Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 12
 22. mars 2010 MÁNUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifærisdagar í verslun okkar! Flottir lampar á Tækifærisverði. Tæki 8.900 4.900 í mars Brick borðlampar Tækifærisverð: kr. stgr. Vendela borðlampar Tækifærisverð: kr. stgr. 1 2 1 2 færi AFGANISTAN, AP Ættarhöfðingjar Pastúna í Afganistan nörtuðu í súkkulaðitertu og ávexti sem bornir höfðu verið á borð meðan þeir hlustuðu kurteislega á ræður bandarískra herforingja um nýtt fyrirkomulag. Það gerir öldungum afganskra þorpa kleift að fá fanga leysta úr haldi Bandaríkjamanna ef þeir í staðinn lofa að bera ábyrgð á þeim. Síðan stóð einn öldunganna upp og hóf að spyrja spurninga. Hvers vegna var fjórum mönnum, sem nú voru látnir lausir, haldið mán- uðum saman í Bagram-fangelsinu án þess að til væru nokkur sönnun- argögn gegn þeim? Og hvers vegna halda Bandaríkjamenn áfram að ráðast inn á heimili fólks að næt- urlagi án þess að ráðgast við öld- unga þorpsins, eins og lofað hafði verið? Fangelsið við Bagram-flugvöll, skammt norður af höfuðborginni Kabúl, er hið stærsta sem Banda- ríkjamenn reka í Afganistan. Þar hafa um 600 manns verið í haldi vegna gruns um stuðning við tali- bana. Síðan í janúar hafa ættar- höfðingjar átt kost á því að fá menn úr þessum hópi látna lausa, með því að gangast í ábyrgð fyrir þá og lofa að fylgjast með því hvort þeir sýni einhver merki um að taka þátt í uppreisn talibana. Síðan bandaríski herforinginn Stanley McCrystal tók við sem yfirmaður herafla NATO í Afgan- istan á síðasta ári, hefur hann lagt áherslu á samstarf við heimamenn til að gera þá fráhverfa stuðningi við uppreisnarhópa. Þau samskipti snúast oftar en ekki upp í vettvang fyrir óánægju heimamanna, sem safnast hefur upp árum saman. Bagram-fangelsið hefur verið sérlega viðkvæmt deilumál. Heima- menn hafa ekki síst gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að handtaka fólk á heimili þess að næturlagi án þess að gefa neinar skýringar. „Afganar heyra margt,“ sagði Walir Wakil, einn öldunganna á fundinum í Kabúl. Hvar, spurði hann, má sjá merki þess að stefna Baracks Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf erlendra her- manna við leiðtoga heimamanna hafi verið tekin upp? Patrick McCarthy, bandarískur sjóliðsforingi, reyndi ekki að rétt- læta framferði landa sinna á fund- inum. Hann gerði ekki annað en að biðja menn að sýna þolinmæði, eins og þeir hafa verið beðnir um að gera í átta ár. „Við erum að breyta starfshátt- um okkar þannig að Bandaríkja- menn og Afganar geti starfað saman hlið við hlið,“ sagði hann. „Það tekur svolítinn tíma að koma þessu öllu í réttan farveg.“ gudsteinn@frettabladid.is Afganar enn beðnir að sýna þolinmæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Stanley McChrystal, yfirmaður NATO-liðsins í Afganistan, hafa ítrekað lofað því að herliðið þar muni sýna meiri aðgæslu í samskiptum við heimamenn. Á FUNDI MEÐ BANDARÍKJAMÖNNUM Í KABÚL Haji Katel, einn afgönsku öldunganna, kveður sér hljóðs og hafði ýmislegt að segja við bandarísku herforingjana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.