Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 16
16 22. mars 2010 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
sumarferdir.is
Frábært golftilboð!
Villaitana, Benidorm – Alicante
12.-17. apríl
Verð á mann m.v. 2 fullorðna. í
tvíbýli. Innifalið er flug með sköttum
og flutningi á golfsetti. Akstur til og
frá flugvelli erlendis. Gisting með
morgun og kvöldmat. 5 golfdagar
119.900 kr.frá
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnar-innar til þess að takast á við
skuldavanda heimilanna eru um
margt ágætar. Yfirlýsingar ráð-
herra um að aðgerðarpakkinn nái
að öllu leyti utan um vandann eru
hins vegar í besta falli spaugileg-
ar. Talsvert meira þarf að gera til
þess að sátt geti ríkt á lánamark-
aði á Íslandi og til þess að hinn
ógnarstóri skuldavandi þjóðarinn-
ar teljist að fullu leystur. Skulda-
vandi heimilanna er vandi af slíkri
stærðargráðu að betur fer á því
að tileinka sér vissa auðmýkt og
minni yfirlýsingagleði í viðureign-
inni við hann. Nógu stórt var talað
þegar síðasti aðgerðarpakki rík-
isstjórnarinnar var kynntur í okt-
óber síðastliðnum. Hann náði ekki
tilætluðum árangri.
Betrumbætur boðaðar
En nú eru boðaðar betrumbætur.
Margt í aðgerðarpakka ríkis-
stjórnarinnar er afsprengi vinnu-
bragða sem gjarnan mættu sjást
víðar í stjórnmálunum um þessar
mundir. Þverpólitískur samráðs-
hópur um skuldavanda heimila
og fyrirtækja hefur nú starfað
um nokkurt skeið. Margar höf-
uðáherslur þess hóps er að finna
í aðgerðarpakkanum. Þannig
hefur stofnun embættis umboðs-
manns skuldara, eða lántakenda,
átt hljómgrunn í öllum flokkum
á þingi, að því er ég best veit, og
eins hefur verið nokkuð víðtæk-
ur samhljómur á meðal flokk-
anna um mikilvægi þess að hanna
betur þá ferla sem fólki í veruleg-
um greiðsluvanda býðst til þess
að endurskipuleggja skuldir sínar.
Á þessu er tekið í aðgerðarpakk-
anum.
Mikilvægt embætti umboðsmanns
Það er mikilvægt að tala ekki
niður hið nýja embætti umboðs-
manns skuldara. Hugmyndin er
góð. Þessu embætti verður ætlað
að vera málsvari lántakenda gagn-
vart kröfuhöfum. Í gegnum þetta
embætti munu skuldarar geta
fengið úrlausn sinna vandamála,
ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa
góðan sjens. Að því sögðu er þó
líka mikilvægt að hafa í huga, að
auðvitað verður að vakta vel hvort
embættið virkar eða ekki. Margir
vankantar gætu komið í ljós sem
nauðsynlegt verður að sníða af.
Meðal annarra fagnaðarefna í
frumvarpsdrögum ráðherranna
má nefna, að til stendur að taka á
málum þeirra skuldara sem sitja
uppi með tvær eignir, en þau mál
hafa verið í pattstöðu alltof lengi.
Eins eru góðar áherslur lagðar í
þátt að auka möguleika á óverð-
tryggðum lánum. Meira þarf að
gera í þeim efnum. Auk þess eru
skref í átt að aukinni fjölbreytni á
húsnæðismarkaði, með kaupleigu-
íbúðum og húsnæðissamvinnufé-
lögum, töluvert gleðiefni.
Hvar eru almennu aðgerðirnar?
En kem ég nú að göllunum. Það
er orðið rannsóknarefni hvað
ríkisstjórnarflokkarnir virðast
sýna nauðsyn almennra aðgerða
í skuldamálum lítinn skilning.
Lítið á að gera fyrir þann stóra
hóp fólks sem ekki telst beinlínis
vera í greiðsluvanda, en er þó
á mörkunum. Þetta er hin stóra
millistétt á Íslandi. Hrunið tók
frá henni hið fjárhagslega svig-
rúm sem hún hafði. Ekki fyrr en
vanda þessa hóps verður mætt
með almennum aðgerðum, eins og
leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum
slíkum, getur mögulega mynd-
ast sátt á íslenskum lánamarkaði.
Hið efnahagslega markmið er líka
augljóst: Þessi hópur, sem telur
þorra Íslendinga, verður að losna
við byrðar. Að öðrum kosti hefst
ekki eðlileg neysla og fjárfesting í
samfélaginu.
Á að gera höggið frádráttarbært?
Eina almenna aðgerðin sem ríkis-
stjórnin boðar er raunar algerlega
þvert á þessi markmið. Hún felst
í því að skattleggja afskriftir. Slík
áform virka óneitanlega sem blaut
tuska í andlit þeirra sem barist
hafa fyrir almennri leiðréttingu á
höfuðstól.
Það má þó kannski freista þess
að hugsa uppbyggilega og reyna
að snúa þessari vondu hugmynd
upp í aðra betri. Ef ríkisstjórn-
in vill fara í almennar aðgerðir í
gegnum skattkerfið, er auðvitað
fullkomlega eðlilegt að leggja til,
að sú dæmalausa aukning á höf-
uðstól sem lántakendur tóku á sig
í hruninu komi til frádráttar frá
skatti. Þar gæti verið komin leið
til þess að létta byrðar hrunsins af
almenningi. Þetta þarf að skoða.
Eitt er víst: Krafa þorra lántak-
enda um léttari og sanngjarnari
byrðar verður bara háværari eftir
því sem aðgerðarleysið í þeim
efnum er meira. Næstu skref á
lánamarkaði felast einkum í því að
mæta þessari kröfu af röggsemi.
Höfundur er alþingismaður.
Næstu skref
GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON
Í DAG | Skuldavandi
heimilanna
Betra vatn til framtíðar
UMRÆÐA
Alþjóðlegur dagur vatnsins
Vatnsgæði og mikilvægi þess í vatnsstjórnun er umræðuefni
alþjóðlegs Dags vatnsins þann 22.
mars nk. Hreint vatn er grund-
völlur fyrir heilbrigði manna
og vistkerfa, og er mikilvægur
liður í sjálfbærri efnahagsþróun
samfélaga. Vatnsgæði ber ekki
oft á góma í þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Það er
kannski ekki skrýtið í ljósi þess að við höfum með
örfáum undantekningum hreint og afar gott vatn.
Næringarefnaauðgun sem ógnar vatnavistkerfum í
mörgum löndum er nær óþekkt á Íslandi. Jafnframt
er 95% af neysluvatni á Íslandi ómengað grunnvatn,
en ekki klórað yfirborðsvatn. Af þessum sökum
er ekki óalgengt að við tölum um „hreinasta vatn
í heimi“. Við njótum góðs af þessu næga ómeng-
aða vatni í flestum undirstöðuatvinnuvegum okkar,
eins og í fiskiðnaði, orkuframleiðslu, landbúnaði,
gróðurhúsaræktun. Tækifæri geta leynst til frekari
verðmætasköpunar bæði með nýsköpun svo og betri
markaðssetningu á afurðum og þjónustu úr þessu
gæðavatni.
En hvað vitum við um vatnsgæði á Íslandi? Er
hreint vatn sjálfgefið eða eru
hættur sem þarf að varast?
Skemmst er að minnast nóró-
verufaraldra sem urðu á tveimur
ferðamannastöðum sumarið 2004
þar sem yfir þrjú hundruð manns
veiktust. Orsökina mátti í báðum
tilfellum rekja til mengunar
neysluvatns. Margir muna einnig
eftir klórslysum í Varmá og Ell-
iðaám sem ollu fiskdauða. En að
öllum líkindum er helsta hættan
aukin ásókn í landnýtingu nálægt vatnsbólum og
því þarf að taka tillit til vatnsverndarsjónarmiða
við alla skipulagsvinnu. Einnig er mikilvægt að
kortleggja betur vatnsgæði og standa vel að verki
við verndun vatnsins.
Í flestum löndum heims er aðgangur að hreinu
vatni forréttindi og ekki sjálfgefinn hlutur. Íslenska
vatnafræðinefndin í samvinnu við fleiri aðila stend-
ur fyrir ráðstefnunni Betra vatn til framtíðar sem
fjallar um þessi mál. Ráðstefnan verður haldin í
Orkugarði við Grensásveg 9 mánudaginn 22. mars
frá kl. 13-16 og eru allir velkomnir.
Hrund Ó. Andradóttir og María J. Gunnarsdóttir,
Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Háskóla Íslands.
En hvað með fólkið?
„Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði
af þessu tengdust fluginu.“ Svo mælti
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali
við Vísi í gær. Vissulega er það rétt
hjá Ernu, sem hún hafði áhyggjur
af, að vont er ef flugáætlanir
raskast. Það er vissulega
leiðinlegt að bíða eftir flugi
og líklega gætu einhverjir
tapað fjármunum, sem
er líka leiðinlegt. En hefði
ekki verið eðlilegra að
fyrstu áhyggjur hefðu
tengst fólki í nágrenni
gossins?
Augljós tengsl
Hinn skemmtilegi þjóðfélagshópur
gárungar lætur ekki að sér hæða,
frekar en endranær. Þeir ræddu það
sín á milli hvernig möguleiki væri að
tengja fréttir af gosinu í Eyjafjallajökli
við Icesave, til að viðhalda því að
önnur hver frétt fjalli um það
mál. Þeir þurftu hins vegar
ekki að brjóta heilann lengi;
alþjóðlega fréttastofan AP
tók af þeim ómakið og
birti ítarlega frétt um gosið á
Íslandi og Icesave-
skuldina. Aug-
ljós tengsl.
Skilja ekki alveg
Sigurjón Þórðarson hefur formanns-
tíð sína hjá Frjálslynda flokknum
með nýja stjórnmálayfirlýsingu upp á
vasann. Þar lýsir flokkurinn yfir líklega
kær-, en heldur seint til komnum,
stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu,
sem fram fór 6. mars. Eitthvað
hefur þó flokkurinn misskil-
ið málið, því hann styður þá
ákvörðun forsetans að „vísa
þeirri ákvörðun til þjóðarinnar,
hvort þjóðin eigi að greiða
skuldir óreiðumanna“.
Það hefur forsetinn
aldrei gert.
kolbeinn@frettabladid.is
HRUND Ó.
ANDRADÓTTIR
MARÍA J.
GUNNARSDÓTTIR
N
áttúruöflin eru máttug á Íslandi. Á það var minnt
um helgina þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi.
Enn sem komið er virðist ekki vera á ferðinni
mikið gos en í fyrrinótt og í gær kom vel í ljós
hversu vel bæði vísindamenn og almannavarnir
fylgjast með jarðhræringum og eldvirkni, hversu miklu máli sú
árvekni skiptir og síðast en ekki síst hversu vel viðbragðsáætl-
anir vegna náttúruhamfara eru unnar og hversu vel þær ganga
upp þegar til þess kemur að vinna þarf eftir þeim.
Atburðir helgarinnar minntu vel á að við eigum framúrskar-
andi almannavarnakerfi. Þar er á ferðinni smurð vél þar sem
hver þáttur skilar sínu eins og best verður á kosið. Samhæf-
ing aðila gengur snurðulaust þannig að ekkert atriði verður
út undan.
Strax og ljóst var að eldgos væri hafið í fyrrinótt var samhæf-
ingarstöð almannavarna í Skógarhlíð virkjuð en þar er unnið
eftir fyrirfram tilbúinni viðbragðsáætlun. Rýming þeirra bæja
í nágrenni jökulsins sem taldir voru í hættu tók ekki nema tvær
klukkustundir. Þremur fjöldahjálparstöðvum var komið á fót á
Hellu, Hvolsvelli og í Vík en þangað komu þeir sem höfðu þurft
að yfirgefa heimili sín til skráningar. Þessi aðgerð var fumlaus
þótt um miðja nótt væri.
Náttúruöflin á Íslandi eru til alls vís. Það er því gríðarlegur
styrkur og mikið öryggi í því fólgið að við eigum vel samhæft
og gott almannavarnakerfi sem fer af stað þegar glíma þarf
við náttúruöflin. Þar er öryggi manna sett í forgang. Yfirsýn og
yfirvegun einkennir störf þeirra fjölmörgu sem að verkefninu
koma: starfsmenn Veðurstofu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar,
Neyðarlínu og svo sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross
Íslands. Allur þessi hópur vann framúrskarandi störf nú um
helgina og mun gera áfram meðan þörf krefur.
Mikið er lagt upp úr því að halda almannavörnunum vel
smurðum með reglulegum æfingum. Um helgina kom í ljós
hversu miklu það skiptir. Einnig er augljóst að fumlaus við-
brögð almannavarnakerfisins um helgina gefa góð fyrirheit
um þau viðbrögð sem búast má við þegar enn öflugri náttúru-
hamfarir gera vart við sig.
Við búum í landi þar sem náttúruöflin eru til alls vís. Enginn
veit hvenær og hvernig þau láta á sér kræla. Það felst því mikið
öryggi í vitneskjunni að almannavarnakerfið bregst ekki þegar
á reynir.
Styrkur almannavarnakerfisins kom vel í ljós
þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi í fyrrinótt.
Fumlaus viðbrögð á
öllum vígstöðvum
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Allur þessi hópur vann framúrskarandi störf nú um
helgina og mun gera áfram meðan þörf krefur.