Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 4
4 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Í frétt blaðsins um leikskólamál í
Reykjavík sem birtist í blaðinu í gær
var talað um systkinaafslátt þegar
systkinaforgangur átti við.
ÁRÉTTING
Handklæða-
ofnar
Hitastýrð sturtusett
með öllu
Sturtusettin
komin aftur
l -
f r
it t r t rt tt
ll
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
12°
2°
4°
4°
2°
-2°
4°
4°
21°
7°
11°
12°
24°
1°
5°
13°
-1°Á MORGUN
3-10 m/s
Hvassast sunnan til.
FIMMTUDAGUR
Fremur hæg NV-
og V-læg átt.
7
7
6
7
5
6
6
8
5
8
2
10
12
9
9
3
5
4
7
8
11
9
7
5
5
7
6 5
4 3
3
6
VOR Í LOFTI? Í
dag verður heldur
úrkomusamt sunn-
an- og vestantil en
horfur eru fínar fyrir
norðaustan og við
austanvert landið,
hægur vindur og
gæti sést til sólar.
Næstu dagar verða
mildir, með hæg-
viðri og lítilsháttar
vætu, einkum S-
og V-til.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
DÓMSMÁL „Þetta mál undirstrikar
þá óhugnanlegu staðreynd að hér
þrífst mansal. Við munum berjast
gegn því af fullum krafti.“
Þetta segir Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra um mansals-
dóminn sem gekk í Héraðsdómi
Reykjaness í gær. Ráðherra segir
dóminn mikil tíðindi, en kveðst
vilja slá þann varnagla að eftir
eigi að fjalla um hann í Hæsta-
rétti.
Fjölskipaður héraðsdómur
dæmdi fimm Litháa í fimm ára
fangelsi. Þá voru þeir dæmdir
til að greiða litháísku stúlkunni
1,8 milljónir króna í miskabæt-
ur. Íslendingur sem ákærður var
fyrir aðild að málinu var sýknað-
ur.
Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, segir að í þessu máli
hafi kona náð rétti sínum. „Það er
ekki í okkur neinn hefndarþorsti
en þetta eru svívirðilegir glæpir
og með þessum dómi er sannað að
þeir eru teknir alvarlega. Þetta er
tímamótadómur að því leyti að í
fyrsta skipti er staðfest að man-
sal eigi sér stað hér. Að því leyti
er hann sögulegur“, segir Guð-
rún.
Upphaf málsins var að undir
miðnætti 9. október í fyrra var
lögreglu tilkynnt að um borð í
flugvél frá Varsjá væri stúlka
sem hefði ærst á leiðinni og verið
færð í bönd. Á flugvellinum biðu
þrír Litháanna sem ætluðu að
taka á móti henni.
Stúlkan var undir vernd lög-
reglu, en nokkrir Litháar héldu
uppi fyrirspurnum um hana hjá
lögreglu. Mönnunum tókst að
hafa samband við stúlkuna og
færa hana í íbúð, þar sem tveir
þeirra „prófuðu“ hana eins og
segir í dómskjölum. Þegar fjöl-
miðlar fóru að fjalla um hvarf
hennar urðu þeir óttaslegnir og
einn þeirra fór með hana á hótel
þar sem hann skildi hana eftir.
Við réttarhöldin kom fram að
stúlkan hafði verið seld í vændi í
Litháen, þar sem henni var hald-
ið í áfengis- og vímuefnaneyslu
og sætti hún misþyrmingum.
Eftir það var hún göbbuð hingað
til lands með samvinnu manns,
sem hafði komið sér í kynni við
hana í Litháen og þeirra sem
voru dæmdir í gær. Dómurinn
taldi sannað að tilgangur mann-
anna hér hafi verið að hagnýta
sér hana kynferðislega.
Þrír mannanna hafa áður hlot-
ið dóma hér á landi og í heima-
landinu, þar á meðal fyrir rán.
Þetta er í fyrsta sinn sem sakfellt
er fyrir mansal hér á landi.
Annað mansalsmál er nú fyrir
dómi. Catalina Mikue Ncogo
hefur verið ákærð fyrir slíka
háttsemi, og auk þess frelsissvipt-
ingu, ólögmæta nauðung og tvær
líkams-árásir. jss@frettabladid.is
Fimm dæmdir fyrir mansal
Allir Litháarnir fimm sem voru ákærðir fyrir mansal voru dæmdir til fimm ára fangavistar í Héraðsdómi
Reykjaness í gær. Íslendingurinn sem var bendlaður við málið var sýknaður fyrir dómi.
DÓMUR FALLINN Þrír mannanna hafa áður hlotið dóma hér á landi og í heimalandinu, þar á meðal fyrir rán. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JARÐVÁ Dregið hefur úr skjálfta-
virkni í Eyjafjallajökli. Skjálft-
ar eru mun færri en þegar mest
lét og síðdegis í gær hafði ekki
mælst skjálfti yfir tveimur á
Richter frá því á sunnudag.
Almannavarnir höfðu þó í gær
eftir jarðvísindamönnum að
skjálftahrinan væri ekki um garð
gengin.
„Almannavarnir fylgjast náið
með framvindunni og óvissustigi
verður aflétt í samráði við lög-
reglustjóra umdæmisins þegar
ljóst er að þessi jarðskjálftahrina
er afstaðin,“ segir í tilkynningu.
Mest var virknin fyrir helgi,
en síðustu sólarhringa hefur
skjálftum fækkað niður í nokkra
á klukkustund. - óká
Óvissustigi haldið áfram:
Skjálftar eru
færri og minni
EYJAFJALLAJÖKULL Óvissustig Almanna-
varna nær til gruns um að eitthvað sé
að gerast sem síðar geti ógnað öryggi
fólks og byggðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvertíð er að
ljúka og loðnuskipin eru flest í
sinni síðustu veiðiferð. Greint var
frá því á vef Víkurfrétta í gær að
þrettán loðnuskip væru þá stödd
á veiðum á Faxaflóa. Á aflastöðu-
lista Fiskistofu kemur fram að nú
þegar hafi verið landað 75 þúsund
tonnum, en ef litið er til veiðigetu
flotans þá er aðeins dagaspurs-
mál hvenær vertíð lýkur.
Er það mat manna að ef veður
hefði verið hagstæðara í lok
febrúar og mars væri veiðum
lokið. - shá
Mörg skip í síðustu veiðiferð:
Stuttri loðnu-
vertíð að ljúka
Bolvíkingar Íslandsmeistarar
Íslandsmóti skákfélaga lauk um
helgina. Taflfélag Bolungarvíkur varð
Íslandsmeistari annað árið í röð. Tafl-
félag Vestmannaeyja varð í öðru sæti
og Taflfélag Reykjavíkur í því þriðja.
SKÁK
TENGJAST ALLIR OFBELDISVERKUM
Greiningardeild ríkislögreglustjóra
var falið að vinna hættumat vegna
öryggis þriggja kvenna sem allar
tengjast mansalsmálinu, að því er
kemur fram í dómsgögnum.
Greiningardeildin taldi yfir vafa
hafið að öryggi kvennanna þriggja
væri ógnað hér á landi. Forsendur
þessa mats séu að litháískir hópar
haldi uppi skipulagðri glæpastarf-
semi hér. Glæpamenn frá Litháen
hafi ítrekað gerst sekir um gróf
ofbeldisverk hér, bæði gagnvart
löndum sínum, öðrum hópum
afbrotamanna, öðrum erlendum
hópum og samfélaginu almennt,
þar með talið lögreglu. Austur-evr-
ópskir glæpahópar hafi flutt menn
hingað til að stunda glæpi og ekki
sé óhugsandi að þeir geri það til að
ná fram hefndum.
Litháarnir í þessu máli tengjast
allir grófum ofbeldisverkum og
líkamsmeiðingum. Oft og tíðum er
ofbeldisverkum þeirra ekki fylgt eftir
eða kæra dregin til baka sem gefi
vísbendingu um að þolendur séu
beittir þrýstingi.
BANDARÍKIN, AP Vísindamenn í
Bandaríkjunum hafa afsannað þá
kenningu, sem margir höfðu hall-
ast að, að nikótínmagn í heila nái
hámarki um það bil sjö sekúndum
eftir að reykingarfólk dregur í sig
reyk úr sígarettu.
Þess í stað þykir nú ljóst að
nikótínið safnist smám saman upp í
heilanum meðan reykt er og magn-
ið aukist við hvern reykjardrátt.
Hámarki nær magnið eftir þrjár til
fimm mínútur, hægar í heila fólks
sem háð er reykingum en hraðar í
heila fólks sem reykir sjaldan.
Nánast engar rannóknir hafa
verið gerðar á þessu fyrr en núna
þegar Jed E. Rose og samstarfsfólk
hans við Duke-háskólann kynna
sínar rannsóknir.
„Núna vitum við að þessir toppar
eru ekki fyrir hendi,“ segir Rose.
Enn er þó ósvarað þeirri spurningu
hvers vegna sumir ánetjast nikótíni
en aðrir ekki.
Bandarískir tóbaksframleiðend-
ur greiddu Rose fyrir þessar rann-
sóknir, en hann fullyrðir að fyrir-
tækin hafi ekki komið nálægt
framkvæmd rannsóknanna. - gb
Ný rannsókn á því hvernig nikótín hleðst upp í heila reykingafólks:
Safnast hægt upp í heilanum
REYKINGAR Nikótín hleðst hægar upp í
heila stórreykingafólks. NORDICPHOTS/GETTY
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 08.03.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
229,3348
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,21 127,81
192,6 193,54
173,51 174,49
23,314 23,45
21,593 21,721
17,91 18,014
1,4076 1,4158
194,75 195,91
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR