Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 34
18 22. mars 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Á þessum degi árið 1972 kom í
ljós að Geirfugladrangur, vestur af
Eldey, hafði hrunið eða sokkið í
sæ. Dranginn er grunnlínupunktur
landhelginnar, vestasti viðmiðunar-
punktur og var áður um 10 metra
hár. Í dag kemur hann aðeins upp
úr sjó á fjöru.
Fréttir af því að Geirfugladrangur
hefði horfið bárust seinnipart dags-
ins en það var mótorbáturinn Venus
frá Hafnarfirði sem tilkynnti land-
helgisgæslunni um hvarfið. Báturinn
hafði verið á veiðum þar nærri, sem
dranginn hafði staðið og var hvergi
sjáanlegur þegar skipsverjar fóru
að svipast um eftir honum. Varðskip á staðnum
voru send til að kanna málið.
Nokkrar umræður sköpuðust
um það hvort reglugerðin um
hina þá fyrirhuguðu fimm-
tíu mílna landhelgislínu yrði
að endurskoða og gildandi
landhelgi. Nokkrum dögum eftir
hvarfið gaf forstjóri Landhelg-
isgæslunnar út þá yfirlýsingu
að atvikið hefði engin áhrif á
landhelgina.
Ekki var ljóst hvort hafið hafði
sorfið drangann niður eða hvort
jarðsig hafði orðið. Í kjölfarið
lýstu margir því yfir að merkja
þyrfti drangann vel þar sem
hann væri orðinn eitt helsta blindsker landsins.
ÞETTA GERÐIST: 22. MARS 1972
Geirfugladrangur hverfur
Hinn árlegi dagur vatnsins er haldinn
í dag, 22. mars, og er að þessu sinni
helgaður vatnsgæðum og verndun
vatnsauðlindarinnar. Í tilefni dagsins
stendur íslenska vatnafræðinefnd-
in að ráðstefnu í dag í samstarfi við
háskóla, stofnanir og fyrirtæki undir
yfirskriftinni Betra vatn til framtíðar
og er hún öllum opin. Sigurður Guð-
jónsson, forstjóri Veiðimálastofnun-
ar, er einn þeirra sem ræða um vatn-
ið á ráðstefnunni og þá um vatnsgæði
á Íslandi.
„Ég mun fjalla um vatnið, fyrst
hvernig það er á okkar ágæta hnetti
og svo færi ég mig til Íslands og skoða
hvað við höfum af vatni hér og í hvaða
gæðum,“ segir Sigurður og bætir við
að gæði séu margvísleg og þar verði
ekki einungis horft til neysluvatns.
„Við á Íslandi erum lánsöm að því
leyti að við erum fá í stóru landi sem
hefur talsvert mikla úrkomu og litla
uppgufun. Þannig fáum við mikið vatn
og einnig hefur jarðfræðin hjálpað
okkur þar sem stór hluti af landinu er
ungt berg og vatnið hripar þar niður
og kemur upp í stórum og miklum
lindum. Við erum því að drekka ómeð-
höndlað grunnvatn á meðan aðrar þjóð-
ir þurfa að hreinsa vatnið, klóra og
þvíumlíkt.“
Engu síður er vatnið okkar við-
kvæmt að sögn Sigurðar og lítið þarf
til að spilla því. „Gamla sagan um olíu-
bílinn sem veltur er ekki úr lausu lofti
gripin. Til eru viðkvæmir staðir sem
gætu haft mikil og stór áhrif yrðu
þeir fyrir tjóni. Íslendingar taka vatn-
inu sínu svolítið sem sjálfsögðum hlut
og eru spilltir af gæðunum. En það er
ekki sjálfgefið að við eigum alltaf gott
vatn og til þess að svo verði verðum við
að ganga vel um vatnið og landið því
margt getur haft áhrif, svo sem lagn-
ing vega, áburðarefni frá landbúnaði,
iðnaðarstarfsemi og ýmislegt fleira.
Við erum partur af hringrás.“
Framtakið Dagur vatnsins er upp-
haflega tillaga frá Sameinuðu þjóðun-
um og Sigurður segir það þarft. „Það
er vel til fundið að minna okkur á
þetta lífsnauðsynlega efni og hvernig
við förum með það. Þetta eru ágætis
tímamót núna því nú er að koma fram
frumvarp um verndun vatns þar sem
við festum í lög svokallaða vatnatil-
skipun Evrópu en sá lagabálkur geng-
ur út á það að vernda vatn og gæta
þess að það spillist ekki. Við verðum
að sýna svolitla fyrirhyggju og passa
þær perlur sem við höfum. Ég tek sem
dæmi Elliðaárnar, það er ekkert sjálf-
gefið að þær haldist hreinar og að lax-
inn sé þar fyrir okkur. Það er alltaf
sótt aðeins nær að ánum og hætt er
við að við missum allt úr höndunum ef
ásóknin gengur of nærri þolmörkum
lífríkisins.“
Ráðstefnan hefst klukkan 13 í Víð-
gemli, Orkugarði við Grensásveg 9 í
Reykjavík. juliam@frettabladid.is
RÁÐSTEFNAN BETRA VATN TIL FRAMTÍÐAR: HALDIN Á ÁRLEGUM VATNSDEGI
Gott vatn sem þarf að gæta
MARKMIÐIÐ AÐ VEKJA UMRÆÐU Dagur vatnsins er í ár helgaður því að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur er varða vatnsgæði. Sigurður
Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, er einn þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
IBEN HJEJLE ER 39 ÁRA Í DAG.
„Inn á milli hittir maður
fólk sem skilur ekki að
maður er bara nokkuð
venjuleg manneskja.“
Iben Hjejle er dönsk leikkona,
þekktust hérlendis fyrir leik
sinn í Klovn.
Sjöttu hádegistónleikar Óp-
hópsins verða í Íslensku
óperunni á morgun, þriðju-
daginn 23. mars. Auk fastra
meðlima hópsins kemur
fram sérstakur gestasöngv-
ari, Jóhann Smári Sævars-
son bassasöngvari.
Meðal verka á efnisskrá
tónleikanna eru aríurnar Di
provenza il mar og Parigi
o cara úr La traviata eftir
Verdi auk aría úr Grímu-
dansleik og Don Carlos, og
Fidelio eftir Beethoven.
Tónleikarnir hefjast
klukkan 12.15 og standa í
um fjörutíu mínútur. Miða-
verð er 1.000 krónur. - jma
Tónleikar Óp-hópsins
GESTASÖNGVARI Jóhann Smári
Sævarsson bassasöngvari er
sérstakur gestur á tónleikum
Óp-hópsins.
MERKISATBURÐIR
1867 Borgarnes við Brákarpoll
verður löggiltur verslunar-
staður.
1888 Enska knattspyrnudeildin
er stofnuð.
1895 Fyrsta kvikmyndasýning
sögunnar fer fram í París.
1924 Ríkisstjórn Jóns Magnús-
sonar, sú þriðja undir for-
sæti hans, tekur við völd-
um. Hún situr í tvö ár.
1963 Fyrsta plata Bítlanna,
Please Please Me, kemur
út í Bretlandi.
1965 Bob Dylan gefur út fyrstu
plötu sína þar sem hann
spilar á rafmagnsgítar.
1974 Þing Bandaríkjanna sam-
þykkir stjórnarskrárbreyt-
ingu sem kveður á um
jafnrétti kynjanna.
Elskulegur bróðir minn, mágur okkar og frændi,
Ólafur Guðmundsson
frá Skálmardal,
lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi föstudagsins
5. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
A3 fyrir góða umönnun. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingvi Einar Guðmundsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við frá-
fall og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa okkar,
Knúts Hallssonar
Smáragötu 9A, Reykjavík.
Erna Hjaltalín
Jónas Knútsson Halldóra Kristín Þórarinsdóttir
Erna Kristín Jónasdóttir Hrefna Kristín Jónasdóttir
Ástkær eiginkona mín,
Hulda Guðjónsdóttir
Hólabraut 5, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju-
daginn 23. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Sveinsson.
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Upplýsingar um stærðir og verð,
hafið samband í síma 512 5490 -
512 5495 eða sendið fyrirspurnir á
netfangið timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjúk
r-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveið
i var aðalá
hugamál G
ísla Eiríks
alla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
gason
fæddist í
. Hann
firði 12.
drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
dur, f.
úkr-
-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
Svanlaug Ermenreksdóttir
kennari, Eikjuvogi 4, Reykjavík,
lést á Skjóli þriðjudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 13.00.
Kristján Benediktsson
Baldur Kristjánsson Svafa Sigurðardóttir
Ólöf Kristjánsdóttir Sigurður Pétursson
Benedikt S. Kristjánsson Sigrún Ásdísardóttir
Ársæll Kristjánsson Ásdís Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.