Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 4
4 22. mars 2010 MÁNUDAGUR „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jóns- dóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur- Landeyjum, þegar henni var til- kynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfir- gefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Frétta- blaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngj- andi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum Vilborgu Öldu Jónsdóttur, bónda á Hvítanesi, var hugsað til búpeningsins þegar hún yfirgaf bæinn ásamt foreldrum sínum. Hún segir heimilisfólk hafa tekið fréttunum með ró en móðir hennar hafi pakkað niður ansi miklum farangri. HROSSUNUM GEFIÐ Vilborg segir verst að hafa þurft að skilja skepnurnar eftir en hún sleppti tveimur merum lausum áður en hún fór. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Guðmundur Antonsson á Glæsistöðum: Við vildum bara vera heima Guðmundi Antonssyni, bónda á Glæsivöllum í Vestur-Landeyj- um, fannst ekki þörf á að yfir- gefa býlið þrátt fyrir gosið. Hann lét þó til leiðast þegar leið á nótt- ina og fylgdi lögreglumönnum á Hvolsvöll. „Jú, við fórum í nótt og gist- um á Hvolsvelli. Síðan fórum við ímorgun og sinntum búverkum.“ Guðmundur býr ásamt þremur bræðrum sínum að Glæsistöðum. Hann er fæddur árið 1928 og verð- ur 81 árs í desember. Bræðurnir töldu ekki mikla hættu á ferðum og töldu sig örugga heima við. „Þetta er nú ósköp meinleys- islegt ennþá, en þetta eru varúð- arráðstafanir. En okkur fannst þetta óþarfi og við hefðum bara viljað vera heima. Það var engin hætta, við töldum það ekki.“ Guðmundur var staddur að Glæsistöðum þegar Fréttablaðið náði tali af honum og ætlaði að kasta sér aðeins eftir erilsama nótt. „Við komum í morgunsárið til að sinna búverkum. Allir bændur fengu leyfi til þess. Í dag [gær] verður ákveðið hvort eitthvað verður rýmkað til með þetta.“ - kóp GLÆSISTAÐIR Bræðurnir voru mættir til búverka í morgun og vonuðust til þess að þurfa ekki að yfirgefa heimilið á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 12° 13° 8° 15° 18° 7° 7° 21° 12° 18° 17° 22° 1° 15° 17° 1°Á MORGUN 12-20 m/s, hvassast á Vestfjörðum. MIÐVIKUDAGUR Víða hæg suðlæg átt en hvöss NA-átt NV-til. 8 3 -1 3 1 2 1 6 5 8 0 9 14 16 13 11 12 10 17 11 12 11 5 -1 0 2 5 5 -1 2 3 4 VINDASAMT Í dag og á morgun má búast við strekk- ingi og allhvössum vindi víðast hvar. Á miðvikudaginn lægir og vindur snýst í suðlægar áttir en áfram verð- ur stíf norðaustan- átt á Vestfjörðum. Það verður heldur vætusamt og hiti breytist lítið. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Eldgos á Fimmvörðuhálsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.