Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 6
6 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 5 8 6 1 0 4 /0 9 Á Austur-Indíafjelaginu geturðu nú kitlað bragðlaukana með veislu í tilefni Holi-hátíðarinnar á Indlandi. Risarækjur í forrétt, í aðalrétt eru kjúklingalundir, lambafillet og grænmetisréttur. Með þessu er síðan úrval Naan-brauða, Raitha, hrísgrjón og að síðustu ljúffengur eftirréttur. Þessi ríkulegi veislukostur býðst nú í mars á aðeins 4.990 kr. sun-fim og 5.990 kr. fös og lau. Á föstudags- og laugardagskvöldum svífur dansfuglinn Mínerva inn í veitingasal okkar með sínum yndisþokka og dansi. Borðapantanir í síma 552 1630. Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 austurindia@austurindia.is Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 www.austurindia.is HOLI MATSEÐILL Austur-Indíafjelagsins Litríkur og dásamlegur 4.990 kr. sun-fim 5.990 kr. fös-lau HOLI-hátíð gleði, dans og litríkur matur FÉLAGSMÁL Nýjum málum fækk- aði í fyrra um 15 prósent milli ára hjá Stígamótum, grasrótarsamtök- um gegn kynferðisofbeldi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fækkunina að hluta skýr- ast af samdrætti í starfseminni. Einnig kunni efnahagsþrenging- ar þjóðarinnar að verða til þess að fórnarlömb kynferðisofbeldis leiti sér síður hjálpar. Fólk sé gjarnan að fást við löngu liðna atburði og skorti til þess þrek í öðrum aðsteðj- andi vanda. Frá stofnun Stígamóta hafa 5.347 manns leitað til samtakanna, en þau fagna nú 20 ára afmæli sínu. Sam- tökin voru stofnuð 8. mars 1989 á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Fjöldi nauðgunarmála var nærri sá sami og árið áður, eða 157. Guð- rún sagði hins vegar að sifjaspells- málum hefði farið fækkandi undan- farin fjögur ár. „Þarna gæti verið að við séum að vinna upp gamlan vanda,“ sagði Guðrún, en tölfræð- in sýnir að oft er það ekki fyrr en 15 til 20 árum eftir að brot hafa átt sér stað, að fórnarlömbin leita sér hjálpar hjá Stígamótum. Mál sem tengdust hópnauðgunum voru þrettán talsins í fyrra, sem og mál þar sem grunur lék á um lyfja- nauðgun. Hópnauðganamál voru tveimur fleiri árið 2008, en það ár segir Guðrún að hafi orðið „gífur- leg“ fjölgun slíkra mála. Vettvangur nauðgana er í 70 prósentum tilvika heimili lands- ins, allnokkur hluti mála á sér stað á útihátíðum eða skemmtistöð- um. Svokallaðar götunauðganir, þar sem ráðist er á konur úr laun- sátri, eru undantekningartilvik, að sögn Guðrúnar. Hún segir tölfræði samtakanna sýna að allt of mikið sé lagt upp úr líkamlegum áverk- um þegar nauðgunarmál rata fyrir dóm. Í 30,8 prósentum tilvika sé beitt hótunum við nauðganir, en líkamlegu ofbeldi í 18,6 prósentum tilvika. „Nauðgunarákvæði ættu að endurspegla að það sé spurning um samþykki, hvort nauðgun hafi átt sér stað eða ekki.“ Guðrún segir Stígamót hafa þurft að draga saman seglin og ekki sé alveg útséð um frekari samdrátt. Framlag ríkisins hafi verið skert um 10 prósent, en ekki liggi fyrir hvað verði með framlag sveitarfé- laga. Vegna þessa hafi samtökin þurft að hætta ferðum út á land þar sem fórnarlömbum kynferðisof- beldis voru boðin viðtöl. „Það fækk- aði hér um tvö stöðugildi á árinu, þannig að eitthvað varð undan að láta.“ olikr@frettabladid.is ÁRSSKÝRSLAN KYNNT Starfskonur Stígamóta, Karen Eiríksdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Þórunn Þórarinsdóttir, kynntu ársskýrslu Stígamóta í gær. 5.347 hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum á 20 ára starfstíma samtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki útséð um niður- skurð hjá Stígamótum Nýjum málum fækkaði um 15 prósent árið 2009 hjá Stígamótum í fyrra, sam- kvæmt ársskýrslu. Efnahagsástandið kann að hafa áhrif. Dómstólar leggja of mikla áherslu á líkamlega áverka í nauðgunarmálum, segir talskona Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir margvíslega viðburði á döfinni á afmælisári samtakanna, en milli klukkan eitt og fimm í dag blása sam- tökin til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim“. Fundarstýra er Guðrún Agnarsdóttir, en ráðstefnan er haldin á Grand hóteli Reykjavík. „Þar höfum við fengið til liðs við okkur allt það mikilvægasta fólk sem kemur að nauðgunarmálum: dómsmálaráðherra, dómara, ríkissaksóknara, lögreglustjóra, konur sem hafa þessa reynslu og svo okkur í grasrótinni,“ sagði Guðrún Jónsdóttir um leið og kynnt var ársskýrsla samtakanna í gær. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra setur ráðstefnuna, en svo taka við erindi frá frummælendum og endað á umræðum. - óká NAUÐGANIR OG VIÐBRÖGÐ SAMFÉLAGSINS ATVINNUMÁL Mánudaginn 25. október hefur kvenna- hreyfingin öll boðað til endurtekningar á kvennafríi. „Þetta verður hápunkturinn á afmælishátíð okkar,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þegar hún upplýsti um fyrirætlanina á kynningu á árs- skýrslu Stígamóta. „Okkur er alveg sama hver á hugmyndina, en okkur er í mun að baráttan eigi sér stað,“ sagði hún, en deginum áður hefur verið blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu um baráttu kvenna. „Í gegnum árin höfum við stöðugt áttað okkur betur á því að kvennaverk- fallið á Íslandi árið 1975 og aftur árið 2005 vakti heimsathygli.“ Guðrún segir áætlað að konur gangi út af vinnu- stöðum sínum eftir að „vinnu lýkur“, en vinnulokin þann daginn verða reiknuð í hlutfalli af launamun kynjanna. „Það á eftir að reikna út hvenær það verð- ur,“ sagði hún og kvað verða spennandi að sjá á hvaða leið konur eru og hversu hröð þróunin hafi verið. „Og hingað kemur fjöldi erlendra kvennahópa, bæði til að taka þátt í þessu og til þess að funda á alþjóðavísu.“ - óká KVENNAFRÍDAGURINN 1975 Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975. Í ár ber 24. upp á sunnudag, en frídagur verður haldinn degi síðar. MYND/ÚR SAFNI Tuttugasta og fimmta október á þessu ári er blásið til kvennafrídags: Konur boða verkfall í þriðja sinn Átt þú von á eldgosi í Eyjafjalla- jökli? Já 49,9% Nei 50,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að álverið í Straumsvík verði stækkað? Segðu skoðun þína á visir.is ATVINNUMÁL Franskt fyrirtæki hefur fengið leyfi til tilraunadæl- ingar á kalkþörungum úr Hrúta- firði og Miðfirði. Húnvetning- ar vonast til að verkefnið leiði til þess að allt að tuttugu manna iðn- fyrirtæki byggist upp í héraðinu. Framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segir að fyrirtækið hafi fengið rannsóknarleyfi og tekið borkjarnasýni. Úr kalkþörungasetinu er unnið kalk til nota í áburð og fóðurbæti, matvælavinnslu og lyfjagerð. - kmu Kalkþörungavinnsla möguleg: Vonast eftir iðnaði nyrðra SAMGÖNGUR „Þetta var einfaldlega yfirsjón af okkar hálfu,“ segir Magnús Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvestur- landi, um framkvæmdir án leyfis í friðlandi í Vatnsfirði. Vegarkaflinn sem nú er unnið að í Vatnsfirði á Barðaströnd er um fimmtán kílómetra langur. Þar af liggja um fjórir kílómetrar um friðlandið sem þar er. Fram- kvæmdir í friðlandinu hófust að sögn Magnúsar fyrir um hálfum mánuði án þess að formlegt leyfi frá Umhverfisstofnun væri feng- ið. Magnús segir Vegagerðinni til málsbóta að það hafi einmitt verið Umhverfisstofnun sem skar úr um það að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. „Við vorum búnir að fá fram- kvæmdaleyfi en þetta leyfi gleymdist. Um leið og við upp- götvuðum það sóttum við formlega um leyfið og fengum það um leið,“ segir Magnús. Rask vegna vegagerðarinn- ar hefur verið gagnrýnt. Magn- ús segir Vegagerðina hins vegar fylgja öllum fyrirmælum og að framkvæmdin sé undir eftirliti Náttúrustofu. - gar Vegagerðin viðurkennir yfirsjón við framkvæmdir í Vatnsfirði á Barðaströnd: Gleymdu að fá leyfi í friðlandi VEGAGERÐ Í VATNSFIRÐI Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir það einfaldlega hafa gleymst að sækja um leyfi frá Umhverfisstofnun. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.