Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 48
32 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Stríðsmyndin The Hurt Locker vann sex Óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta myndin, og skaut þar með stórmynd- inni Avatar ref fyrir rass. Leikstjóri The Hurt Locker, Kathryn Bige- low, varð fyrsta konan til að fá Óskarinn fyrir bestu leikstjórn og var hún að vonum í skýjun- um þegar hún tók á móti verðlaununum. Fyrr- verandi eiginmaður hennar, James Cameron, hafði verið tilnefndur í sama flokki fyrir Avat- ar. „Þetta er ómetanleg stund,“ sagði Bigelow, sem er aðeins fimmta konan sem hefur verið tilnefnd fyrir leikstjórn í sögu Óskars- ins. Fátt kom á óvart í vali á bestu leikurunum í aðal- og aukahlutverk- um. Jeff Bridges og Sandra Bull- ock sigruðu fyrir aðalhlutverk sín í Crazy Heart og The Blind Side. Bæði unnu þau verðlaunin í fyrsta sinn á ferlinum. Bridges þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa leitt sig inn á leiklistarbrautina og Bull- ock þakkaði hinum leikkonunum sem voru tilnefndar, þar á meðal Helen Mirren og Meryl Streep. Christoph Waltz sigraði fyrir hlutverk sitt sem gyðingaveiðarinn í Inglorious Basterds og Mo´Nique var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í Precious. „Mig langar að þakka akademíunni fyrir að sýna að hlutirnir geta snúist um frammistöðu en ekki stjórnmál,“ sagði leikkonan. Precious fékk einnig Óskarinn fyrir handrit byggt á áður birtu efni. Stórmyndin Avatar var tilnefnd til níu Ósk- arsverðlauna en hlaut aðeins þrenn, öll fyrir tæknileg afrek. Argentínska myndin El secreto de sus ojos (Leyndarmálið í augum þeirra) var kjörin besta erlenda myndin. Kom það nokkuð á óvart því hún atti kappi við tvær sigurstranglegar myndir, eða Das weisse Band – Eine deutsche Kindergeschichte, sem sigraði á Cannes-hátíðinni, og frönsku myndina Un prophète. Þá var Up valin besta teiknimyndin. Leikararnir Steve Martin og Alec Baldwin voru kynnar hátíð- arinnar. Stóðu þeir sig ágætlega og uppskáru mikil hlátrasköll í byrjun með því að gera grín að frægum gestum Kodak-leik- hússins í Hollywood. freyr@frettabladid.is The Hurt Locker með sex SIGURREIF Kathryn Bigelow er fyrsta konan til að hljóta Óskarinn sem besti leikstjórinn. NORDICPHOTOS/GETTY Græna ljósið blæs til mikillar kvikmyndaveislu í Regnbogan- um. Hátíðin stendur í þrjár vikur og hefst 16. apríl. „Við ætlum að leggja Regnbogann undir okkur og þar verða engar aðrar myndir sýndar en kvikmyndir Bíódaga,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, skipuleggjandi hátíðarinnar. Ísleifur segir „þverpólitíska“ sátt vera að myndast milli dreif- ingaraðila kvikmynda á Íslandi því bæði Sena og Myndform ætla að leggja til kvikmyndir og þá hefur Ísleifur verið í sambandi við Sam-film um að þeir komi einnig að kvikmyndahátíðinni. Ísleifur segir að þeir hafi valið myndirnar á hátíðina af kost- gæfni og verið tiltölulega harðir við sjálfa sig. „Við ætlum okkur að hafa mjög háan gæðastuðul og við erum búnir að henda út fullt af myndum sem komu til greina,“ segir Ísleifur. Blásið verður til mikils teitis 16. apríl þar sem boðið verður upp á óvissusýningu í hverjum sal og svo heljarinnar partí eftir að sýningu lýkur. Meðal þeirra kvikmynda sem verða að öllum líkindum teknar til sýningar má nefna Imagin- arium of Dr. Parnassus en það er síðasta myndin sem Heath Ledg- er lék í. Þá er líklegt að teikni- myndin Fantastic Mr. Fox verði einnig sýnd, en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin í ár. Til gamans má geta að George Clooney og Meryl Streep tala fyrir Fox-hjónin. Þá bendir allt til þess að heimildar- myndin Videocracy verði tekin til sýningar, en hún segir frá ótrú- legri frægðarmannadýrkun á Ítalíu, og svo austurríska kvik- myndin Das weisse Band eða Hvíti borðinn sem vann aðalverð- launin í Cannes og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár í flokknum besta erlenda myndin. - fgg Þverpólitísk kvikmyndahátíð SMEKKFULLUR PAKKI Kvikmyndahátíð Græna ljóssins verður þverpólitísk. Síð- asta kvikmynd Heaths Ledger verður að öllum líkindum sýnd sem og Fantastic Mr. Fox og Hvíti borðinn. Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna 16 12 12 12 V I P L L L L L L L L L L L kl. 5:40(3D) - 8(3D) - 10:20(3D) ALICE IN WONDERLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 BROTHERS kl. 8 - 10:20 BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 VALENTINE ‘S DAY kl. 5:30 - 8 - 10:30 AN EDUCATION kl. 5:50 UP IN THE AIR kl. 5:50 ALICE IN WONDERLAND kl. 5:40(3D) - 8(3D) - 10:20(3D) SHUTTER ISLAND kl. 8 - 10:50 INVICTUS kl. 5:30 SHERLOCK HOLMES kl. 8 THE WOLFMAN kl. 10:30 BJARNFREÐARSON kl. 5:50 ALICE IN WONDERLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR 600 600 600 600 600 600 600 600 600 600115.000 GESTIR! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 10 16 16 14 14 10 L THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 LEGION kl. 8 - 10.15 SHUTTER ISLAND kl. 5 - 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 LÚXUS AVATAR3D kl. 4.40 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.45 íslenskt tal SÍMI 462 3500 10 12 L 14 L THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 PRECIOUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 LEAP YEAR kl. 8 - 10.15 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 MAMMA GÓGÓ kl. 6 SÍMI 530 1919 16 16 10 12 L 16 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5.50 - 8 - 10.10 LEGION kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S COMPLICATED kl. 8 NIKULÁS LITLI kl. 6 EDGE OF DARKNESS kl. 10.30 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 16 14 16 L FROM PARIS WITH LOVE kl. 8 - 10 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 SHUTTER ISLAND kl. 9 ARTÚR 2 kl. 6 Þ.Þ. - Fbl T.V. - kvikmyndir.isÓ.H.T. - Rás2 T.Þ.Þ. - DV Baráttan um mannkynið hefst þegar síðasti engillinn fellur. Ó.H.T. - Rás2 H.G. - Mbl. ★★★ S.V. - MBL ★★★ Ó.H.T. - Rás-2 ★★★ -Dr. Gunni, FBL - bara lúxus Sími: 553 2075 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5, 8 og 10-POWER 16 SHUTTER ISLAND kl. 7 og 10 16 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 7 og 10 14 IT’S COMPLICATED kl. 5.40 12 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2- ÍSL TAL kl. 5 L ÞRIÐJUDAGUR TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR Þ.Þ. -FBL T.V. -KVIKMYNDIR.IS T.V. -KVIKMYNDIR.IS T.V. -KVIKMYNDIR.IS Ó.H.T. -RÁS2 S.V. -MBL TOPPMYNDIN Í DAG!FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN POWERSÝNING KL. 10.00 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is og af því tilefni minnum við íbúa höfuðborgarsvæðis og Akureyrar að moka gangveginn að húsum sínum til að tryggja aðgengi blaðbera Fréttablaðsins að lúgu. Með fyrirfram þökk, Úti er farið að snjóa .......

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.