Fréttablaðið - 09.03.2010, Side 54
38 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. áfall, 6. verkfæri, 8. kk gælunafn, 9.
eldsneyti, 11. tveir eins, 12. samfokin
fönn, 14. mánuður, 16. pípa, 17. iðka,
18. rell, 20. stöðug hreyfing, 21. ögn.
LÓÐRÉTT
1. strit, 3. líka, 4. munúðlífi, 5. að, 7.
læstur, 10. þunnur vökvi, 13. útsæði,
15. lokka, 16. egna, 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lost, 6. al, 8. gæi, 9. kol,
11. ll, 12. skafl, 14. apríl, 16. æð, 17.
æfa, 18. suð, 20. ið, 21. arða.
LÓÐRÉTT: 1. baks, 3. og, 4. sællífi,
5. til, 7. lokaður, 10. lap, 13. fræ, 15.
laða, 16. æsa, 19. ðð.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Karl Óskarsson.
2 Framsóknarflokksins.
3 Manchester United.
„Þetta er eitthvað sem ég hef gengið með í
maganum í tíu ár og núna fannst mér rétti
tíminn til að láta verða af þessu,“ segir Selma
Björnsdóttir sem hyggst flytja sig um set og
setjast að í menningarborginni Bristol á suð-
vesturströnd Englands. Þar ætlar Selma að
setjast á skólabekk og taka meistaranám í
drama-leikstjórn við Bristol Old Vic Theater
School þar sem ekki ómerkari menn en Óskars-
verðlaunahafinn Daniel Day Lewis og stórleik-
arinn Pete Postlethwaite hafa numið sín fræði.
Selma segir margt hafa áhrif á þá ákvörðun
sína að velja Bristol. Þar sé blómleg menning,
leikhúslífið sé lifandi og ekki mega gleyma tón-
listarsenunni sem hefur alið af sér listamenn á
borð við Portishead og Massive Attack. „Mikil-
vægast er samt að ég er fjölskyldumanneskja
og Bristol er engin London. Það hafa nokkrir
Íslendingar stundað nám við þennan skóla, fólk
eins og Magnús Geir Þórðarson, og þeir hafa
allir talað ákaflega vel um þennan skóla,“ segir
Selma og bendir á að skólinn sé lítill og hafi
orð á sér fyrir að vera heimilislegur. „Og svo
er hann staðsettur í fjölskylduvænu hverfi sem
skiptir mig miklu máli.“
Að sögn Selmu líst fjölskyldunni bara nokkuð
vel á flutningana en hún heldur ein utan í næsta
mánuði til að finna hentuga íbúð fyrir þau fjög-
ur. Námið sjálft er fimmtán mánuðir og að sögn
Selmu líst hinum sjö ára gamla Gísla Birni
langbest á þessa ráðstöfun. „Hann er farinn að
æfa sig að segja Manchester United. Hann fær
að sjá Wayne Rooney með eigin augum og það
er nóg fyrir hann,“ segir Selma. - fgg
Selma Björnsdóttir á skólabekk í Bristol
FLYTUR ÚR LANDI Selma Björnsdóttir er komin inn í
Bristol Old Vic Theater School og verður þar næstu
fimmtán mánuði við nám. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Eiríkur Jónsson, landsþekktur
sundáhugamaður og ritstjóri Séð
og Heyrt, fékk það í gegn að hit-
inn á gufunni í Sundhöll Reykja-
víkur var hækkaður. Hitastigið er
nú á milli 45 og 47 gráður, að sögn
Katrínar Irvin, rekstrarstjóra
Sundhallarinnar.
Fréttablaðið greindi frá
óánægju Eiríks með hitastig guf-
unnar en hann skrifaði á bloggi
sínu að hitastigið þar inni væri
eins og heima í stofu. Katrín sagði
þá að gufan væri rétt stillt en
fleiri sundlaugargestir settu sig í
samband við Sundhöllina og höfðu
sömu sögu að segja.
„Við viljum auðvitað koma
til móts við gesti og hlustum á
ábendingar frá þeim,“ útskýrir
Katrín. „Þetta hefur aðeins verið
í umræðunni en nú skilst mér að
sundlaugargestir séu sáttir við
hitastigið.”
Eiríkur var að vonum ánægð-
ur með ákvörðun rekstrarstjór-
ans um að hækka hitastigið þegar
Fréttablaðið hafði samband við
hann. „Ég fékk þessi skilaboð
sjálfur frá henni í gegnum vinnu-
félaga minn hérna uppi á Birtíngi.
Þetta var það eina í stöðunni, að
hækka hitann. Annars er eina
lausnin á þessu máli að reisa and-
dyri. Þannig er hægt að koma í
veg fyrir að hitinn leki út þegar
fólk opnar dyrnar,“ sagði Eirík-
ur sem hugðist fara og kynna sér
nýja hitastigið í gærkvöldi. -fgg
Sundhöllin lætur undan kröfum Eiríks
NÁ SÁTTUM Katrín Irvin hefur nú hækkað
hitastigið á gufubaðinu í Sundhöll Reykjavík-
ur en Eiríkur Jónsson hafði kvartað undan
hitastiginu á blogginu sínu.
Fjölmenni var á stuttmyndahátíð-
inni Northern Wave á Grundarfirði
um helgina. Valdís Óskarsdóttir hélt
fyrirlestur og þingmaðurinn Lilja
Mósesdóttir tók þátt í fiskisúpu-
keppninni sem landsliðskokkurinn
Hrefna Rósa Sætran dæmdi. Hún
þótti hörð í horn að
taka en á sama
tíma sanngjörn.
Leikstjórinn
Ragnar Bragason
sást einnig á
svæðinu, sem
og rapparinn
Sesar A og
varaborgar-
fulltrúinn
Marsibil
Sæmundar-
dóttir.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins mun hljómsveitin Amadou &
Mariam frá Malí spila hérlendis í
vor. Hljómsveitin samanstendur af
hjónunum Amadou Bakayoko og
Mariam Doumbia sem eru bæði
blind. Þau hafa unnið með fjölda
þekktra tónlistarmanna, þar á
meðal Damon Albarn úr Blur sem
tók upp síðustu plötu þeirra og
David Gilmour úr Pink Floyd.
Á síðasta ári hituðu þau
upp fyrir Blur og Coldplay
auk þess sem þau spiluðu
fyrir Barack Obama
Bandaríkjaforseta
þegar hann fékk
afhent Nóbels-
verðlaunin
í Ósló í
desember.
Jóhannes Haukur Jóhannesson
fékk óvænta gjöf frá starfsfólki
nærbuxnaverslunarinnar Joe Boxer
á sýningu Hellisbúans nýverið.
Það færði honum heilan poka af
nærbuxum. Jóhannes týndi heilla-
nærbuxunum sínum í miðborg
Reykjavíkur ekki alls fyrir löngu en
ætti nú að geta fundið
sér nýjar til að taka
við því hlutverki
þótt sýningum á
Hellisbúanum fari nú
fækkandi en þeim
lýkur 23. apríl.
- afb, fb, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það væri slæmt fyrir bæinn og
tónlistarlífið að missa staðinn,“
segir Haukur Tryggvason, veit-
ingamaður á Græna hattinum á
Akureyri.
Framtíð Græna hattsins er óljós
eftir að leigusamningi við staðinn
var sagt upp. Áformað er að opna
annars konar skemmtistað í húsinu,
en erindi þess efnis liggur fyrir hjá
skipulagsstjóra Akureyrar.
Græni hatturinn hefur verið
einn vinsælasti tónleikastað-
ur landsins undanfarin misseri.
Á síðasta ári voru 130 tónleikar
haldnir á staðnum. „Það hefur
gengið alveg ótrúlega vel,“ segir
Haukur og bætir við að staður-
inn sé alltaf að sækja í sig veðr-
ið. „Ferðafólk er farið að stíla
ferðirnar inn á dagskrána. Stór-
ir hópar hafa samband í hverri
viku og spyrja hvað sé að gerast
á Græna hattinum.“
Veitingastaðnum Friðriki V.
var einnig lokað á dögunum, en
eins og Græni hatturinn var hann
landsþekktur. Tónlistarmaðurinn
Pálmi Gunnarsson býr á Akur-
eyri og segir að Græni hatturinn
hafi verið heimastaður tónleika-
halds í bænum. „Það er hundleið-
inlegt að horfa upp á, þegar verið
er að mjaka upp ákveðnu menn-
ingarstigi, að það nái upp að vissu
marki og svo sé skellt í lás. Það er
alveg glatað,“ segir Pálmi ómyrk-
ur í máli. „Það er skelfilegt helvíti
ef þetta er niðurstaðan. Það eina
sem maður getur vonað er að það
verði fundinn annar staður til þess
að byggja upp eitthvað svipað.“
Menningarhúsið Hof rís nú á
Strandgötu á Akureyri, en Pálmi
býst ekki við að það fylli skarð-
ið sem Græni hatturinn skil-
ur eftir sig. „Burtséð frá því að
hér sé að rísa einhver steypuhöll
sem á að kallast menningarhús,“
segir hann. „Það sem þar verður
boðið upp á er ekki í nágrenni við
Græna hattinn. Það er allt annar
pakki.“
Hermann Jón Tómasson,
bæjarstjóri Akureyrar, telur
ekki að menningarlífið í bænum
sé í útrýmingarhættu. „Þetta
var hvoru tveggja fínasta starf-
semi sem hefði gjarnan mátt vera
áfram til staðar. Það er hins vegar
ekki á okkar valdi og þá verðum
við að vona að einhverjir aðrir
sjái tækifæri í stöðunni og byggi
upp eitthvað sambærilegt, eða
eitthvað nýtt sem hefur sama
aðdráttarafl.“ atlifannar@frettabladid.is
PÁLMI GUNNARSSON: ALVEG GLATAÐ EF GRÆNI HATTURINN LOKAR
MENNINGARSTAÐIR Á
AKUREYRI SKELLA Í LÁS
MENNINGIN Á UNDANHALDI
Friðrik V. lokaði á dögunum og framtíð Græna
hattsins er óljós. Pálmi Gunnarsson tónlistar-
maður segir leiðinlegt að horfa upp á þetta,
en Hermann Jón bæjarstjóri telur að menn-
ingarlíf Akureyrar sé ekki í útrýmingarhættu.
„Núna er ég bara að hlusta
á nýju plötuna með Joönnu
Newsom og smáskífuna með
DLX ATX.“
Ása Dýradóttir, bassaleikari í Mammút.
Restaurant
Pizzeria
Gallerí – Café
Hafnarstræti 15, sími 551 3340
Þriðjudagstilboð.
Allar pizzur og pastaréttir
á hálfvirði í dag.
hornid.is