Fréttablaðið - 09.03.2010, Síða 14

Fréttablaðið - 09.03.2010, Síða 14
14 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Blessuð samstaðan Á heimasíðu sinni varar Ögmundur Jónasson við ómálefnalegum deilum í Icesave, þær stefni öllu í voða. Fyrir því séu tvær ástæður: „Í fyrsta lagi, þá er niðurstaða sem byggir á ósamlyndi lakari en niðurstaða sem byggir á samstöðu. Í öðru lagi, þá hefur þjóðin þörf fyrir að koma sameinuð út úr þessu máli en ekki sundruð. Þannig líður öllum betur og við erum fyrir bragðið betur í stakk búin að stíga skref inn í framtíðina.“ Gott og vel. En hversu lengi er hægt að bíða eftir þessari samstöðu? Framtíðin lætur nefnilega ekki bíða eftir sér. Eitt atkvæði á mann Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardag var merkileg fyrir ýmsar sakir, þetta var jú fyrsta kosning sinnar tegundar á lýðveldistímanum. En í því fólust líka önnur tíðindi, því um leið var þetta fyrsta kosningin síðan 1944 þar sem atkvæðavægi var jafnt. Í alþingis- kosningum gerir kjördæmaskiptingin það að verkum að sum atkvæði vega meira en önnur og í sveit- arstjórnarkosningum getur fjöldi atkvæða á bak við hvern full- trúa verið á reiki milli sveitar- félaga. Því er ekki að heilsa í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hvert atkvæði gildir jafn mikið. Skrítið Jóhannes Jónsson, kaupmaður kenndur við Bónus, sendi Lilju Mósesdóttur alþingiskonu skrítið bréf á dögunum þar sem hann óskaði eftir fundi með henni. Taldi Jóhannes Lilju ekki stætt á öðru en að hitta hann í ljósi þess að hún væri jafnréttissinni og hjá honum ynnu margar konur. Jóhannes hefði kannski átt að láta kné fylgja kviði og fara fram á fund í krafti þess að Lilja drykki kaffi eða henni þættu appelsínur góðar og slíkt væri hægt að kaupa í Bónus. bergsteinn@frettabladid.is Það er skiljanlegt að á kreppu-tímum sé uppi rík krafa um sparnað og hagræðingu í rekstri ríkisins. Þó má vitaskuld ekki spara brýnustu nauðsynjar eins og t.d. að halda 300 milljóna króna atkvæðagreiðslu þar sem búið er að draga annan valmögu- leikann tilbaka. Sparnaðurinn snýst frekar um að draga úr óþarfa og þar hafa listamanna- laun verið nefnd sérstaklega. Ríkið veitir sem sagt um 350 milljónir á ári í samkeppnis- styrki sem listamenn af ýmsu tagi sækja um; rithöfundar, tónlistarmenn og myndlistar- menn. Ekki er öfundsvert að sitja í úthlutunarnefndum um þessa styrki þar sem sótt er um margfalt meira fé en hægt er að úthluta. Á hverju ári furðar maður sig líka á því að góðir rithöfundar og listamenn fá ekki styrki þótt þeir séu svo sannarlega vel að þeim komn- ir. Fyrir þessi laun, sem eru svo sannarlega ekki þungur baggi á skattgreiðendum, hafa verið framleiddar ótal afurðir sem eflt hafa þjóðarstoltið gegnum tíðina. Þau valda því að menn- ingarleg staða Íslands er sterk miðað við höfðatölu, en það væri hún svo sannarlega ekki ef lista- menn þyrftu að lifa „á markaði“ eins og það er stundum orðað. Á Íslandi lifa nefnilega einungis 300 þúsund hræður og markað- urinn því ansi lítill til að standa í menningarlegri samkeppni við margfalt fjölmennari þjóðir – sem hafa einnig kosið að efla eigin menningu með ríkisstyrkj- um til lista. Listamannalaun eru því dæmi um afar skynsamlega ráðstöf- un almannafjár. Peningarn- ir renna beint til þeirra sem framleiða menningarverðmæt- in og gera það raunar fyrir laun sem eru vel undir meðaltekj- um. Allir sem einhvern tíma fara í bókabúð eða listasafn geta borið vitni um gróskuna sem þetta veldur. Fyrir þessa lágu peningaupphæð eykst orð- stír Íslands á alþjóðavettvangi margfalt. Öðru máli gegndi hins vegar um hina gríðarlegu fjár- festingu landsmanna í því að hasla sér völl sem viðskiptastór- veldi. Þeir sem þar véluðu um voru ekki á neinum listamanna- launum; á því sviði var hvergi til sparað enda var haft á orði að slíkt afreksfólk myndi hrekjast úr landi ef það fengi ekki marg- föld laun á við alla aðra. Það þótti til marks um gríðarlega öfund að gera athugasemdir við þau kjör en hvernig á þá að lýsa þeim sem sjá ofsjónum yfir því að afreksfólk á sviði lista fái að gerast láglaunaðir ríkisstarfs- menn hluta ársins? Sannleikur- inn í málinu er hins vegar sá að listiðnin er einstaklega arðbær; sérhver peningur sem í hana fer skilar ríkulegri uppskeru. Þegar litið er á fjárlög ársins 2010 eru raunar margir liðir á þeim sem ættu mun frekar að kalla á alvarlega umræðu heldur en listamannalaun. Þar nægir að nefna 400 milljóna króna styrk sem ríkið greiðir hagsmuna- samtökum sem kallast Samtök iðnaðarins. Þessi styrkur er inn- heimtur af fyrirtækjum í iðnaði óháð því hvort þau hafa kosið að gerast aðili að þessum sam- tökum eða ekki. Raunar ekki af öllum iðnfyrirtækjum því að álverin eru undanþegin þessum skatti, eins og svo ótalmörgum öðrum opinberum gjöldum. Og hvernig verja svo þessi samtök ríkisstyrknum? Það kom í ljós á dögunum þegar formaður þeirra kallaði eftir breytingum á ríkis- stjórn. Í þeim fólst annars vegar að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að setjast í ríkisstjórn og hins vegar að sú ríkisstjórn (sem hann kallaði „þjóðstjórn“) ætti að taka upp stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Höfum í huga að Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur nú þegar umtalsverðra ríkisstyrkja – svo ekki sé minnst á alla styrkina sem hann hefur þegið frá fyrir- tækjum útrásarvíkinga. Þarf virkilega að styrkja þennan eina stjórnmálaflokk enn frekar í gegnum hagsmunasamtök sem hafa tekið að sér að reka áróður fyrir stjórnmálastefnu hans? Af hverju gildir þá ekki sama regl- an fyrir önnur hagsmunasam- tök? Jafnvel samtök sem hafa verðugri málstað en styðja við bakið á stjórnmálaflokki sem er þegar búinn að koma Íslandi í þrot einu sinni. Til eru mörg samtök sem stunda lobbýisma og hagsmuna- gæslu. Langflest slík samtök njóta lítilla sem engra ríkis- styrkja. Í þessu samhengi er rétt að nefna sérstaklega sam- tök rithöfunda og listamanna – sem hafa af þeim sökum lítið bolmagn til að útrýma ranghug- myndum um listamannalaun. Væri ekki heillavænlegra verk- efni fyrir þjóðarbúið að styrkja þau heldur en enn eitt áróðurs- prójekt Sjálfstæðisflokksins? Þarfur og óþarfur iðnaður SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Listamannalaun Að „þétta raðirnar“ UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um stjórnmál Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnar- flokkanna einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barna- legar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirn- ar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokk- anna og milli allra flokka. Ýtrustu kröf- ur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orku- iðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnu- brögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefj- ast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnar- flokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinn- ar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkanna“. Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 U mmæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um að næsta þjóðaratkvæða- greiðsla geti farið fram um fiskveiðistjórnunarkerfið, eru allrar athygli verð. Forsætisráðherrann bendir réttilega á að deilan um stjórnun fiskveiða hafi klofið þjóðina áratugum saman. Talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna hafa oft nefnt fiskveiðistjórnunina sem mál sem hægt væri að gera út um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið er hins vegar flókið. Ríkisstjórnin hefur fyrningarleið- ina svokölluðu á stefnuskrá sinni; að taka aflaheimildirnar af útgerðinni á tuttugu ára tímabili og endurúthluta þeim. Talsmenn sjávarútvegsins segja að slík aðgerð myndi stofna afkomu grein- arinnar í voða - og hafa mikið til síns máls. Í þessu máli vegast á réttlætissjónarmið og hagkvæmnis- sjónarmið. Réttlætissjónarmiðið er að útvegsmenn geti ekki farið með auðlindina, sem lögum samkvæmt er almenningseign, eins og sína einkaeign. Hagkvæmnissjónarmiðið vegur hins vegar líka þungt. Kvótakerfið er skilvirkt og hagkvæmt, hefur reynzt betur en flest önnur kerfi við skynsamlega stjórnun auðlindarinnar og hefur skilað gríðarlegri hagræðingu í sjávarútveginum. Hvaða kosti ætti að leggja fyrir þjóðina þegar kosið yrði um fiskveiðistjórnunina? Yrði það óbreytt ástand eða hreinræktuð fyrningarleið, sem segja má að séu ýtrustu kostirnir? Forsætis- ráðherra segir að vel færi á því að niðurstaða sáttanefndarinnar svokölluðu yrði lögð fyrir þjóðina. Þá væri þjóðin að kjósa á milli óbreytts ástands og einhvers konar málamiðlunar. Enn veit eng- inn hver sú málamiðlun gæti orðið. Kannski yrði hún að halda óbreyttu kvótakerfi, en leggja hærra veiðileyfagjald á útgerðina. Einu sinni leit út fyrir að sátt gæti náðst um slíka leið og ástæða væri til að láta reyna á hvort þjóðin væri henni sammála. Vandi sáttanefndarinnar virðist hins vegar sá, að ríkisstjórn- in er ekki í miklum sáttahug þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Fulltrúar bæði útgerðar og fiskvinnslu hyggjast hætta störfum í nefndinni, verði skötuselsfrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að lögum á Alþingi. Sjálfsagt gefst nægur tími til að ræða sjávarútvegsmálin áður en til atkvæðagreiðslu kemur, því að fyrst þarf að setja almennar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ummæli Jóhönnu um þær reglur benda til að afstaða Samfylkingarinnar hafi breytzt: „Fólk- ið á að hafa þennan rétt [að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu] en ekki bara forsetinn. Það má hugleiða að ef fólkið fær þennan rétt í lögum, að forsetinn hefði hann þá ekki.“ Síðasta stjórnarskrárnefnd náði ekki saman um nýjar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur einmitt vegna ágreinings um þetta atriði. Sjálfstæðismenn, sem kunnu forsetanum litlar þakkir fyrir að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar sumarið 2004, vildu þá taka málskotsréttinn af forsetanum og færa hann þjóðinni. Sam- fylkingin var hins vegar alveg á móti því og vildi að forsetinn hefði réttinn áfram. Kannski verður ákvörðun forsetans um að synja Icesave-lög- unum staðfestingar til þess að þverpólitísk samstaða næst um að setja skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Kannski verður ákvörðun forsetans til að skapa samstöðu um stjórnarskrárbreytingar. Kosið um kvóta? ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.