Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 44
28 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is „Þetta er í fyrsta skipti sem við próf- um að breyta svona út af venjunni og það verður spennandi að sjá hvern- ig til tekst. Við höfum fulla trú á því að þetta lukkist vel,“ segir Vala Ósk Bergsveinsdóttir, kennari við Kvenna- skólann í Reykjavík. Vala kemur að skipulagningu góðgerðadags sem haldinn er í dag í skólanum. Vikan er undirlögð af Tjarnardög- um í Kvennó, sem eru opnir dagar eins og flestir framhaldsskólar lands- ins halda á vorönn. Skapast hefur hefð fyrir því að á Tjarnardögum sé nem- endum boðið upp á ýmis konar nám- skeið og fræðslu í bland við skemmt- un til að breyta örlítið út af vanalegri skóladagskrá. „Í ár ákváðum við að prófa eitthvað nýtt og hafa einn af Tjarnardögunum tileinkaðan starfi í þágu samfélagsins,“ segir Vala. „Við fengum hin ýmsu samtök til liðs við okkur og allir bekkir skólans, 24 tals- ins, drógu síðan ein samtök úr potti til að vinna með. Bekkirnir settu sig svo í samband við samtökin og ákváðu í sameiningu verkefni sem verður framkvæmt í dag.“ Vala segir starf bekkjanna í dag vera með ýmsu sniði. Algengastar verða þó væntanlega fjáraflanir og kynningar á starfsemi samtakanna sem um ræðir. „Kvennókrakkarn- ir verða örugglega áberandi í mið- bænum, þar sem einn bekkur ætlar meðal annars að framkvæma gjörn- ing, og einhverjir bekkir verða líka í Kringlunni og víðar. Sumir hópar hafa haft samband við fyrirtæki með það fyrir augum að kíkja í heimsókn til þeirra. Einn hópur ætlar að baka og halda kaffiboð hjá Blindrafélag- inu, annar að selja kakó og faðmlög og svo mætti lengi telja. Einn bekkur kemur til með að starfa með krabba- meinsstuðningsfélaginu Krafti að hugmyndavinnu sem félagið getur svo nýtt sem fræðsluefni í framhaldsskól- um. Það er ýmislegt að gerast í dag,“ segir Vala. Mikið er um að vera í Kvennó þessa dagana. Hápunktur Tjarnardaganna er sjálf árshátíðin, sem haldin verð- ur á fimmtudagskvöld með dagskrá og máltíð á Hilton Reykjavík Nordi- ca og balli með sveitaballaboltunum í Skítamóral á Nasa. Þá frumsýnir Fúría, leikfélag Kvennaskólans, leik- ritið Kvennó Eddu eftir Árna Kristj- ánsson í leikstjórn höfundar og Bryn- dísar Óskar Þ. Tryggvadóttur 13. mars, svo fátt eitt sé nefnt. kjartan@frettabladid.is KVENNASKÓLINN Í REYKJAVÍK: 24 BEKKIR VINNA AÐ GÓÐGERÐAMÁLUM Í DAG Nemar Kvennaskólans verða áberandi í miðbænum Í ÞÁGU SAMFÉLAGSINS Vala ásamt bekk sínum við Kvennaskólann, 2NÞ, sem vinnur með Samtökum sykursjúkra í dag við ýmis konar kynningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á þessum degi árið 1950 hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands sína fyrstu tón- leika í Austurbæjarbíói undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Sveitin starfaði eftir samþykkt útvarpsráðs og sam- kvæmt henni voru tut- tugu og fimm hljóðfæra- leikarar ráðnir til starfa í sveitina. Auk þeirra léku í sveitinni hljóðfæraleikar- ar sem áður höfðu verið á samningi hjá Ríkisútvarpinu. Fyrstu árin hafði sveitin engin föst fjárframlög. Því fengu meðlimir hennar fremur lág laun fyrir að leika með sveitinni og þurftu að vinna önnur störf samhliða til að framfleyta sér. Árið 1983 var tilvera Sinfóníuhljóm- sveitarinnar tryggð með lagasetningu og henni gefið ákveðið hlutverk í menningarlífi þjóðar- innar. Í dag hefur Sinfóníu- hljómsveitin aðsetur í Háskólabíói við Haga- torg en mun flytja yfir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið þegar það verður fullklárað. Aðalhljómsveitarstjóri hennar er Rumon Gamba. ÞETTA GERÐIST: 9. MARS 1950 Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 s gason æddist í Hann firði 12. drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum ur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Árnadóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á Landakoti 4. mars 2010. Erna Borgþórsdóttir Óskar Alvarsson Rannveig Óskarsdóttir Jóhann T. Maríusson Borgþór Alex Óskarsson Margrét Birta Óskarsdóttir Arnþór, Huginn Þór, Elísabet Jóhannsbörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, Sigurbjörn Hreindal Pálsson Vallarhöfða 12, Kópavogi, lést laugardaginn 6. mars á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. mars kl. 13.00. Elsa Skarphéðinsdóttir Bóas Hreindal Sigurbjörnsson Okkar yndislegi eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, frændi, tengdasonur og barnabarn, Konráð Davíð Þorvaldsson hagfræðingur, lést 6. mars á Líknardeild Landspítalans, Kópavogi. Útför hans verður auglýst síðar. Arna Björk Þorkelsdóttir Konráð Pétur Konráðsson Halldóra Konráðsdóttir Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson Tómas Páll Þorvaldsson Edda Þuríður Hauksdóttir Rakel Elísabet Tómasdóttir Guðrún Pétursdóttir Þorkell Þorsteinsson Guðrún Halldórsdóttir Sigurbjörn Tómasson Páldís Eyjólfs MERKISATBURÐIR 1497 Nikulás Kópernikus gerir fyrstu skráðu stjörnu- athugun sína. 1573 Sautján fiskibátar með 53 mönnum farast undan Hálsahöfn í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. 1796 Napóleon Bónaparte gift- ist fyrstu konu sinni, Jose- phine de Beauharnais. 1862 Fyrsti bardagi á milli tveggja brynvarinna skipa, Monitor og Virginia, er háður í Bandaríkjunum og lýkur með jafntefli. 1957 Jarðskjálfti af stærðar- gráðunni 9,1 verður á Aleut-eyjum. 2007 Byggingu nýja Wembley- leikvangsins lýkur. Heildarfjöldi gesta Listasafns Reykjavíkur á síðasta ári nam tvö hundruð og tuttugu þúsundum. Tuttugu prósenta aukning var á milli áranna 2008 og 2009. Aðgangur að safn- inu var gefinn frjáls 1. janúar 2008. Aðgangurinn hefur auk- ist jafnt og þétt undanfarin ár, en ef litið er á tímabilið frá 1. janúar 2007 til ársloka 2009 nemur aukningin 65 prósentum. Einnig hefur skipulögðum skólaheimsóknum fjölgað og aðsókn aukist á skipulagða fjölskylduviðburði. Af þeim þremur safnhúsum sem Listasafn Reykjavík- ur hefur yfir að ráða, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni, lagði stærstur hluti gestanna á síðasta ári leið sína í Hafnarhúsið, eða 63 prósent. Á árinu 2009 voru 33 sýningar í Listasafni Reykjavíkur en auk þess 200 skipulagðir viðburðir sem tengdust sýning- um safnsins á einn eða annan hátt eða voru unnir í sam- starfi við félagasamtök, skóla, myndlistarmenn, tónlistar- menn og aðra aðila. Aðsóknarmet í Listasafni Reykjavíkur HAFNARHÚS Flestir gestir Listasafns Reykjavíkur lögðu leið sína í Hafnarhús á síðasta ári. BOBBY FISCHER FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1943: „Ég trúi ekki á sálfræði, ég trúi á góðar hreyfingar.“ Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer er talinn einn allra fremsti skákmaður allra tíma. Hann var íslenskur ríkisborg- ari síðustu ár ævi sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.