Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 40
24 22. mars 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska landsliðið átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja Færeyinga í gær. Leikurinn endaði 2-0 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. F yrst skoraði Matth ías Vi lhjá lmsson með ska l la eftir fyrirgjöf Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og svo bætti Kolbeinn Sigþórsson við marki af stuttu færi eftir undirbúning Steinþórs Freys Þorsteinssonar. „Það er frábært fyrst og fremst að fá sigur og ekki leiðinlegt að ná marki í fyrsta leik,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið. „Manni hefur dreymt um að spila fyrir Ísland og nú reynir maður að halda bara þeirri stefnu að skora sem mest fyrir landsliðið.“ Hann hefði með smá heppni getað skorað fleiri mörk. „Ég fékk þrjú mjög góð færi og hefði átt að klára þau. En eins og ég segi var númer eitt að ná sigri. Við vorum talsvert betri í fyrri hálfleiknum og hefðum átt að bæta þriðja markinu við sem fyrst. Þeir fengu síðan fín færi í seinni hálfleik og við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark. En klárlega sanngjarn sigur.“ Kolbeinn var sífellt ógnandi í fremstu víglínu en íslenska liðið var mun bitmeira fram á við en það færeyska. Baldur Sigurðsson kom inn fyrir Matthías sem meiddist snemma í seinni hálfleik og var Baldur ekki búinn að vera lengi inná þegar hann komst nálægt því að skora en yfir fór boltinn. Annar varamaður, Óskar Örn Hauksson, fékk dauðafæri um miðjan seinni hálfleik en náði að skalla framhjá þegar í raun var auðveldara að skora. Simun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, fékk besta færi gestana eftir mikinn misskilning milli miðvarðana Jóns Guðna Fjólusonar og Vals Fannar Gíslasonar. Simun komst framhjá Fjalari Þorgeirssyni í markinu en náði ekki að nýta sér að markið var opið og skotið fór framhjá. Um 300 manns lögðu leið sína í Kórinn í gær og var Kolbeinn nokkuð sáttur við það. „Ég bjóst við að færri myndu mæta þar sem Liverpool og Manchester eru að spila á sama tíma,“ sagði Kolbeinn. Íslenski hópurinn heldur nú til Bandaríkjanna og leikur þar vináttulandsleik gegn Mexíkó seint á miðvikudagskvöld. „Við förum í þann leik og ætlum að reyna að stríða þeim. Seinast þegar ég frétti var búið að selja einhverja 75 þúsund miða og það verður bara góð stemning.“ elvargeir@frettabladid.is Markmið númer eitt var að ná sigri og það tókst Ísland vann sannfærandi 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum. Þegar liðin mættust á sama stað fyrir ári unnu gestirnir en nú sýndi íslenska liðið betri leik. STÖÐUGT ÓGNANDI Kolbeinn Sigþórsson átti flottan leik í Kórnum í gær og sýndi að hann er framtíðarmaður í landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Við vorum betri aðilinn í þessum leik allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson eftir leikinn gegn Færeyjum. Hann var greinilega mjög sáttur við frammistöðu sinna manna. „Við áttum ekki í teljandi vandræðum. Þeir áttu eitt færi eftir misskilning varnarmanna en annars var þetta mjög sanngjarnt.“ Íslenska liðið lagði upp með að pressa gesti sína. „Ég hefði viljað að við hefðum átt möguleika á að vera aðeins rólegri á boltanum. Spennustig leikmanna var mjög hátt og viljinn til að vinna leikinn var mikill,“ sagði Ólafur. En hvaða leikmenn stóðu upp úr að hans mati? „Mér fannst allir leikmenn standa sig vel í þessum leik. Leikjareynslan í hópnum er ekki mikil en mér fannst Bjarni (Guðjónsson) og Valur Fannar (Gíslason) sem eru reynslumeiri mennirnir í liðinu stýra því mjög vel. Svo voru ungir strákar sem sýndu frábæra takta.“ Ólafur hrósaði Kolbeini Sigþórssyni sem skoraði í sínum fyrsta leik. „Það var mjög flott hjá honum að skora og hann er greinilega mjög öflugur fótboltamaður. Hann verður framtíðarmaður Íslands, ég er klár á því,“ sagði Ólafur sem býst ekki við að breyta liði sínu og leikaðferð mikið fyrir leikinn gegn Mexíkó á miðvikudaginn en hann fer fram í Bandaríkjunum. „Menn eru í erfiðu æfingaprógrammi hér á Íslandi og eru þar að auki að fara í erfitt ferðalag. Þetta reynir á menn en verður klárlega skemmtilegt enda búist við fjölmörgum áhorfendum. Þessi leikur gegn Færeyjum er fínt veganesti fyrir Bandaríkjaferðina.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greip inn í viðtalið til að óska Ólafi góðrar ferðar til Bandaríkjanna. „Þú veist að síðast þegar við vorum þarna úti fór 0-0,“ sagði Geir og brosti. Ólafur var fljótur til svars: „Núna vinnum við 1-0.“ ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: SIGURINN GEGN FÆREYJUM GOTT VEGANESTI TIL BANDARÍKJANNA Bjarni og Valur Fannar stýrðu liðinu mjög vel > Ólafur leitar skýringa Ólafur landsliðsþjálfari var búinn að heyra af því að Eiður Smári Guðjohnsen hefði verið staddur á hótelbar hér á landi á sama tíma og hann fékk frí frá verkefni landsliðsins. Hann fékk fríið til að einbeita sér að því að vinna sér inn sæti í liði Tottenham og lék því ekki vináttulandsleik gegn Kýpur. Blaðamaður spurði Ólaf eftir leikinn í gær hver næstu skref í málinu verða. „Ég á eftir að leita skýringa á þessu máli og skoða það. Ég get ekki svarað því fyrr,“ sagði Ólafur. Vináttulandsleikur Ísland - Færeyjar 2-0 1-0 Matthías Vilhjálmsson (10.), 2-0 Kolbeinn Sigþórsson (37.) Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson (Fjalar Þorgeirsson 46.), Skúli Jón Friðgeirsson (Guðmundur Reynir Gunnarsson 88.), Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Kristjánsson, Matthías Vilhjálmsson (Baldur Sigurðsson 49.), Steinþór Freyr Þorsteinsson (Atli Guðnason 77.), Kolbeinn Sigþórsson (Alfreð Finnbogason 84.), Jóhann Berg Guðmundsson (Óskar Örn Hauksson 65.). N1-deild karla Grótta - Akureyri 29-26 (15-9) Mörk Gróttu (skot): Hjalti Þór Pálmason 11 (14), Anton Rúnarsson 5 (12/1), Jón Karl Björnsson 3/1 (7/2), Viggó Kristjánsson 3 (6), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 2 (2), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4). Varin skot: Magnús Sigmundsson 20 skot varin. 44%. Hraðaupphlaup: 2 (Viggó, Ægir) Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton) Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 5 (12), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Oddur Grétarsson 3 (7), Andri Snær Stefánsson 2/6 (2/6), Jónatan Þór Magnússon 2/1 (6/1), Heimir Árnason 2 (10). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 6/1. Hafþór Einarsson 9/1. Hraðaupphlaup: 6 (Hörður 2, Hreinn 2, Árni, Andri) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Oddur, Halldór, Heimir, Jónatan) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. STAÐAN: Haukar 16 12 2 2 408-377 26 Akureyri 17 10 2 5 463-430 22 FH 16 9 1 6 453-426 19 HK 16 9 1 6 434-411 19 Valur 16 8 2 6 395-377 18 Grótta 17 5 0 12 424-458 10 Fram 16 4 1 11 412-447 9 Stjarnan 16 3 1 12 364-428 7 ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Gróttumenn unnu í gær sinn fyrsta deildarleik síðan í desember þegar þeir lögðu lið Akureyrar 29-26 í N1-deildinni. Heimamenn voru með yfir- höndina mestallan fyrri hálf- leikinn og þungir norðanmenn sem komu keyrandi frá Akureyri virtust ekki eins klárir í slaginn og Gróttu-liðið. Heimamenn voru yfir í hálfleik 15-9 en það var vel mætt í höllina á nesinu í gær þar sem var boðið upp á grillaðar pylsur og fleira. Í síðari hálfleik fór að fær- ast meira líf í leikinn og ljóst að Rúnar Sigtryggsson, þjálf- ari Akureyrar, las vel yfir leik- mönnum sínum í leikhléi. Það var allt annað að sjá liðið og það minnkaði muninn minnst niður í eitt mark í leiknum. Síðustu fimm mínútur leiksins voru æsispenn- andi og var jafnvel útlit fyrir að Akureyri myndi stela sigrin- um. Gróttu-liðið hefur ítrekað tapað leikjum í blálokin í vetur en svo var ekki að þessu sinni og kláruðu þeir félagar dæmið örugglega. Hjalti Þór Pálmason fór mikinn í liði heimamanna en hann skor- aði ellefu mörk og átti frábæran leik í gær. Magnús Sigmundsson, markvörður Gróttu, átti einnig góðan dag en hann varði tuttugu skot í þessum langþráða sigri þeirra Seltirninga. „Það er búinn að vera stígandi í liðinu og ég er búinn að bíða eftir sigri í deildinni síðan í desember,” sagði Hjalti Þór eftir leik. „Við erum búnir að vera ótrú- lega nálægt því að vinna marga leiki en svo missum við þá frá okkur í lokin. Þetta hefur verið eitthvað sálrænt sem við höfum ekki komist að hvað er. Þetta drama í kringum að Halldór tekur við Hauka-liðinu þjappar okkur bara saman og gerir okkur sterkari,“ bætti Hjalti við. - rog Hjalti Þór Pálmason fór á kostum með Gróttu í gær þegar liðið vann langþráðan sigur í N1-deildinni: Dramað kringum Halldór styrkir okkur TEKINN FÖSTUM TÖKUM Gróttumaðurinn Anton Rúnarsson í gíslingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI „Eigum við ekki að segja það að ferðalagið hafi setið í leikmönnum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyr- ar, eftir tapið gegn Gróttu. Þeir félagar þurftu að keyra suður þar sem flugið féll niður útaf eldgosinu. „Það er samt ekkert ástæðan fyrir tapinu, þeir mættu bara gríðarlega tilbúnir en við ekki. Það var nú alveg vitað mál að þeir myndi koma brjálaðir í þennan leik. Það vantaði vörn og vantaði góð skot. Þetta var bara það týp- íska, þeir mættu meira tilbúnir en við,“ sagði Guðlaugur. - rog Guðlaugur Arnarsson: Við mættum ekki tilbúnir BARÁTTA Gróttumenn voru meira tilbún- ir í verkefnið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Rhein-Neckar Löwen vann nauman sigur á Hannover Burgdorf 27-26 í þýska handboltanum í dag. Hannover var yfir stærstan hluta leiksins og leiddi í hálfleik með tveggja marka mun. Snorri Steinn Guðjónsson átti góðan leik og skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen, Ólafur Stefánsson var með fjögur, þar af þrjú úr vítum. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark Gummersbach sem lagði Grosswallstadt á útivelli í þýska handboltanum 26-25. Róbert skoraði alls þrjú mörk í leiknum en sigurmarkið kom þegar 30 sekúndur voru eftir. Einar Hólmgeirsson og Sverre Jakobsson léku með Grosswallstadt en komust ekki á blað. - egm Fjör í þýska handboltanum: Naumur sigur RN Löwen FIMM MÖRK Snorri Steinn átti góðan leik í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Cardiff vann 3-1 sigur gegn Watford í ensku 1. deildinni í dag. Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir Watford og skoraði mark liðsins í blálokin. Watford er í 19. sæti deildarinnar og nálgast fallsæti. Aron Einar Gunnarsson kom inn sem varamaður og lék síðasta hálftímann fyrir Coventry sem gerði 2-2 jafntefli við Leicester á útivelli. - egm Watford í harðri fallbaráttu: Heiðar skoraði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.