Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG krabbamein og heilsa ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Bergstaðastræti 4 – 101 Reykjavík – Sími: 562-0335 Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonarlokar 13. mars næstkomandi Opnunartími 13:00 til 18:00 virka dagalaugardaginn 13. mars 11:00 til 17:00 40% afsláttur af öllu Mikið úrval skartgripa Patti húsgögnLandsins mesta úrval af sófasettum Láttu þér líða vel í sóf fusite 6731 leðursett 3+1+1 199.950 krVerð áður 399.900kr ÍSLANDSMÓT Í KRAFTLYFTINGUM 2010 fer fram laugardaginn 13. mars. Umsjónaraðili er Kraft- lyftingafélag Mosfellsbæjar en mótið er í fyrsta sinn haldið undir íþrótta- og lyfjaeftirlitslögsögu Kraftlyftinga- nefndar ÍSÍ og Lyfjaeftirlits ÍSÍ. www.kraft.is „Er þetta nú eitthvað til að tala um?“ svarar Sólbjört hæversk, þegar blaðamaður spyr hvernig hún komi því eiginlega í verk að æfa tólf sinnum í viku. Hún kveðst bara skipuleggja tímann vel, byrjar daginn með þolæfingum eða heitu jóga og er svo að púsla dagskránni fram eftir viku. Heitt jóga er nýjasta líkamsrækt-in sem Sólbjört leggur st dfin þ Ekki segist Sólbjört hafa æft íþróttir á sínum yngri árum, þótt hún hafi verið fjörugur krakki og alla tíð þótt gott að hreyfa sig. „Ég tók þátt í þessum útileikjum sem voru vinsælir á mínum uppvaxtar-árum, eins og hornabolta og fall-inni spýtu. Krakkarnir í hverfinu söfnuðust bara saman og léku séá meðan tí i en í dag. Fólki fannst þetta fráleit hugmynd, skildi ekki hvaða erindi svona grönn manneskja eins og ég átti í leikfimitíma sem kvenfélög-in skipulögðu fyrir konur. Nú þykir hins vegar sjálfsagt mál að fara í ræktina.“ Sólbjört hefur allt f Æfir tólf sinnum í viku Það er engum ofsögum sagt að Sólbjört Aðalsteinsdóttir sé mikill íþróttaiðkandi. Ef hún er ekki á vellin- um að spila tennis, stunda þolfimi eða lyftingar iðkar hún jóga af krafti og dansar samkvæmisdansa. Tennis er aðeins ein af mörgum íþróttum sem Sólbjört leggur stund á. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2010 — 57. tölublað — 10. árgangur SÓLBJÖRT AÐALSTEINSDÓTTIR Spilar tennis, æfir þolfimi og iðkar jóga • heilsa • börn Í MIÐJU BLAÐSINS SELMA BJÖRNSDÓTTIR Flytur til Bristol og sest á skólabekk Tekur fjölskylduna með FÓLK 38 Sigursæl The Hurt Locker hlaut sex Óskarsverðlaun og Kathryn Bigelow braut blað í sögu verðlaunanna. KVIKMYNDIR 32 Þarfur og óþarfur iðnaður „Listamannalaun eru því dæmi um afar skynsamlega ráðstöfun almannafjár”, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 14 Í þágu samfélagsins Nemendur Kvenna- skólans í Reykjavík vinna góðgerða- starf í dag. TÍMAMÓT 28 HEILSA OG KRABBAMEIN Fékk krabbamein en klífur nú fjallatinda Sérblað um heilsu og krabbamein FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Bjart norðaustanlands Í dag verður SA 8-13 m/s sunnan- og vestanlands en hægari suðvestan- átt annars staðar. Áfram verður heldur vætusamt sunnan- og vestantil. VEÐUR 4 7 6 5 6 5 KYNNINGARTÍMA Í KVÖLD KL. 20 · ÁRMÚLA 11 KOMDU Í ÓKEYPIS 555 7080 Taktu frá sæti í síma www.dale.is með ánægju Ferðablað Iceland Express fylgir blaðinu í dag. SJÁVARÚTVEGUR „Það er mín skoð- un að koma eigi með allan afla að landi. Þetta snýr að siðlegri umgengni okkar við sjávarauðlind- ina og séu á því gerðar undantekn- ingar, þá séu þær vel ígrundaðar,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefn- ið er niðurstaða nýrrar skýrslu Matís um nýtingu sjávarafla, en nýting frystiskipa er talsvert lak- ari en landvinnslunnar. Spurður um skilaboðin til útgerðarinnar segir Jón það oftúlkun að hann vilji breyta útgerðarháttum og segir enga mótsögn felast í því að vilja fá allan afla í land og halda áfram sjófrystingu með sama hætti og nú er. Hins vegar sé mögulegt að bæta aðstöðu til frekari nýtingar um borð í skipunum. Það sé raun- hæft með góðum aðlögunartíma. „Því er ekkert sem segir að við getum ekki komið með allan afla að landi og gert það með ágætum hagnaði í nánustu framtíð,“ segir Jón. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir það keppikefli útgerðarinnar að hámarka verðmætasköpun um borð í frystiskipunum. „Það er búið að fara í gegnum þetta ítrek- að; að skikka menn til að koma í land með allt hráefni sem fellur til. Það hefur hins vegar sýnt sig að það gengur ekki upp. Ég spyr til hvers sé barist ef útgerð og vinnsla tapa á öllu saman.“ Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, segir að aðstæð- ur um borð í skipunum og teg- undir hráefnisins ráði því hversu miklir möguleikar séu til fullnýt- ingar. „Auðvitað viljum við koma með sem mest að landi en það verður að vera framkvæmanlegt. Höfum hugfast að sjómenn eru oft að vinna fisk í kappi við tím- ann. Viðkvæmt hráefni verður að vinna hratt til að hámarka gæði. Aðstæður um borð í hverju skipi fyrir sig ráða því miklu.“ Eggert segir að nýtingu um borð í skipunum þurfi að hafa í huga í samhengi við endurnýjun flotans. Ef skipið er frá upphafi búið til að fullnýta aflann, bæði hvað varð- ar bræðslu og frystingu, aukist möguleikar til að skapa verðmæti. Flotinn eins og hann er samsettur í dag takmarki hins vegar þessa möguleika. „Sjómenn og fyrirtæki verða að bera eitthvað úr býtum fyrir alla þá vinnu sem fylgir þessu,“ segir Eggert. - shá Jón vill allan afla á land Sjávarútvegsráðherra vill að öllu hráefni sem fellur til á sjó sé landað. Ný skýrsla Matís sýnir umtalsvert betri nýtingu landvinnslu en sjóvinnslu. Reynslan kennir hins vegar að fullnýting um borð í skipunum ber sig ekki. FÓLK „Það væri slæmt fyrir bæinn og tónlistarlífið að missa staðinn,“ segir Haukur Tryggvason, veitingamaður á Græna hatt- inum á Akur- eyri. Framtíð Græna hattsins er óljós eftir að leigusamn- ingi við staðar- haldara var sagt upp. Þessi tíðindi koma í kjölfar þess að veitingastaðnum Friðriki V. var lokað. Pálmi Gunnarsson segir að Græni hatturinn hafi verið heimastaður tónleikahalds í bænum. „Það er hundleiðinlegt að horfa upp á, þegar verið er að mjaka upp ákveðnu menningar- stigi, að það nái upp að vissu marki og svo sé skellt í lás,“ segir Pálmi. - afb / sjá síðu 38 Fleiri stöðum á Akureyri lokað: Menningin á undanhaldi PÁLMI GUNNARSSON DÓMURINN FALLINN Fjölskipaður héraðsdómur dæmdi fimm Litháa í fimm ára fangelsi fyrir mansal í gær. Íslendingur sem var bendlaður við málið var sýknaður. Við réttarhöldin kom fram að fórnarlamb mannanna hafði verið beitt miklu harðræði. Þetta er í fyrsta skipti sem sakfellt er í mansalsmáli hér á landi. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ósáttur starfsmaður í fyrirtæki í Garðabæ fær ekki undirtektir hjá Persónuvernd: Hangir óviljugur á myndatöflu FÓLK Starfsmaður ónefnds stórfyrirtækis í Garða- bæ þarf að sætta sig við að hengd sé ljósmynd af honum á upplýsingatöflu í fyrirtækinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að við ráðningu hafi starfsmaðurinn skilað inn ljósmynd af sjálfum sér til notkunar á innri vef fyrirtæk- isins, sem ekki er nefnt á nafn hjá Persónuvernd, en er sagt hafa 150 manns í vinnu og vera í fram- leiðslu. Ljósmyndin af manninum var prentuð út og hengd upp ásamt myndum af öðrum starfs- mönnum. Þetta kærði maðurinn sig ekki um og vísaði málinu til Persónuverndar. Fyrirtækið skýrði málið þannig að ljósmyndirn- ar ættu að auðvelda samskipti innan fyrirtækis- ins og lágmarka hættu á mistökum. Persónuvernd segir að slík miðlun á myndum innanhúss sé eðli- leg í starfsemi fyrirtækja. „Ekkert hefur komið fram af hálfu kvartanda sem leiðir líkur að því að sú myndbirting sem hér um ræðir hafi verið til þess fallin að ógna grund- vallarréttindum eða frelsi hans,“ segir í úrskurði Persónuverndar þar sem undirstrikað var að myndin af manninum hefði eingöngu verið sýni- leg samstarfsfólki hans og ekki öðrum. - gar Fer í einn stærsta skólann Haukur Helgi Pálsson, einn allra efnilegasti íslenski körfubolta- maðurinn, er á leiðinni í Maryland-háskól- ann næsta haust. ÍÞRÓTTIR 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.