Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. mars 2010 13 STJÓRNSÝSLA Kristín Völundar- dóttir, sýslumaður á Ísafirði og lögreglustjóri Vestfjarða, hefur verið skipuð í embætti forstjóra Útlendingastofnunar. Kristín lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 1992 og framhaldsnámi í Kanada 1994. Kristín starfaði í sex ár hjá Útlendingastofnun og forvera hennar, Útlendingaeftirlitinu, áður en hún fór til starfa í dómsmála- ráðuneytinu árið 2005. Árið 2006 var hún sýslumaður á Hólmavík. Ellefu sóttu um embættið en tveir drógu umsóknir sínar til baka. - bþs Forstjóri Útlendingastofnunar: Kristín skipuð KÍNA Tilnefningar til friðarverð- launa Nóbels í ár endurspegla þrýsting Vesturlanda á Kína. Þetta er skoðun leiðarahöfundar Global Times í Kína, sem nýverið fjallaði um verðlaunin. Í hópi þeirra 237 sem tilnefndir eru til verðlaunanna eru Liu Xiao- bo, Hu Jia og Rebiya Kadeer, yfir- lýstir gagnrýnendur stjórnvalda. Leiðarahöfundurinn gagnrýn- ir að enginn fjölmargra Kínverja sem lagt hafi þung lóð á vogar- skálar friðar og framfara í land- inu síðustu þrjá áratugi hafi hlotið tilnefningu til Nóbelsverðlaun- anna. Verðlaunin séu misnotuð í pólitískum tilgangi og slíkt verði að fordæma. - óká Ósáttir í Kína við tilnefningar: Nóbelnum beitt gegn Kína GRÆNLENSK BÖRN Stofnfundur félags um Grænlandssetur verður haldinn klukkan ellefu í fyrramálið í Náttúrugripa- safni Bolungarvíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING Hugmyndir eru uppi um stofnun Grænlandsseturs í Bol- ungarvík, að því er fram kemur á fréttavefnum Víkari.is. „Setrinu verður ætlað að safna fróðleik og munum tengdum Grænlandi og samskiptum Íslands og Grænlands í fortíð, nútíð og framtíð; standa að kynningum og sýningarhaldi tengdu Grænlandi, stuðla að auknum samskiptum íbúa landanna og eftir föngum stunda rannsóknir tengdar græn- lenskum málefnum,“ segir þar og bent á að Bolungarvík sé sá byggði staður á landinu sem hvað næstur sé Grænlandi. - óká Grænlandssetur í bígerð: Bolungarvík er næst Grænlandi SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarráði Kópavogs hafnaði til- lögu Vinstri grænna um að fresta ráðningu nýs almannatengils. „Það er með ólíkindum að Sam- fylkingin og VG sem stöðugt kalla eftir upplýstri og gegnsærri stjórnsýslu skuli nú leggjast gegn ráðningunni,“ bókaði meirihlut- inn sem kveður upplýsingaflæði frá bænum verða markvissara. „Um þessar mundir er verið að draga verulega saman í rekstri bæjarfélagsins m.a. með uppsögn- um starfsfólks og skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Því skýtur skökku við að á sama tíma er rokið til og ráðið í starf sem losnar í yfirstjórn bæjarins,“ bókuðu fulltrúar Samfylkingar- innar. - gar Tekist á um almannatengil: Upplýsingarnar flæða betur NÁM Innleiðingu nýrra fram- haldsskólalaga verður frestað að hluta til, segir Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra. Til dæmis verður lengingu skólaárs sem kveðið er á um í lögum slegið á frest. Í ræðu ráðherrans á nýaf- stöðnu menntaþingi kom einnig fram að hægt verður á innleiðingu þeirra hluta laganna sem snúa að gildistöku nýrrar aðalnámskrár í framhaldsskólum. Tveir framhaldsskólar eru þegar farnir að vinna eftir nýjum lögum, sem fela meðal annars í sér nýtt einingakerfi til stúdentsprófs, Kvennaskólinn og Framhalds- skólinn í Mos- fel lsbæ. Þar fyrir utan eru margir skólar farnir að laga starfið að nýjum lögum. Sú vinna heldur áfram segir Katrín. Ástæða frestunar á fram- kvæmd laganna er niðurskurður til menntamála, en að sögn Katr- ínar er verið að skoða í ráðuneyt- inu hvernig komið verður á móts við hann. Að sögn Katrínar munu línur í þeim efnum skýrast á næstunni. Þess má geta að fulltrúafund- ur Félags framhaldsskólakennara sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem mælst var til þess að inn- leiðing laganna yrði endurskoð- uð vegna kostnaðar sem af þeim hlýst. Lögin voru samþykkt árið 2008 en áttu að koma til fullra framkvæmda haustið 2011. - sbt Menntamálaráðherra endurskoðar innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga: Lengingu skólaársins frestað KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Rekstur HB Granda skilaði 13 milljónum evra í hagnað á síðasta ári. Stjórnin leggur til að greidd verði út 12 prósent af nafnvirði hlutafjár í arð, en þau samsvara 204 millj- ónum króna á lokagengi ársins 2009. Rekstrartekjur félagsins í fyrra voru 117 milljónir evra. Hagnaður ársins 2008 nam 16 milljónum evra. Minna veiddist af ufsa og karfa árið 2009 en árið áður, en veiði frystitogara á gull- laxi og úthafskarfa jókst mjög. - kóp HB Grandi gengur vel: Greiðir 204 milljónir í arð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.