Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 8
8 22. mars 2010 MÁNUDAGUR Opið til 18:30 í dag nýtt kortatímabil fimmtudag til mánudags Mán til mið 10–18.30, fi m 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 Komdu í heimsókn Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar GRAND HÓTEL, HVAMMUR Fundargjald með morgunverði er kr. 2.900. Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að skrá þátttöku fyrirfram á www.vi.is eða með tölvupósti á birna@vi.is. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði: MORGUNVERÐARFUNDUR KL. 8:15 - 10:00 MIÐVIKUDAGINN 24. MARS 2010 Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræðum: Agnar Hansson, forstöðum. markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum Kristinn Hafliðason, verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu Tanya Zharov, lögfræðingur Auðar Capital Fundarstjórn og umsjón með pallborðsumræðum: Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar ER ÍSLAND OPIÐ FYRIR FJÁRFESTINGU? FRÁ ORÐUM TIL ATHAFNA HINIR RÓLEGUSTU Björn Dúason, Jón Gunnar Karlsson og Daníel Gunnarsson sátu spakir og sötruðu kaffi á bensínstöðinni á Hvolsvelli um nóttina eftir að gosið hófst. FRÉTTABLAÐIÐ / DANÍEL „Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið, miklar stillur þannig að maður hefur nú búist við þessu,“ segir Jón Gunnar Karlsson, bóndi á Strönd í Vestur-Landeyjum. Jón Gunnar hefur búið í Land- eyjunum alla sína tíð en hefur eðli málsins samkvæmt aldrei áður upplifað gos í Eyjafjallajökli, þótt hann hafi þurft að rýma heimili sitt reglulega vegna æfinga. Jón Gunnar tók þó öllu með ró nóttina eftir að gosið hófst, eins og sveitungar hans, Björn Dúason úr Austur-Landeyjum og Daníel Gunnarsson frá Strandahjáleigu. Blaðamaður hitti á þremenningana á bensínstöðinni á Hvolsvelli þar sem þeir sátu saman yfir kaffibolla og biðu þess að komast heim á bæi að sinna skepnunum. Það gekk svo eftir árla morguns. - sh Miklar stillur upp á síðkastið voru fyrirboði eldgoss: Það hefur verið jarð- gosaveður undanfarið „Þetta er bara helvíti gaman,“ sagði Gabríel Björnsson, átta ára, sem þurfti að verja aðfara- nótt sunnudags í fjöldahjálpar- miðstöðinni í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hann var vakinn með þeim fregnum að gos væri hafið og þurfti undir eins að yfirgefa bæinn Lindartún í Vestur-Land- eyjum ásamt fjölskyldu sinni. Gabríel lét vel af vistinni í skól- anum, þar sem hann gat komist í ballskák með krökkum á svipuðu reki. Gosið kom honum ekki í opna skjöldu, enda hefur hann fylgst vel með skjálftavirkninni á svæð- inu að undanförnu. „Ég átti von á því að þetta færi að gerast,“ sagði Gabríel, og skaut síðustu kúlunni á borðinu þéttingsfast í hornvasann fjær. - sh Gabríel Björnsson, átta ára, úr Vestur-Landeyjum: Þetta er helvíti gaman MIKIÐ FJÖR Gabríel, í miðið, skemmti sér konunglega í fjöldahjálparmiðstöðinni á Hvolsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ / DANÍEL Töluverð hræðsla greip um sig í hópi ríflega fjörutíu leiklistarnema úr Menntaskólanum við Sund þegar þeim bárust fréttir af gosinu í miðju skólaferðalagi. Hópurinn var staddur í félags- heimilinu Gunnarshólma í Aust- ur-Landeyjum. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Erlingur Grétar Einarsson, leikstjórar verksins sem hópurinn hafði nýlokið sýningum á, sáu um það að koma hópnum út í rýmingarrútu og á Hvolsvöll. Fólk- ið þurfti að skilja föggur sínar eftir að miklu leyti, auk þess sem fáir voru ökufærir og því urðu einhverj- ir bílar eftir á staðnum líka. Kolbrún segir hópinn hafa verið nokkuð skelkaðan og að einhverjir hafi talið að þetta yrði þeirra síð- asta. Sá ótti var þó skjótt kveðinn niður enda að mestu ástæðulaus. Þá var fólki mjög brugðið þegar komið var á Hvolsvöll og í ljós kom að einn pilturinn, góðglaður mjög, hafði orðið eftir í félagsheimilinu. Hann hafði illa gert sér grein fyrir ástandinu og ákvað að fara aftur inn í húsið að sofa. Þegar það upp- götvaðist að hann vantaði í hópinn var lögregla send eftir honum og skilaði honum á Hvolsvöll skömmu síðar. Nemarnir voru í kjölfarið allir ferjaðir til Reykjavíkur, en leikstjór- arnir tveir fengu inni hjá ættingja Erlings í sveitinni. - sh Á fimmta tug framhaldsskólanema var í skólaferðalagi í Landeyjum: Hræðsla þegar einn gleymdist KOLBRÚN BJÖRT SIGFÚSDÓTTIR Eldgos á Fimmvörðuhálsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.