Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 24
HÆTTAN ER LJÓS er yfirskrift átaks, sem beinist að
fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra, þar sem bent er
á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki.
Nudd- og nálastungusetrið að
Skólavörðustíg 16 var opnað í haust
en það er bæði kennslu- og vinnu-
setur. „Við viljum stuðla að aukinni
grósku í kennslu í nálastungum
og nuddi. Nuddkennslan er þegar
farin af stað en nálastunguskólinn
hefur göngu síðar í vetur,“ segir
nuddarinn Gunnar L. Friðriksson
sem stendur að baki setrinu ásamt
þeim Arnbjörgu Lindu Jóhanns-
dóttur, Ólöfu Einarsdóttur, Ingu L.
Stefánsdóttur og Kristínu Porter.
Gunnar hefur umsjón með nám-
skeiðum í svæða- og vöðvanuddi
auk þess sem hann heldur úti nám-
skeiði í því hvernig á að nudda
sína nánustu. Þess á milli tekur
hann við fólki í nudd ásamt Krist-
ínu Porter. Arnbjörg Linda býður
bæði upp á nálastungur og grasa-
lækningar auk þess sem hún vinn-
ur að opnun nálastunguskólans
sem bíður viður-kenningar frá
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni til
að geta gefið fullgild nálastungu-
réttindi. „Ólöf hefur síðan sérhæft
sig í eyrnanálastungum við fíkn
en það er sérfræði sem kallast
NADA og er til dæmis mikið notuð
í New York og Boston á langt leidda
fíkla. Með haustinu stendur til að
bjóða upp á markvissar meðferð-
ir við reykingafíkn með eyrnan-
álastungum og hugleiðslu. Inga
L. Stefánsdóttir býður síðan upp
á alla almenna snyrtingu og notar
eingöngu lífrænar vörur frá dr.
Hauschka,“ segir Gunnar.
Hann segir nudd- og nálastungu-
setrið hugsað sem eins konar mið-
stöð óhefðbundinna lækninga. „Í
apríl stendur til að byrja með opna
morgna einu sinni í viku milli 9 og
13 og bjóða upp á styttri nudd- og
nálastungumeðferðir á vægu verði.
Þannig langar okkur að gefa fleir-
um tækifæri á að kynnast óhefð-
bundnum lækningum og miðum
við að tímarnir kosti svipað og það
kostar að fara til heimilislæknis.“
Námskeið Gunnars standa yfir
í tvær vikur í senn og segir hann
aðsóknina góða. „Það hefur verið
fullt á öll námskeið eftir áramót og
virðist fólk leggja mikið upp úr því
að gera eitthvað fyrir sig og aðra.
Gunnar bendir á að DVD-diskur
með kennsluefni um hvernig eigi
að nudda sína nánustu hafi komið
út fyrir jól. Hann má nálgast á slóð-
inni www.dao.is en þar er líka að
finna sýnishorn af efni disksins.
vera@frettabladid.is
Nálastunguskóli í pípunum
Í Nudd- og nálastungusetrinu fara fram nudd- og nálastungumeðferðir og nuddkennsla. Aðstandendur
setursins stefna að því að auka kennsluþáttinn enn frekar og opna nálastunguskóla með haustinu.
Nudd- og nálastungusetrið er hugsað sem miðstöð óhefðbundinna lækninga. Hér er
Gunnar ásamt snyrtifræðingnum Ingu L. Stefánsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Staðurinn - Ræktin
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n TT afsláttur!
TT tímar í boði:
6:15 – mán, mið, fös
7:20 – mán, mið, fös
10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun
14:20 – mán, mið, fös
16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
17:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
18:25 – TT3 mán, mið - (16-25 ára)
18:40 – TT3 mán, þri - (16-25 ára)
19:25 – mán, mið, fim (18:25)
Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 14. mars kl. 15:00 og 16:00
Velkomin í okkar hóp!
NÁMSKEIÐUM
FYLGIR
FRJÁLS MÆTING
Í TÆKJASAL
Þær TT1 konur sem hafa verið áður hjá okkur fá sérstakan afslátt
af þátttökugjaldi á þessu námskeiði
Ath! Síðustu innritunardagar, sími 581 3730
Þú getur strax byrjað að æfa
Um leið og þú hefur greitt fyrir námskeiðið, er þér frjálst að mæta í tíma í opna kerfinu
Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is
Fyrirlestrar á næstunni:
09. mars Góð heilsa er auðveldari
en þú heldur – Matti Osvald
heilsufræðingur
10. mars Skemmtileg og auðveld
leið að heilbrigðum lífsstíl
– Benedikta Jónsdóttir
heilsuráðgjafi og Trausti
Eysteinsson lífstílsráðgjafi
16. mars Hvað er málið
með aukakílóin? Matti Osvald
heilsufræðingur
17. mars ph kraftaverkið Thor
Einar Olaisen frá Noregi