Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 50

Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 50
34 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Íslendingar eru að eignast leikmann í einu af bestu karlaliðum bandaríska háskólaboltans. Hinn stórefnilegi Haukur Helgi Pálsson hefur nú gert munnlegt samkomulag við Maryland-háskólann, sem er einn af virtustu körfuboltaskólum Bandaríkjanna og varð meðal annars bandarískur meistari fyrir átta árum. Haukur Helgi Pálsson hefur lengi skarað fram úr á Íslandi, hvort sem það er með Fjölni eða íslenska drengjalandsliðinu. Hann hefur verið undir smá- sjánni hjá evrópskum stórliðum og í vetur frétt- ist af miklum áhuga frá stórum bandarískum skólum eftir velheppnað tímabil Hauks með Monteverde-menntaskólanum. Haukur Helgi hafði úr nokkrum góðum skól- um að velja en ákvað að fara í ACC-deildina sem er að margra mati sú besta í Bandaríkjunum. Þar fær hann að spila á móti skólum eins og North Carolina, Duke, Virginia, Florida State, Clemson, Georgia Tech og Wake Forrest. Þetta er deildin sem hefur skilað af sér leikmönnum eins og Michael Jordan (North Carolina) og Tim Duncan (Wake For- rest). Maryland-skólinn hefur átt fullt af NBA-leik- mönnum og meðal þeirra þekkt- ari eru Steve Francis, Joe Smith, Steve Blake, Juan Dixon og Chris Wilcox en þrír þeir síðastnefndu voru allir með í meistaraliði skólans árið 2002. „Þetta er magnað. Þetta er ekki bara ACC-skóli heldur einn af þeim flott- ari,“ segir Benedikt Guð- mundsson, fyrrum þjálf- ari Íslandsmeistara KR í karlaflokki og núverandi þjálfari deildarmeistara- liðs kvenna í KR. Haukur Helgi lék undir stjórn Bene- dikts í drengjalandsliðinu og þeir urðu Norðurlanda- meistarar saman. „Það hefur enginn Íslendingur farið í svona góðan skóla og það hefur meira segja enginn verið nálægt því. Þetta er sterkasta deildin í háskólaboltanum af því að það er ekkert lélegt lið í þessari deild,“ segir Benedikt en hann hefur fylgst vel með banda- ríska háskólaboltanum og þekkir vel til. „Án þess að hafa einhverjar tölur fyrir framan mig þá myndi ég giska á það að það væru 15 til 20 leikmenn úr ACC-deild- inni valdir inn í NBA-deildina á hverju ári. Þetta er bara míní NBA-deild. Það eru skól- ar þarna í ACC-deildinni sem eru betri en sum NBA-liðin. Það eru skólar sem eru að missa byrjunarliðin sín inn í NBA-deildina á hverju ári,“ segir Benedikt. Benedikt efast heldur ekki um að Hauk- ur Helgi eigi eftir að standa sig með Mary-land. „Þessi skóli væri ekkert að taka hann inn nema af því að þar hafa menn trú á því að hann sé af þessum kaliber. Haukur er líka eins og Jón Arnór með það að hann aðlagast því getustigi sem hann er á. Því hærra sem getu- stigið er því betur nýtur hann sín. Það eru ekki allir sem hafa þann eiginleika,“ segir Benedikt og bætir við: „Hann getur síðan alltaf skipt um skóla ef þetta er ekki að ganga. Aðalatriðið er að henda sér út í djúpu laugina og láta reyna á þetta. Haukur nýtur sín best með góðum leikmönnum í kringum sig. Hann á eftir að spjara sig þvílíkt vel þarna. Þessi strákur á að fara á eins hátt getustig og hann mögu- lega kemst. Þar nýtur hann sín best,“ segir Benedikt Guðmundsson. ooj@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin Wigan-Liverpool 1-0 Hugo Rodallega (35.) STAÐA EFSTU LIÐANNA Man. United 29 20 3 6 67-24 63 Chelsea 28 19 4 5 65-26 61 Arsenal 29 19 4 6 69-32 61 Tottenham 28 14 7 7 50-27 49 Man.City 27 13 10 4 52-35 49 Liverpool 29 14 6 9 45-29 48 Aston Villa 26 12 9 5 37-21 45 Iceland Express kvenna 6 liða úrslit, leikur númer 2 Haukar-Grindavík 81-74 (41-37) Stig Hauka: Kiki Jean Lund 30, Heather Ezell 19, Ragna Brynjarsdóttir 8, Telma Fjalarsdóttir 7, Helena Hólm 6, Guðrún Ámundardóttir 4, María Sigurðardóttir 4, Bryndís Hreinsdóttir 3. Stig Grindavíkur: Michele DeVault 26, Joanna Skiba 16, Helga Hallgrímsdóttir 15, Petrúnella Skúladóttir 9, Íris Sverrisdóttir 6, Jovana Stefánsdóttir 2 Haukar unnu einvígið 2-0 og mæta KR í undanúrslitum Snæfell-Keflavík 105-112 (eftir framl.) Stig Snæfells: Sherell Hobbs 42, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15, Sara Andrésdóttir 14, Hrafnhildur Sævarsdóttir 14, Unnur Ásgeirsdóttir 13, Björg Einarsdóttir 5, Hildur Kjartansdóttir 2. Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 37, Birna Valgarðsdóttir 31, Kristi Smith 29, Svava Stefánsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 2, Pálína Gunnlaugsdóttir 2. Staðan var 96-96 eftir venjulegan leiktíma. Keflavík vann einvígið 2-0 og mætir Hamar í undanúrslitum. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI „Við getum ekki einu sinni tekið áhættu, hann er ekki leikfær,“ tilkynnti Arsene Weng- er, knattspyrnustjóri Arsenal, í gær. Hann var að tala um hinn spænska fyrirliða liðsins, Cesc Fabregas, sem verður ekki með í seinni leiknum gegn Porto í sex- tán liða úrslitum Meistaradeild- arinnar. Fabregas hefur verið frábær í vetur en fór meiddur af velli eftir að hafa skorað fyrsta markið í 3- 1 sigri á Burnley um helgina. Ar- senal á erfitt verkefni fyrir hönd- um á heimavelli sínum í kvöld eftir að Porto vann fyrri viðureignina 2-1. Varnarmaðurinn Sol Campbell er þó tilbúinn í slaginn en hann æfði með liðinu í gær. Wenger er enn bálreiður út í dómarana í fyrri leiknum en ljóst er að Arsenal á erfitt verk- efni fyrir höndum í kvöld þar sem Portúgalarnir munu reyna að verja forskot sitt með kjafti og klóm. Fiorentina er í svipaðri stöðu og Arsenal en ítalska liðið tekur á móti FC Bayern í kvöld. Þjóðverj- arnir unnu fyrri leikinn 2-1 þar sem sigurmarkið hefði aldrei átt að standa vegna rangstöðu. „Bayern er með frábæra ein- staklinga í sínum röðum en við höfum mjög sterkt lið,“ segir markvörðurinn Sebastien Frey hjá Fiorentina sem er fullur bjartsýni fyrir leikinn. „Þegar við náum okkur á strik eru fá lið sem geta stöðvað okkur. Við unnum Liverpool í riðlakeppn- inni og sýndum að allt getur gerst í boltanum. Við spiluðum gegn liði sem er mun sterkara en við á papp- írnum.“ Frey segir að landi sinn, Frakk- inn Franck Ribery, þurfi að vera í gjörgæslu til að Fiorentina kom- ist áfram. „Hann var nánast í sérflokki á vellinum. Við þurfum að leggja áherslu á að gæta hans allan leik- tímann.“ - egm Arsenal og Fiorentina þurfa að sækja til sigurs á heimavelli í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Erfitt verkefni fyrir Arsenal án Fabregas EKKI MEÐ Í KVÖLD Cesc Fabregas í baráttunni í fyrri leiknum gegn Porto. NORDICPHOTOS/GETTY > Guðmundur fer en Guðjón kemur Sóknarmaðurinn Guðmundur Pétursson er á leið í Breiða- blik en samkvæmt áreiðanlegum heimildum tók KR tilboði frá Kópavogsliðinu. Guðmundur lék á lánssamn- ingi með Blikum í fyrra og varð bikarmeistari með liðinu. Hann fór ekki leynt með þann vilja sinn að vera áfram í græna búningnum. Fleiri lið vildu fá hann en hann hafnaði FH og Val. Þá er það að frétta úr herbúðum KR að Guðjón Baldvinsson verður að öllum líkindum lánaður til félagsins í sumar frá sænska liðinu GAIS en Guðjón hefur ekki náð að festa sig í sessi ytra. ÍSHOKKÍ Björninn gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í fyrsta sinn í gær með því að sigra Skautafélag Akureyrar í Egils- höll. Gestirnir að norðan knúðu hins vegar fram oddaleik með 3-2 sigri í hörkuspennandi leik. Oddaleikurinn fer fram á Akur- eyri. Róbert Freyr Pálsson og Daði Örn Heimisson skoruðu mörk Bjarnarins í gær en Jóhann Már Leifsson, Sigurður Sigurðsson og Josh Gribben skoruðu mörk SA. - egm SA vann Björninn í gær: Akureyringar fá oddaleik FÓTBOLTI Í gær funduðu í Kaup- mannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undan- keppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomu- lagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur. Því þarf að draga um leikdaga og verður það gert í næstu viku. Portúgal, Danmörk, Noregur og Kýpur eru með Íslandi í riðli en fyrstu leikirnir verða í septemb- er á þessu ári. -egm Náðist ekki samkomulag: Þarf að draga FÓTBOLTI Wigan vann óvæntan sigur á Liverpool 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Möguleik- ar Liverpool á að ná sæti í Meist- aradeildinni fyrir næstu leiktíð minnkuðu með þessum úrslitum. Hugo Rodallega skoraði eina mark leiksins á 35.mínútu af stuttu færi en það kom í kjölfar- ið á skeliflegum mistökum Dirk Kuyt sem átti misheppnaða send- ingu. Emmerson Boyce komst inn á milli og sendi fyrir á Rodallega. Fernando Torres fékk bestu færi Liverpool í leiknum en brást bogalistin. Charles N’Zogbia fékk fínt færi til að bæta við öðru marki fyrir Wigan í síðari háfleik en Pepe Reina náði að verja frá honum. Með sigrinum komst Wigan upp í fjórtánda sætið með 28 stig. Liverpool er hins vegar í sjötta sætinu og hefur leikið fleiri leiki en liðin fyrir ofan. Sigur Wigan var sögulegur því þetta er í fyrsta sinn sem liðið nær að leggja Liverpool. - egm Wigan vann Liverpool: Ansi dýrt tap hjá Liverpool SÚR Á SVIP Gærkvöldið var erfitt fyrir Rafa Benítez og lærisveina hans. Haukar og Keflavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna með sigrum í sínum einvígum í sex liða úrslitum úrslitkeppninnar. Haukar unnu 81-74 sigur á Grindavík þar sem danska lands- liðskonan Kiki Lund átti mjög góðan leik með Hauk- unum í gær og var með 8 þriggja stiga körfur og 30 stig. Hún lék einnig mjög vel í fyrri leiknum á laugardag- inn þar sem hún var með 22 stig og 9 stoðsendingar. „Ég átti ekki góða leiki eftir bikarúrslitaleikinn og var heldur ekki nægilega góð í þeim leik. Ég myndi segja að þetta væri rétti tíminn til að þess að spila vel,” sagði Kiki kát í leikslok. „Ég heyrði að liðið hafi tapað jöfnum leikjum fyrir áramót en núna erum við að ná að vinna þessa jöfnu leiki,” sagði Kiki og hún finnur sig vel við hliðina á Heather Ezell. „Heather er frábær í því að koma okkur hinum í liðinu inn í leikinn. Hún er stórkostlegur leikmaður og nær samt að skora sín stig þótt að hin liðið leggi mikla áherslu á stoppa hana,” segir Kiki en Hesther var með 19 stig og 11 stoð- sendingar í gær og margar stoðendingarnar voru á Heather. „Ég elska að spila með Heather. Hún finnur alltaf opna manninn og kallar rétt leikkerfi á réttum tíma. Hún er mjög góður leiðtogi fyrir okkar lið,” segir Kiki en fram- undan er undanúrslitaeinvígi á móti deildarmeisturum KR. „Það verður erfitt að mæta KR en það skiptir ekki máli hverjum þú mætir hér eftir því það eru allir mótherjar erfiðir í úrslitakeppninni,” sagði Kiki og bætir við í léttum tón: „Ég verð að reyna að muna það sem ég borðaði í dag svo ég geti fengið mér það aftur í næsta leik um helgina.” HAUKAKONAN KIKI LUND: SKORAÐI 30 STIG ÞEGAR HAUKAR TRYGGÐU SÉR SÆTI Í UNDANÚRSLITUNUM Í GÆR Þetta er rétti tíminn til að spila vel Enginn Íslendingur hefur farið í svona góðan skóla Benedikt Guðmundsson þekkir vel til Hauks Helga Pálssonar og bandaríska há- skólaboltans. Hann er í skýjunum með að einn allra efnilegasti íslenski körfu- boltamaðurinn sé á leiðinni í Maryland-háskólann næsta haust. FRÁBÆR MEÐ LANDSLIÐUNUM Haukur Helgi Páls- son hefur skorað 555 stig í 32 leikjum með yngri landsliðum Íslands eða 17,3 að meðaltali í leik. MYND/SNORRI ÖRN ARNALDSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.