Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI NÁTTÚRUHAMFARIR Um 300 metra gossprunga sem opnaðist á Fimm- vörðuhálsi aðfaranótt sunnudags hafði þrengst heldur þegar jarð- vísindamenn flugu yfir gossvæð- ið í gærkvöldi. Gosið var þó enn í fullum gangi og strókarnir stóðu vel á annað hundrað metra upp í loftið. Átján strókar stóðu upp úr sprungunni þegar fyrst var flog- ið yfir hana aðfaranótt sunnudags, segir Magnús Tumi Guðmunds- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Þá stóðu sex stærri strókar upp úr sprungunni, þeir náðu 150 til 160 metra hæð. Fremur lítið hraun hefur runnið úr sprungunni. Í gærkvöldi þakti nýtt hraun um hálfan ferkíló- metra, og hafði mest runnið um einn kílómetra frá sprungunni, segir Magnús Tumi. Hann segir að því lengur sem gosið haldist lítið breytt því minni líkur séu á að gosvirknin færist undir Eyjafjallajökul. Gerist það megi búast við flóðum í kjölfarið. Hættuástandi var lýst yfir um leið og staðfest var að gos væri hafið. Rúmlega 500 manns var gert að yfirgefa heimili sín. Bænd- ur fengu að fara inn á svæðið í gærmorgun til að sinna skepnum, og í gærkvöldi var tekin ákvörð- un um að ábúendur á fjórtán bæjum skyldu dvelja annars stað- ar í nótt. F reysteinn Sigmundsson jarðeðlis fræðingur segir nokkra óvissu um framhaldið. Gosið sé hluti af stærri atburðarás og meðal annars hafi komið umfangsmikið kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli síðustu vikur og mánuði. Þá séu nokkuð óhefðbundin tengsl milli skjálftavirkni og gosvirkni. „Það er rétt að vakta svæðið áfram. Ég tel líklegast að ef gosið heldur áfram verði það á sama stað og það kom upp en það er ekki hægt að fullyrða það.“ Magnús Tumi segir gosið frem- ur lítið, og það merkilegasta við það sé sennilega hversu vel öll við- brögð í kjölfarið hafi gengið. Hann segir að þrisvar á undan- förnum 1.100 árum hafi gos í Kötlu fylgt í kjölfar gosa í Eyjafjalla- jökli. „Það er ómögulegt að spá fyrir um gos í Kötlu, en auðvitað er rétt að hafa augun hjá sér.“ - bj, kóp, bs / sjá síður 4, 6, 8 og 10 VEÐRIÐ Í DAG MÁNUDAGUR 22. mars 2010 — 68. tölublað — 10. árgangur „Við vorum í kúrsi í hópavinnu, fjórir nemar í Listaháskólanum og tveir úr Háskólanum í Reykjavík. Afraksturinn varð sjálfvökvandi pottur fyrir kryddjurtir. Hópur-inn valdi að vinna með Bjarkar-ási því þar er allt gert á umhverfisvænan hátt hlutanum er vatn en í þeim efri mold. Á milli er blaðra sem klippt er í tvennt, þanin út yfir brúnirnar og myndar rönd í miðjunni og eru blöðrurnar í ýmsum litum. Stúturinn á blöðrunni vísa búið að setja fræin í moldina er betra fyrir þau að vera í myrkri fyrstu dagana, þá spíra þau hrað-ar og því er pappírinnyfir “ Lífrænt, grænt og vænt Hágæða kítti fyrir fagmanninn í ýmis verkefni á frábæru verði. Akrýl - Silíkon - Límkítti - Eldvarnarefni - ofl. Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900 www.jarngler.is Den Braven þéttiefni Það er ómögulegt að spá fyrir um gos í Kötlu, en auðvitað er rétt að hafa augun hjá sér. MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR HÍBÝLI OG VIÐHALD Tími til kominn að huga að vorverkunum Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 22. MARS 2010 EMBLA VIGFÚSDÓTTIR Tók þátt í hönnun sjálfvökvandi potts • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Leyni st þvo ttavé l eða þ urrka ri frá í þínu m pa kka FRUMÚTGÁFA í kilju Stíf norðaustanátt Í dag verður stíf NA-átt, víða 10-15 m/s en hvassara við suðausturströndina. Norðanlands má búast við éljum eða lítils háttar snjókomu en SA- og A-lands verður rigning eða slydda. VEÐUR 4 8 -1 1 1 5 Mýrdalsjökull Eyjafjallajökull 1666 Tindfjallajökull Vík Hvolsvöllur Austur-Landeyjar Þórsmörk Hella Vestur-Landeyjar Fljótshlíð Katla 1450 Fimmvörðuháls Hó lsá Þverá M ar ka rfl jó t Markarflj ót Skógar Um 500 Gos í Eyja- fjallajökli 920 Gos í Eyja- fjallajökli 920 Gos í Kötlu 1612 Gos í Eyja- fjallajökli 1612 Gos í Kötlu 1625 Gos í Kötlu 1660 Gos í Kötlu 1721 Gos í Kötlu 1755 Gos í Kötlu 1821 Gos í Eyja- fjallajökli 1823 Goslok 1823 Gos í Kötlu 1860 Gos í Kötlu 1918 Gos í Kötlu Kvikuhólf Jökulhetta Katla 1450 Eyjafjallajökull 1666 Sprungan: Gossprungan er um 300 metrar og liggur frá suðvestri til norðausturs. Tólf kvikustrókar eru á sprungunni. Þeir hæstu um 160 metra háir, að talið er. Hraunið: Meginhraunstraumurinn rennur til norðurs og vesturs. Gosstrókur: Liggur til vesturs undan stífri austanátt. Hann er ekki mikill eða þykkur. Hlaup: Hlaupið frá Eyjafjallajökli í gosinu 1821 til 1823. Hættusvæði: Rýmt var í Fljótshlíð, á svæði vestan Markarfljóts og undir Eyjafjöllum. Affal l KJARAMÁL Útlit var fyrir að allt flug Icelandair myndi stöðvast klukkan eitt í nótt vegna verkfalls flugvirkja, þegar Fréttablaðið fór í prentun á ellefta tímanum. Samningafundi í kjaradeilunni var slitið í gærkvöldi. Flugvirkjar höfnuðu tillögu sáttasemjara um lausn á deilunni, að sögn Guðjóns Arngrímssonar hjá Icelandair. - þeb Upp úr viðræðum slitnaði: Verkfall flug- virkja hafið Söguleg tengsl við Kötlu Ari Trausti segir gosið í Eyjafjallajökli hreint hraungos sem geti breyst færist það undir jökulhettuna. ELDGOS 12 Ballskák í gosinu Þetta er bara helvíti gaman, segir átta ára íbúi í Vestur-Landeyj- um um gosið. ELDGOS 8 Jarðeldur milli jökla Eldgos braust út á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls skömmu fyrir mið- nætti á laugardagskvöldið. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín. Litlar breyting- ar höfðu orðið á gossprungunni í gærkvöldi. Lítið hraun hafði runnið úr henni. Tók fréttunum með ró Vilborgu Öldu Jónsdóttur bónda var hugsað til búpeningsins þegar hún yf- irgaf bæinn sinn. ELDGOS 4 700 þúsund ára risi Vitað er um fjögur gos í Eyjafjalla- jökli á síðustu 1.400 árum. ELDGOS 10 Gos á svæðinu hafa verið misstór. Hamfaraflóð hafa fylgt þeim stærstu. GRAFÍK: MUGGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.