Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 28
 9. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● krabbamein og heilsa Kemur út þriðjudaginn 16. mars Matur Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • sími 512 5462 Sérblað Fréttablaðsins (í samstarfi við Krabbameinsfélagið) Hildur Hilmarsdóttir og Sig- ríður Ásta Eyþórsdóttir hafa báðar glímt við krabbamein. Þær hafa í gegnum tíðina aflað sér upplýsinga um krabba- mein og kynheilbrigði og flutt fyrirlestra um málefnið. „Við vorum báðar í stjórn Krafts árið 2005 og fórum á ráðstefnu í Noregi sem fjallaði um krabba- mein og kynheilbrigði,“ segir Sig- ríður Ásta. Hún og Hildur unnu fyrirlestur út frá því sem fram kom þar og hafa flutt hann við ýmis tækifæri til að fræða krabba- meinssjúklinga um ýmislegt sem tengist sjúkdómnum og tengslum við kynlíf og kynheilbrigði. FAGFÓLK MÆTTI VERA OPNARA Hildur og Sigríður telja að fólki þyki almennt óþægilegt að tala um þessa hluti og lítið sé um að fagfólk bryddi upp á umræðunni. „Hins vegar hef ég reynslu af því að ef maður spyr fær maður góð svör en hins vegar er þetta ekki eitthvað sem fagfólk talar um að fyrra bragði,“ segir Sigríður og segir frá merkilegri rannsókn sem greint var frá á ráðstefnunni. „Samkvæmt henni vilja átta- tíu prósent sjúklinga láta ræða þessi málefni við sig en fimm- tíu prósent hafa ekki kjark til að taka upp umræðuefnið ef fagaðili hefur ekki frumkvæðið,“ segir hún. Þá kemur fram að 22 pró- sent starfsfólks sjúkrahúsa hafa aldrei rætt um kynlíf við skjól- stæðing. „Fagfólk er jú eins og annað fólk mjög ólíkt og sumir hafa sig ekki í að ræða sum málefni. Ein leið fyrir slíkt fólk væri að spyrja bara einnar spurningar, hvort við- komandi vilji ræða þessa hluti eða ekki. Þá er búið að brjóta ísinn,“ segir Hildur. Þær segja merki- legt að ekki hafi verið haldin ráð- stefna um þetta málefni frá því að þær fóru fyrir fimm árum. Í sumar verði hins vegar dagsráð- stefna í Rotterdam þar sem fjall- að verði um hvernig fagfólk geti talað við sjúklinginn. BÆTA ÞARF UPPLÝSINGAFLÆÐI Vandamálin sem krabbameinssjúk- lingar eiga við að etja varðandi kynlíf og kynheilbrigði eru marg- vísleg, bæði líkamleg og sálfræði- leg. Sem dæmi um líkamlegar af- leiðingar krabbameinsmeðferðar má nefna taugaskaða, hormóna- truflanir, ör vegna aðgerða, ófrjó- semi og verki. Sálfræðilegar af- leiðingar geta verið minnkuð kyn- hvöt, skert líkamsmynd og kvíði gagnvart kynlífi. Um allt þetta fjalla þær vinkonur í fyrirlestri sínum og telja að mikilvægast sé að auka upplýsingaflæði til þeirra sem kljást við sjúkdóminn um mögulegar afleiðingar meðferða. „Það eru alls ekki allir sem vita að margar konur verða ófrjóar eftir krabbameinsmeðferð og karlmenn geta misst getuna,“ segir Hildur. Þær telja einnig mikilvægt að fólk viti hvaða fyrirbyggjandi aðgerð- ir sé hægt að gera eins og að láta geyma fósturvísa og sæði. „Það þarf að fræða fólk um svo margt og oft meira en því dett- ur sjálfu í hug að spyrja um enda er hugsun flestra á þessum tíma- punkti sú að lifa af. Því er mikil- vægt að maki eða einhver annar sé með manni þegar maður hitt- ir fagfólkið því þeir hafa oft aðrar spurningar en maður sjálfur,“ segir Sigríður. VERRA AÐ VERA MAKI Hildur og Sigríður Ásta segja ráð- stefnuna í Noregi hafa endurspegl- að nokkuð vel afstöðu heilbrigðis- kerfisins til maka krabbameins- sjúklinga. Þeir voru bara ekki til umræðu. „Ég held að það sé miklu erfiðara að vera maki en krabba- meinssjúklingur,“ segir Hildur. Hún útskýrir að sjúklingurinn fari í visst ferli og fái sífellda athygli en makinn vilji gleymast. Hún grein- ir frá því að rannsóknir sýni að um helmingur sambanda haldist eftir að annar aðilinn í sambandi grein- ist. „Annaðhvort styrkist samband- ið eða fólk vex hvort í sína áttina. Því þegar einstaklingur greinist með krabbamein er það ekki einka- mál hans heldur verður fjölskyld- an öll sýkt af þessu og þá þarf að huga að henni og sérstaklega mak- anum,“ segir Hildur. Hún telur því mikilvægt að ræða opinskátt um veikindin í sambandinu og eins sé mikilvægt að geta rætt um kynlíf. „Kynlíf er jú ekki bara samfarir, það er ást, umhyggja og svo margt annað,“ segir Hildur og Sigríður bætir við: „Það var til dæmis flott rannsókn sem gerð var á mökum kvenna. Þar kom í ljós að eigin- menn krabbameinssjúkra kvenna sem misst höfðu brjóst upplifðu konur sínar ekki sem minni kyn- verur en áður, en þeir voru aftur á móti hræddir við hvað þeir mættu gera og hvenær mætti snerta.“ Þær segja að almennt líði fólki miklu betur eftir að hafa fengið að tjá sig um þessi mál. Á fyrirlestr- um þeirra skapist oft skemmtilegar umræður og fólk deili reynslusög- um. Þær segjast boðnar og búnar að deila þekkingu sinni með fólki en einnig stefna þær á að koma upplýsingum fyrirlestursins inn á heimasíðu Krafts, www.kraftur. org - sg Vilja opna umræðuna um kynlíf og krabbamein Hildur og Sigríður Ásta hafa báðar greinst tvisvar með krabbamein. Þær sóttu fyrir fimm árum ráðstefnu um krabbamein og kynheilbrigði og vilja miðla af reynslu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSTÆÐUR FYRIR KYNLÍFSVANDA Líkamlegar: Taugaskaði Hormónatruflanir Ör vegna aðgerða Sýkingar Blóðflæði Ófrjósemi Verkir Sálfræðilegar: Vanþekking á kynlífi Minnkuð kynhvöt Skert líkamsmynd Kvíði gagnvart kynlífi Vandamál í sambandinu Óuppfylltar vonir og væntingar Ekki fær um að uppfylla þarfir og óskir maka HELSTU VANDAMÁL KARLA OG KVENNA Karlar: Stinningarvandamál Of brátt sáðlát Of seint sáðlát Skortur á kynhvöt Konur: Skortur á kynhvöt Skortur á fullnægingu Þurr slímhúð Krampar í leggöngum „Þetta er allt spurning um við- horf. Ef einhverjum þröskuld- um er fyrir að fara þá eru þeir í langflestum tilfellum í höfðinu á manni,“ segir Steinar Aðalbjörns- son, sem greindist með krabba- mein í eista fyrir tíu árum. Stein- ar segist alla tíð hafa verið í íþrótt- um en þessa dagana eiga langhlaup hug hans allan. „Erfiðleikarnir sem ég glímdi við í kjölfar veikindanna voru fyrst og fremst andlegir, en ég er mjög ánægður í dag þrátt fyrir að það sjáist að ég er bara með eitt eista. Þegar ég var að sigla út úr þessum erfiðleikum ákvað ég að þegar ég yrði fertugur yrði ég í besta formi lífs míns,“ segir Steinar, sem verð- ur fertugur í ágúst næstkomandi. „Ég fór að hlaupa á fullu og tók þátt í Laugavegsmaraþoninu, frá Landmannalaugum yfir í Þórs- mörk, síðasta sumar. Það er mesta upplifun sem ég hef orðið fyrir og setti í raun lífið dálítið í samhengi. Það á við um allar íþróttir að ef þú leggur inn færðu það margfalt til baka.“ Steinar hleypur þrisvar til fjór- um sinnum í viku, en býst að að fjölga ferðunum eitthvað þegar undirbúningurinn fyrir næsta Laugavegsmaraþon byrjar. „Það er allt hægt ef hausinn er skrúf- aður rétt á. Ég mæli eindregið með að fólk leiti til stuðningssamtaka þegar það hefur lent í áfalli,“ segir Steinar, sem sjálfur er meðlimur í stuðningsfélaginu Krafti. Steinar hefur safnað mottu eins og svo margir aðrir í tilefni Mottumars-átaks Krabbameinsfé- lagsins. „Ég er reyndar að fara í fermingarmyndatöku með dóttur minni í dag og býst fastlega við að hún skipi mér að raka mottuna af. En þá safna ég bara aftur á morg- un. Það er algjör skylda að taka þátt í þessu,“ segir Steinar Aðal- björnsson. - kg Fertugur í besta forminu Steinar hleypur þrisvar til fjórum sinn- um í viku, en býst að að fjölga ferðunum eitthvað þegar undirbúningurinn fyrir næsta Laugavegsmaraþon byrjar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● REYKLEYSISNÁMSKEIÐ KRABBAMEINSFÉLAGSINS Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil staðið fyrir námskeiðum í því að hætta að reykja. Einnig hefur félagið sinnt einstaklingsmeðferð og haldið fræðsluerindi í húsi Krabbameinsfélagsins og hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Í bæklingnum Hættu fyrir lífið eru góðar upp- lýsingar fyrir þá sem eru að hugsa um að hætta að reykja. Bæklinginn má nálgast á www.krabb.is. Þar eru meðal annars talin upp tíu bestu ráðin: ● Hafðu samband við fagaðila í reykleysismeðferð svo sem Ráðgjöf í reykbindindi, lækninn þinn eða heilsugæslustöðina þína. ● Skipuleggðu þig fram í tímann til að takast á við erfiðar aðstæður. ● Veldu rólegan dag til að hætta og haltu þig við hann. ● Taktu einn dag í einu og fagnaðu hverjum degi. ● Vertu í sambandi við einhvern sem vill líka hætta. ● Notaðu nikótínlyf eða nikótínlaus lyf til að takast á við tóbakslöngun. ● Til að byrja með skaltu forðast aðstæður þar sem þú gætir freistast til að reykja. ● Fylgstu með hvað þú sparar mikla peninga – og njóttu þeirra. ● Það er ekkert sem heitir að fá sér aðeins eina sígarettu. ● Hugsaðu jákvætt – þú getur hætt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.