ekki fyrr en um eða eftir næstu áramót. „Þannig að það eru engin óskap- leg tímamót við þennan úrskurð ráðuneytisins,“ segir Kristbjörg Stephensen. - gar Borgarlögmaður segir úrskurð samönguráðuneytisins um lóðaskil ekki bindandi: Afstaða til lóðaskila er óbreytt SLYS Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir fulla ástæðu til þess að skoða hvort nauðsynlegt sé að setja reglur um starfsemi fyrirtækja sem stunda ferðamennsku á jöklum landsins. Mörg þúsund manns fari upp á jökla ár hvert í slíkum ferðum en sem betur fer séu óhöpp sjaldgæf. Hann segir jöklaferð sem skosku mæðg in- in voru í þegar þau urðu við- skila við samferðamenn sína í fyrrakvöld verða rannsakaða af lögreglunni. Sú rannsókn feli ekki í sér grun um lögbrot, heldur sæti atvik á borð við þetta, óhöpp og slys, rannsókn embættisins enda beri lögreglu til þess skylda lögum samkvæmt. - sbt /sjá síðu 15 Sýslumaður á Selfossi: Rannsakar Langjökulsferð ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON JÓHANNA EIN- ARSDÓTTIR KFC vill lóð á Akureyri Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í vikunni, var tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir lóð fyrir veitingastað KFC, sem þarf að vera 2000-3000 fermetrar, vera sjáanleg og miðsvæðis í bænum. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins. Á Íslandi eru sjö KFC veitingastaðir. VEITINGAR Breytt í gistiheimili Gamla dvalarheimili aldraðra í Skjald- arvík breytist í gistiheimili í vor. Fyr- irtækið Concept hefur tekið um 700 fermetra húsnæði í Skjaldarvík á leigu til sjö ára og mun í maí opna þar gistiheimili. Ætlunin að leigja út 15-18 herbergi í Skjaldarvík, fyrir á bilinu 30 til 40 manns. RÚV sagði frá. FERÐAMÁL Ármann Snævarr, fyrrverandi hæstaréttardómari og rektor Háskóla Íslands, er látinn. Hann fæddist á Norðfirði 18. september 1919 og varð því níræður. Ármann varð prófess- or í lögum við Háskóla Íslands árið 1948. Hann var rektor skólans frá 1960-1969, varð dómari við Hæstarétt Íslands frá 1972-1984 og forseti réttarins 1978 og 1979. Ármann var virtur og afkastamikill fræðimaður á sviði lögfræði. Hann varð heið- ursdoktor við HÍ og einnig við háskóla í Uppsölum, Ósló, Kaupmannahöfn, Helsinki og Ohio. Ekkja Ármanns er Valborg Snævarr, fyrrverandi skóla- stjóri Fósturskóla Íslands. Fimm börn þeirra lifa öll föður sinn. RÁÐHÚSIÐ Borgarlögmaður áréttar afstöðu borgarinnar um að ekki sé til staðar einhliða skilaréttur á lóðum. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.