Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 12
12 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Fyrirtæki leita bæði til skipafélaga og flugfélaga
til að senda vörur til og frá landinu.
Til að senda peninga, þá tala þau við okkur.
Kjartan Geirsson, erlend viðskipti.
Það er minna mál að skipta um
banka en þú heldur.
Kynntu þér málið á mp.is eða
hafðu samband í síma 540 3200.
Borgartúni 26 · Ármúla 13a
Varfærni, einfalt þjónustuframboð og
örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir
fólk og fyrirtæki.
Þannig á banki að vera.
Gjaldeyrisreikningar
Erlend viðskipti
Innheimtuþjónusta
Fyrirtækjaráðgjöf
Netbanki & þjónustuver
Kreditkort
Ávöxtun innlána
Veltureikningur
Fjármögnun
Ábyrgðir
VENUS ÚR SNJÓ Nágrannar listakonu
í New Jersey kvörtuðu þegar fögur
snjókerling birtist í garði hennar í líki
Venusar frá Míló. Skömmu síðar var
snjóstyttan komin í þessi föt.
NORDICPHOTOS/AFP
NÁTTÚRA Hvalveiðar hafa losað
gríðarlegt magn gróðurhúsaloft-
tegunda út í andrúmsloftið í gegn-
um tíðina, þar sem mikið magn
kolefnis er geymt í líkama svo
stórra dýra. Þetta kom fram á ráð-
stefnu haffræðinga í Bandaríkjun-
um nýverið.
Vísindamenn segja að í framtíð-
inni sé mögulegt að fyrirtæki sem
vilji leggja áherslu á mótvægisað-
gerðir gegn kolefnislosun kaupi
veiðikvóta fyrir hvali eða önnur
stór sjávardýr í þeim tilgangi að
veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim
að deyja náttúrulegum dauðdaga.
Ríflega 100 milljónir tonna af
gróðurhúsalofttegundum hafa
farið út í andrúmsloftið vegna
hvalveiða síðustu 100 árin, segir
Dr. Andrew Pershing í samtali
við BBC. Hann hefur ásamt sam-
starfsmönnum sínum við Maine-
háskóla í Bandaríkjunum rannsak-
að kolefnissöfnun í líkama stórra
sjávardýra.
Hvalveiðarnar hafa því haft
svipuð umhverfisáhrif og bruni
skógar á stærð við allt Ísland, eða
akstur á 128.000 Hummer-jeppum
í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu
á að þetta magn gróðurhúsaloft-
tegunda væri mjög lítið saman-
borið við þá milljarða tonna sem
mannkynið losi árlega.
Séu hvalir og önnur stór sjávar-
dýr veidd enda líkamsleifar þeirra
á landi, og kolefnið sem bundið er
í líkama þeirra kemst hratt út í
andrúmsloftið. Það átti jafnvel
enn frekar við fyrr á öldum þegar
lýsi af hvölum var notað sem elds-
neyti, segir Pershing.
Fái þeir hins vegar náttúruleg-
an dauðdaga sökkvi þeir til botns.
Sé dýpið nægilegt þar sem þeir
sökkva geti liðið hundruð ára þar
til kolefnið kemst út í andrúms-
loftið.
Þannig ætti að vera mögulegt
að draga úr gróðurhúsaáhrifum
framtíðarinnar með því einu að
veiða ekki hvali, stóra hákarla,
túnfisk og önnur stór sjávardýr,
segir Pershing. Þannig mætti
hugsa sér að fyrirtæki kolefnis-
jöfnuðu rekstur sinn með því að
kaupa veiðikvóta en veiða ekki
dýrin.
„Hugmyndin er sú að mæla á
vísindalegan hátt hversu mikið
magn af kolefni er hægt að geyma
í fiski- og hvalastofnum, og leyfa
svo löndum að selja kvótann til
kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing
í viðtali við BBC.
„Þetta gæti bæði haft þau áhrif
að draga úr kolefnislosun og að
draga úr veiði á þessum tegund-
um.“ brjann@frettabladid.is
Vill nota veiðikvóta
til kolefnisjöfnunar
Hvalveiðar hafa á síðustu einni öld losað svipað magn gróðurhúsalofttegunda
og skógarbruni á svæði á stærð við Ísland. Hægt væri að draga úr veiðum og
kolefnislosun með því að leyfa löndum að selja kvóta til kolefnisjöfnunar.
DREGINN Á LAND Mikið magn kolefnis er bundið í líkama stórhvela. Deyi dýrin og
sökkvi í sæ eru líklegt að kolefnið verði bundið í hafinu árhundruðum saman. Séu
hvalirnir dregnir á land losnar kolefnið hins vegar fljótt út í andrúmsloftið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMGÖNGUR Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda (FÍB) gefur félags-
mönnum „festubana“ á meðan
birgðir endast. Öðrum býðst að
kaupa gripinn á þúsund krónur.
„Gamall og góður félagsmað-
ur í FÍB sem kominn er á eftir-
laun hefur fært félaginu að gjöf
mjög gott kanadískt hjálpartæki
fyrir bíleigendur til að bjarga sér
úr festum í snjó og hálku,“ segir á
vef FÍB, en félagsmaðurinn gjaf-
mildi flutti hjálpartækið áður inn.
„Og þegar hann flutti á dögunum
í nýtt húsnæði, gaf hann FÍB þær
umframbirgðir af þessu ágæta
hjálpartæki sem hann átti enn í
bílskúrnum sínum.“ - óká
Fengu gamlan lager að gjöf:
FÍB gefur félög-
um festubana
FESTUBANINN Í snjó og ófærð getur
festubaninn komið í góðar þarfir vanti
bílinn grip. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ
EFNAHAGSMÁL „Við munum ekkert
líða það að ákveðinn geiri hérna
moki til sín hagnaði, það mun
enginn sæta
því,“ sagði
Gylfi Arn-
björnsson, for-
seti ASÍ, þegar
hagspá sam-
bandsins var
kynnt á dögun-
um. Í spánni er
gert ráð fyrir
lítilli styrk-
ingu á krón-
unni til ársloka. „Auðvitað mun
þessi afkoma í útflutningsgrein-
unum fara inn í hagkerfið. Það
hefur alltaf gerst á Íslandi þessa
áratugi sem við höfum verið
með sjálfstæðan gjaldmiðil að
yfirhagnaður í sjávarútvegi og
öðrum atvinnugreinum fer inn í
aðrar greinar,“ sagði Gylfi.
Stjórnvöld og Seðlabankinn
þyrftu að skilja að ef ekki næð-
ist fram fimmtungs eða fjórð-
ungs styrking á krónunni yrðu
horfur á vinnumarkaði ekki
bjartar. „Þá verða auðvitað átök
um það.“ - gar
ASÍ um hagnað af útflutningi:
Átök ef krónan
styrkist ekki
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið dæmdur í átta
mánaða fangelsi, þar af þrjá
mánuði á skilorði, fyrir sérstak-
lega hættulega líkamsárás. Þá
var maðurinn dæmdur til að
greiða fórnarlambinu rétt tæpar
767 þúsund krónur í miskabæt-
ur.
Sá dæmdi var ákærður fyrir
að ráðast á mann og kasta í hann
glasi á veitingastað í Grindavík í
apríl á síðasta ári. - jss
Átta mánuðir fyrir árás:
Sló mann með
glerglasi í andlit
FJÖLMIÐLAR Út er komið fyrsta
tölublað fréttarits sem ber heitið
Róstur. Blaðið er hvorki sagt taka
við styrkjum frá stjórnmálahreyf-
ingum né selja auglýsingapláss,
en með þeim hætti haldist það
óháð. Fólki er hins vegar boðið að
styrkja útgáfuna.
Í leiðara er því haldið fram að
eignarhald fjölmiðla hafi mikil
áhrif á hvernig fréttaflutningi sé
háttað, sem og auglýsingar, því
varla vilji blaðamenn bíta í hönd-
ina sem fæðir þá með því að fjalla
um auglýsendur á gagnrýninn
hátt. Ágóði blaðsins rennur til góð-
gerðarmála og starfsmenn vinna
án launa. - óká
Nýtt fréttarit lítur dagsins ljós:
Gefa út Róstur
LÖGGÆSLA Lögreglan mælist nú
með mest traust meðal þjóðar-
innar, samkvæmt nýrri mælingu
Þjóðarpúls Gallups sem tekur til
fjórtán stofnana og embætta. Rúm-
lega 81 prósent segist nú bera mikið
traust til lögreglunnar. Háskóli
Íslands sem lengst af hefur verið
sú stofnun sem notið hefur mests
trausts kemur þar á eftir en 76 pró-
sent bera mikið traust til hans.
Ríflega 57 prósent bera mikið
traust til embættis sérstaks sak-
sóknara. Rúmlega 31 prósent ber
mikið traust til dómskerfisins sem
er lítil breyting frá því í fyrra.
Traust til ríkissaksóknara mælist
litlu minna en 29 prósent lands-
manna bera mikið traust til hans.
Traust til borgarstjórnar Reykja-
víkur eykst um fjögur prósentu-
stig frá því í fyrra en
22 prósent bera mikið
traust til hennar.
Traust til Seðlabank-
ans eykst milli mælinga
en 15 prósent lands-
manna bera mikið
traust til hans. Einung-
is 13 prósent þjóðarinnar
bera mikið traust til Alþingis. Þá
bera 11 prósent mikið traust til
Fjármálaeftirlitsins en sambæri-
legt hlutfall í fyrra var rúmlega
tvöfalt lægra. Eins og í fyrra
nýtur bankakerfið minnsts
trausts að þessu sinni
en einungis fimm pró-
sent Íslendinga segj-
ast bera mikið traust
til þess. -jss
LÖGREGLAN Rúmlega 80
prósent landsmanna bera
mest traust til lögreglu.
Þjóðarpúls Gallup kannar traust til fjórtán stofnana og embætta :
Lögreglan nýtur mests trausts
SJÁVARÚTVEGUR Stjórn markaðs-
stofnunar sjávarútvegsins í Alaska
tilkynnti fyrir helgina að hún
hefði falið óháðum, faggiltum
aðila, Global Trust Certification
Ltd., að votta fiskveiðistjórnunar-
kerfi ríkisins, og fylgir þar for-
dæmi Íslendinga.
Global Trust hefur verið falið
að annast uppsetningu vottunar-
kerfis fyrir ábyrgar veiðar Íslend-
inga, eftir kröfulýsingu Fiskifélags
Íslands sem byggir á leiðbeining-
um Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. - shá
Vottun um ábyrgar veiðar:
Alaska horfir til
íslensks merkis