Fréttablaðið - 09.03.2010, Side 2
2 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Hin raunverulega áhætta
liggur í því að ríkisstjórn-
in hefur skaðað trúverðugleika
Íslands.“
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON
FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS.
ALÞINGI Forsætisráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir, flutti í gær skýrslu
um stöðuna að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Í kjölfarið fylgdu
umræður og af þeim má ljóst vera
að lítil samstaða er um hvernig
túlka beri þjóðaratkvæðagreiðsl-
una. Jóhanna sagði umræðuna
hins vegar sýna að enginn hefði
talað gegn því að vinna að sameig-
inlegri lausn málsins. Hún liti því
svo á að menn hefðu skuldbundið
sig til þess.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkis-
stjórnina hafa misst allt traust
og framtíðarlíf hennar ylti á því
trausti sem þjóðin bæri til henn-
ar. „Ég öfunda ekki þá ríkisstjórn
sem þarf að horfast í augu við þá
falleinkunn sem 93 prósent þjóð-
arinnar gáfu henni.“ Bjarni sagði
flokkinn tilbúinn í kosningar hve-
nær sem forsætisráðherra mundi
boða til þeirra og betra væri að
það yrði fyrr en síðar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, sakaði stjórnarliða um að reka
málið áfram með útúrsnúningi og
spuna. Orð fjármálaráðherra Breta
hefðu rennt stoðum undir það sem
Framsóknarflokkurinn hefði lengi
sagt, að það þjónaði ekki hagsmun-
um Breta að leggja íslenskan efna-
hag í rúst. Menn þyrftu að sjá að
sér og mynda meirihluta um hags-
muni þjóðarinnar varðandi Ice-
save. „Hin raunverulega áhætta
liggur í því að ríkisstjórnin hefur
skaðað trúverðugleika Íslands.“
Þór Saari, þingmaður Hreyf-
ingarinnar, kallaði eftir kynslóða-
skiptum í ríkisstjórninni. Nýja for-
ystu vantaði í stjórnarflokkana
og ætti að leyfa varaformönnum
þeirra að taka við keflinu.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði sjálfgefið að
halda áfram þar sem frá var horf-
ið, á grundvelli samstöðu. Hann
upplýsti að hann hefði í gær rætt
við formann samninganefndarinn-
ar og fjármálaráðherra Hollands,
sem sjálfur hefði rætt við starfs-
bróður sinn í Bretlandi, og hann
byggist við viðræðum á næstu
dögum.
Ögmundur Jónasson, þingmað-
ur Vinstri grænna, fagnaði niður-
stöðu þjóðarinnar. Hann vildi
virkja þá samstöðu sem hefði ein-
kennt málið. Það hefði skilað tug-
milljóna króna betri niðurstöðu. Ef
nýtt samningsmarkmið, sem rætt
væri um, snerist um að koma ríkis-
stjórninni frá, væri hann ósáttur
við það.
„Þá vil ég að það sé eitt alveg
kristaltært að ekki verð ég með í
þeirri vegferð.“
kolbeinn@frettabladid.is
ALÞINGI Umræður voru á Alþingi um stöðuna eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjármála-
ráðherra býst við að viðræður við Breta og Hollendinga hefjist á ný á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Besta leiksýning ársins 2009“HÆNU
UNGARNIR
NÝJAR SÝNINGAR KOMNAR Í SÖLU
Mbl., GB
Fbl., EB
551 1200 / leikhusid.is
Halla, ætlið þið nokkuð að
sauma að áskrifendum ykkar?
„Nei, en við erum með mjög margt
á prjónunum.“
Halla Bára Gestsdóttir er ritstjóri
uppskriftabæklings sem áskrifendur
svokallaðs Saumaklúbbs fá reglulega. Þar
má meðal annars læra að sauma, prjóna,
hekla, föndra og elda.
HEILSA „Þetta er ekki eitthvað
sem fagfólk talar um að fyrra
bragði,“ segir Sigríður Ásta
Eyþórsdóttir um umræður um
kynlíf og krabbamein. Hún hefur
ásamt Hildi Hilmarsdóttur haldið
fyrirlestra um málefnið síðastlið-
in ár. Þær telja að nokkuð skorti
á fræðslu til handa krabbameins-
sjúkum varðandi þennan mála-
flokk.
Þær segja til dæmis fáa gera
sér fulla grein fyrir afleiðingum
krabbameinsmeðferða. Þær geti
til að mynda valdið getuleysi og
ófrjósemi. -sg / sjá Krabbamein og heilsa
Kynlíf og krabbamein:
Fagfólk þyrfti
að vera opnara
FJALLA UM KYNLÍF OG KRABBAMEIN
Hildur Hilmarsdóttir og Sigríður Ásta
Eyþórsdóttir sóttu ráðstefnu um kynlíf
og krabbamein fyrir fimm árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
TYRKLAND, AP Rúmlega
fimmtíu manns fórust
þegar harður jarðskjálfti
varð í austurhluta Tyrk-
lands snemma í gærmorg-
un. Skjálftinn mældist sex
stig og lagði mörg leir-
steinshús, hlöður og bæna-
turna í rúst.
Einna verst varð ástandið
í Okcular, 900 manna þorpi
þar sem fimmtán manns
létu lífið. „Þorpið er alger-
lega jafnað við jörðu,“ sagði
Hasan Demirdag bæjar-
stjóri. Þessi hluti Tyrk-
lands er strjálbyggður.
Í gær varð einnig 4,2
stiga jarðskjálfti í Grikk-
landi. Jarðskjálftar eru
algengir í báðum þessum
ríkjum. - gb
HRUNIÐ HÚS Kona í þorpinu Karakocan stendur fyrir framan gjöreyðilagt hús sitt.
NORDICPHTOS/AFP
Harður jarðskjálfti í austanverðu Tyrklandi snemma í gærmorgun:
Tugir létust í afskekktu héraði
STJÓRNSÝSLA Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, á ekki von á sligandi álagi
á starfsmenn sína þegar rannsóknarnefnd
Alþingis sendir saksóknara á næstunni
yfirlit yfir alla þá gjörninga í aðdraganda
bankahrunsins sem nefndin telur hafa
verið refsiverða.
„Ég reikna með að margt af því sem þeir
tæpa á séu mál sem þegar er byrjað á hér,“
segir Ólafur. Nefndin hafi hins vegar ekki
sent mál til saksóknara jafnóðum og þau
hafi uppgötvast og því sé í raun ómögu-
legt að segja hvað nefndarmenn hafi uppgötvað
við skýrslusmíðina. Nú styttist óðum í að skýrslan
komi út og er þessa stundina verið að leggja loka-
hönd á síðustu kaflana. Einn þeirra er sérstakur
kafli um þau mál sem nefndin telur ástæðu
til að saksóknari taki til rannsóknar. Annar
er kafli þar sem nefndin fer yfir það hverja
hún telur hafa gerst seka um vanrækslu í
starfi.
Prentuð útgáfa skýrslunnar verður í níu
bindum og yfir 2.000 blaðsíður. Vefútgáfa
hennar verður öllu lengri, og verður þar
meðal annars hægt að lesa í heild sinni
athugasemdir þeirra tólf sem fengu bréf
frá nefndinni. Athugasemdirnar eru um
500 blaðsíður.
Þá verður sérstakur kafli í skýrslunni um hag-
sögu Íslands frá 1990. Í skýrslunni verður mikið
um gröf og skýringarmyndir. Ekki fást enn upplýs-
ingar um það hvenær von er á skýrslunni. - sh
Rannsóknarnefnd Alþingis sendir saksóknara bráðum ábendingar um refsimál:
Öll málin berast saksóknara í einu
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
Samstaða um að
samstöðu sé þörf
Samstaða var á Alþingi um að samstöðu væri þörf um næstu skref. Ekki var
samstaða um hver þau skref væru. Stjórnarandstaðan kallaði eftir að stjórnin
tæki ábyrgð á niðurstöðunum. Ögmundur Jónasson sagðist styðja stjórnina.
EFNAHAGSMÁL Lánshæfismatsfyr-
irtækið Standard & Poor’s ákvað
í gær að halda lánshæfismati sínu
á ríkissjóði Íslands óbreyttu þrátt
fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ísland er því áfram á athugunar-
lista með neikvæðum horfum.
S&P telur að niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar þýði ekki
að alþjóðlegum skuldbindingum
Íslands sé hafnað. Hún endur-
spegli almenna óánægju með
skilmála tvíhliða lánsins sem
Bretar og Hollendingar buðu til
að fjármagna kröfur sínar. - jhh
Ísland áfram á athugunarlista:
Lánshæfismati
haldið óbreyttu
ÍRAK, AP Nouri al-Maliki, for-
sætis-ráðherra Íraks, og flokki
súnní-múslima er spáð kosninga-
sigri í Írak. Nokkrir dagar eru
reyndar þangað til úrslit kosn-
inganna á sunnudag verða birt,
en spárnar byggja á mati tals-
manna íraskra stjórnmálaflokka,
sem hafa fengið að fylgjast með
talningunni.
Reynist spá þeirra rétt má
túlka það sem andstöðu almenn-
ings við herskáa hópa sem barist
hafa gegn stjórninni og innrásar-
herjum Bandaríkjamanna og
Breta. - gb
Kosningarnar í Írak:
Nori al-Maliki
er spáð sigri
Karzai boðar friðarráðstefnu
Hamid Karzai, forseti Afganistans,
hefur boðað til friðarráðstefnu í Kabúl
í vor þar sem sett verður fram áætlun
um aðlögun talibana að samfélaginu
og viðræður við leiðtoga uppreisnar-
manna.
AFGANISTAN
Leit reyndist óþörf
Þyrla LSH var í gærmorgun undirbúin
til leitar að Kristni SH-112, 100 tonna
línubáti frá Ólafsvík. Áður en til þess
kom létu skipverjar vita af sér. Talið
er að bilun hafi orðið í sjálfvirka til-
kynningarskyldubúnaðinum um borð
í bátnum.
ÖRYGGISMÁL
KANADA, AP Mötuneyti þjóðþings-
ins í Toronto í Kanada ætlar að
bjóða upp á selkjöt á morgun til
þess að sýna stuðning við bar-
áttu kanadískra selveiðimanna
við Evrópusambandið.
Með þessu uppátæki mötu-
neytisins fá kanadískir þing-
menn jafnframt tækifæri til að
sýna stuðning sinn í verki við
málstað selveiðimanna.
Evrópusambandið bannaði í
júlí síðastliðnum innflutning á
selaafurðum frá Kanada á þeim
forsendum að veiðiaðferðir þar
séu grimmilegar og ómannúð-
legar. - gb
Deila Kanada við ESB:
Selkjöt í mötu-
neyti þinghúss
SELIR Evrópusambandið bannar inn-
flutning selkjöts. NORDICPHOTOS/AFP