Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 46

Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 46
30 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Önnu Margrétar Björnsson ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Guð, þetta er ég aftur! Hvað er orðið um Pondus? Er hann hættur? Já, hann keypti sér bar! Hann lyfti ekki litla fingri! Frekar köld og leiðinleg týpa, eiginlega! Maður mátti ekki neitt! Gott að heyra! Flott, ef þú spyrð mig! Hann pass- aði aldrei í starf strætóbílstjóra! Það var aldrei mikla hjálp að fá frá honum! Nei var það ekki? Hann verður að eiga það við sig! Héðan í frá er þetta allt breytt! KREM JA! KREISTA! KLÍPA!KREM JA! HRISTA! HRISTA! HRISTA! HRISTA! HRISTA! HRISTA! Þetta gengur svo hægt með ídýfu. Haha ha! Haha ha! Tókstu eftir þessu? Lóa hló þegar þú snýttir þér! Gerðu það aftur! Hahaha! Hahaha! Hahaha! Hahaha! Hahaha! Hahaha! Er þetta ekki fyndið? Það fer eftir því hvorum megin við snýtupappír- inn þú ert. Sjaldan hefur saga haft jafn víðtæk áhrif og Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll. Flest börn kannast við brjálaða hattarann og hvítu kanínuna og Bítlarnir og Jefferson Airplane skrifuðu lög innblásin af bókinni. Salvador Dali gerði seríu af teikningum um Lísu og meira að segja Star Trek þáttur lék söguna eftir. Óperur, kvikmyndir, leikrit, teiknimyndir, sjónvarpsþættir og jafnvel klámmyndir eru byggðar á bókinni um litlu stúlkuna sem féll ofan í kanínuholu. Líkt og flest börn hafði ég unun af þessari skrýtnu sögu og hún klóraði sig djúpt inn í undir- meðvitundina. ÞEGAR maður fer með börn á kvikmynd um Lísu og furðuveröld hennar gleymir maður heldur ekki að bók Carrolls var uppfull af vísunum í ýmis konar eitur- lyfjaneyslu. Svo var Carroll eins konar Michael Jackson síns tíma, með börn og barnæsku á heilanum, eyddi öllum stundum með litlum stúlkum og myndaði þær naktar sem hefði sjálfsagt komið honum í stór vand- ræði nú til dags. Ekkert bendir þó til þess að áhugi hans hafi verið afbrigðilegri en rómantíska hug- myndin um hreinleika barnæsk- unnar sem fleiri skáld upphófu á þessum tíma. Carroll var aðal- lega ópíumreykjandi sérvitringur sem var með púsluspil á heilanum og fann upp vélina Nyctograph sem gerði honum kleift að skrifa í myrkri um miðjar nætur. STÚLKAN sem fellur óraveg niður holu, lætur stækka sig og minnka og hittir ýmis konar táknrænar furðuverur er saga sem mun halda áfram að skemmta börnum um ókominn veg. Fullorðna fólkið hefur hins vegar sett ýmsar myrkari meiningar við Lísu í Undralandi og hún getur verið túlk- uð bæði á Freudískan og Júngískan hátt. Hvað eru göng nema hugmyndin um kynlíf og hin sífellda stækkun og minnkun Lísu þegar hún drekkur af hinum ýmsu galdra- drykkjum hefur verið túlkuð sem getnaðar- limur karla. ÞAÐ getur vel verið að Carroll hafi skrif- að bókina á sýrutrippi og vísvitandi hlað- ið hana af skrýtnum kynlífsvísunum en snilldarleg þroskasagan um litla stúlku á erindi við alla drengi og stúlkur í dag. Freudískar tilvísanir hennar minna okkur á hin klassísku ævintýr þar sem börn voru hetjur. Saklaus og hrein og góð í erfið- um og hörðum heimi þar sem fullorðnir gátu verið hræðilegir og gert skelfilega hluti. En það sem er í raun skemmtilegast við Lísu og það sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar í gær á alþjóðlegum degi kvenna er að litlar stúlkur geti verið hetjur í einum helstu bókmenntaverkum heims. Freudískt ferðalag sjö ára stúlku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.