Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 22
Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 15. mars hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–5 ára » mánudagar klukkan 16:20–17:00 6–10 ára » miðvikudagar klukkan 16:20–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.orgStórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Tannvernd barna Eitt mesta úrval landsins af taubleium! Ásamt úvali af öðrum vörum fyrir börn og mæður. Meðgöngu- og brjóstagjafahaldarar Í mörgum gerðum og stærðum 32–46, skálar A–H Móðurást, Hamraborg 9 s. 564 1451, www.modurast.is GOTT RÁÐ er að vefja ungbörn þétt inn í teppi fyrir svefninn ef þau eru óvær. Þá geta þau ekki hreyft hendur eða fætur að ráði og það virðist róa þau. „Við höfum kennt barna-kickbox í níu ár,“ upplýsir Bryndís Sigurðar- dóttir annar eigenda Pumping Iron í Dugguvogi. Eiginmaður hennar og hinn eigandi stofunnar, Jimmy R. Routley, kennir sparkbox og var að sögn Bryndísar sá fyrsti til að gera það hér á landi. En hvern- ig vaknaði hugmyndin að barna- sparkboxi? „Þegar litla stelpan okkar var orðin þriggja ára lang- aði hana að vera með, þannig að við ákváðum að búa til tíma fyrir hana,“ segir Bryndís. Jasmín Cass- andra verður ellefu ára á þessu ári. Hún hefur tekið þátt í öllum barna sparkbox-námskeiðum hjá pabba sínum en fer þó bráðum að færast upp í fullorðinsflokk enda farin að standa ágætlega uppi í hárinu á pabba sínum í sportinu. Hvert námskeið stendur í þrjá mánuði og æft er tvisvar í viku. Á hverju námskeiði eru tólf til fimm- tán krakkar. „Jimmy vill helst ekki vera með fleiri til að geta veitt öllum athygli,“ útskýrir Bryndís og tekur fram að yngstu börn- in séu fimm ára en þau elstu tólf. En hvað læra börnin? „Þau stunda upphitun, hlaupa, sippa og teygja vel enda þurfa þau oft að sparka hátt. Síðan sparka þau í púða, læra alls konar spörk og boxa,“ segir Bryndís og bætir við að auðvitað læri þau einnig að þetta eigi aðeins að gera í tíma. Hún telur helstu kosti æfinganna vera þá að börnin verði þolbetri og liðugri. „Þá læra þau líka aga, enda þurfa þau að hlýða Jimmy í tímun- um.“ Margir telja sparkbox til karla- sports en svo er alls ekki. Bryn- dís segir stelpur yfirleitt fleiri í barna-sparkboxinu, en hins vegar breytist hlutfallið þegar komið sé í fullorðinsflokk. Í heildina sé spark- boxið góð íþrótt sem veiti betra þol, meiri liðleika og sé almennt bráð- skemmtileg. solveig@frettabladid.is Verða liðug og læra aga Jimmy R. Routley, eigandi Pumping Iron í Dugguvogi, kennir börnum á aldrinum fimm til tólf ára sparkbox. Þar læra þau spörk, æfa teygjur og stunda þolæfingar. Einnig læra þau aga sem fylgir bardagalistum. Jasmín Cassandra æfir kick-box með pabba sínum Jimmy. Hún hefur sótt barna-sparkboxtíma hjá honum frá unga aldri en í slíkum tímum eru börn frá fimm til tólf ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Fimmtudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.