Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 10
22. mars 2010 MÁNUDAGUR10
Hafðu samband
símiVerðbréfaþjónusta Arion banka
er söluaðili sjóða Stefnis.
Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki
verðbréfaþjónustu Arion banka
í síma 444 7000, í næsta útibúi
eða á arionbanki.is/sjodir
Stefnir - Samval.
Meiri möguleikar á
breytilegum markaði.
Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni
– eignastýring í einum sjóði
Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð
skuldabréf undanfarin misseri
Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu
Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglubundnum sparnaði
15,4% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár*
Lágmarkskaup 5.000 kr.
Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting
rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um
áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir.
*Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is
fyrir tímabilið 28.02.2005-28.02.2010.
„Það hefur ekki gosið á
Fimmvörðuhálsi í fleiri
þúsund ár, og ekki hægt
að skýra af hverju gýs
þarna núna en ekki beint
þaðan sem kvikan safnast
saman undir háfjallinu,“
segir Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræð-
ingur. „Það eru gossprung-
ur bæði vestan og austan
úr Eyjafjallajökli, fyrir
ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs
núna. Fjallið er jú um 700
þúsund ára gamalt þannig
að gríðarlegur fjöldi gosa
hefur komið upp á svæð-
inu. Bæði í háfjallinu og
sprungunum í hlíðum
þess.“ Að minnsta kosti
þrjár gossprungur liggja
um Fimmvörðuháls, en sú
sem nú gýs liggur öðruvísi
en hinar tvær.
Ari segir að um hreint
hraungos sé að ræða. Það geti hins
vegar breyst ef gosið færist undir
jökulhettuna til vesturs. Þá breyt-
ist gosið í gjóskugos með vatns-
flóði. Eins segir gossaga Eyjafjalla-
jökuls að gosið geti staðið lengi.
Ari segir að gossagan sýni jafn-
framt tengsl á milli gosa í Eyja-
fjallajökli og Kötlu. „Eyjafjalla-
jökull gýs sjaldan en Katla oft.
Á sögulegum tíma höfum við tvö
dæmi þess að Katla rumskar um
leið og eldgosi lýkur. Kannski
verður þetta með svipuðum hætti
núna en það er aldrei hægt að ráða
í hegðun eldfjalla. Ástæðan fyrir
þessu liggur ekki fyrir og hefur
lítið forspárgildi,“ segir Ari.
Sú kenning hefur verið sett fram
að ástæða þess að Katla hefur ekki
gosið af krafti í tæpa öld sé sú að
gosið hafi í Surtsey og Vestmann-
eyjum. „Mér finnst sú kenning
langsótt. Hlé á milli gosa í eld-
stöðvum eru breytileg og er nær-
tækt að skoða gossögu Heklu í því
samhengi.“ - shá
Fyrstu jarðeldar í tíu þúsund ár í 700 þúsund ára gamalli eldstöð:
Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos
Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Gosstöðin í Eyjafjallajökli:
700 þúsund
ára risi
■ Eyjafjallajökull er fremur
reglulega löguð eldkeila með
stóran toppgíg eða öskju í
kollinum. Eldfjallið hefur
verið virkt í um 700 þúsund
ár.
■ Jökull þekur fjallið víðast
hvar ofan þúsund metra en
fjöldi skerja stendur upp úr
honum, einkum í brúnum
toppgígsins. Ísinn er víð-
ast þunnur, um eða undir
100 metrum nema í gígnum
þar sem þykktin nær 250
metrum.
■ Gos virðast algengust í
toppnum en nokkrir hrygg-
ir, sem orðið hafa til við gos
í jöklinum, teygja sig niður
hlíðarnar með stefnu frá
toppgígnum.
■ Vitað er um fjögur gos í
Eyjafjallajökli á síðustu
1.400 árum. Auk þess að
vera mun fátíðari hafa gos
í Eyjafjallajökli verið lítil
miðað við Kötlugos. Virkni
í eldfjöllunum virðist tengd,
því gos Eyjafjallajökuls hafa
komið á svipuðum tíma og
Kötlugos en bæði eldfjöll-
in gusu um 920, 1612 og
Katla gaus 1823, skömmu
eftir að gosinu 1821-23 lauk
í Eyjafjallajökli.
■ Gosið 1821-23 varð á um
tveggja kílómetra langri
sprungu í toppgígnum, gos-
mökkurinn reis hátt fyrstu
vikuna og talsvert ösku-
fall varð, en meginmökk-
urinn barst til norðvest-
urs. Í upphafi gossins hljóp
vatnsflóð úr gígnum niður í
Markarfljót.
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
FLOGIÐ YFIR GOSSTÖÐVARNAR TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi. Með í för var hópur jarðvísindamanna, auk Rögnu Árnadóttur dóms-
málaráðherra, Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Mælitæki nýlegrar flugvélar Landhelgisgæslunnar nýttust afar
vel til að mynda og mæla gosið, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Á þeim sást að fremur lítið hraun hafði runnið frá sprungunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA