Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 42
26 22. mars 2010 MÁNUDAGUR
Húsgögn fyrir hagsýna
Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040
w w w . h i r z l a n . i s
Tilboð 49.900,-
Fullt verð 66.900,-
Tilboð 15.500,-
Fullt verð 20.300,-
kr. 18.800,-
Beyki,
Hvítt
Hvítt, Hlynur, Kirsuber
Bókahillur í
úrvali
Einkarekin í 17 ár!
Tilboð 79.900,-
Fullt verð 108.600,-
Tilb
oð
Coffee
Kirsuber
Tilb
oð
Tilb
oð
FÓTBOLTI Englandsmeistarar
Manchester United unnu lang-
þráðan sigur á Liverpool í gær.
Liverpool hafði unnið þrjár síð-
ustu viðureignir liðanna áður en
kom að þessum leik. Kóreumað-
urinn Ji-Sung Park skoraði sigur-
markið á Old Trafford og er Unit-
ed á kunnuglegum stað á toppi
deildarinnar.
Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, var kampa-
kátur eftir þennan sigur á erki-
fjendunum. Hann hrósaði mið-
varðaparinu Rio Ferdinand og
Nemanja Vidic í hástert en sá
síðarnefndi brá út af vananum
og hélt sér inni á vellinum allan
tímann í gær.
Liverpool fékk óskabyrjun en
Fernando Torres skoraði fyrsta
mark leiksins með skalla eftir
fimm mínútur. Umtalaðasta
atvik leiksins gerðist svo sex
mínútum síðar þegar United fékk
vítaspyrnu. Javier Mascherano
braut á Antonio Valencia en lík-
lega átti brotið sér stað fyrir utan
vítateiginn.
Wayne Rooney steig á punkt-
inn. Pepe Reina, markvörður
Liverpool, náði að verja spyrn-
una en Rooney náði frákastinu og
skoraði.
Sigurmarkið kom á 60. mínútu
þegar Darren Fletcher átti fyrir-
gjöf sem Park skallaði í netið.
Fletcher og Park áttu báðir flott-
an leik fyrir United en sá síðar-
nefndi var fremstur á miðjunni og
óhemju vinnusamur að vanda.
„Þetta var mjög jafn leikur og lið
Liverpool er gott í að stöðva flæði
andstæðingsins. En við sýndum
þolinmæði og markið frá Park Ji-
sung var frábært. Hann átti enn
einn stórleikinn og hefur reynst
okkur mikilvægur,“ sagði Fergu-
son eftir leik en hann vildi fá rautt
spjald á Mascherano fyrir brotið á
Valencia. „Ég get ekki séð hvernig
nokkur maður hefði getað komið í
veg fyrir skot frá Valencia. Þetta
var upplagt marktækifæri og
Mascherano verðskuldaði rautt.“
Rafael Benítez, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, var ekki sama
sinnis og sakaði Valencia um
leikaraskap. „Það eru einhverjar
efasemdir um vítaspyrnudóminn.
Þegar þú sérð endursýninguna
þá er undarlegt hvernig hann féll
til jarðar, Mér fannst þetta vera
dýfa. Þetta skipti miklu máli. Við
vorum að spila vel og vorum full-
ir sjálfstrausts og síðan breytt-
ist allt á einu augnabliki,“ sagði
Benítez.
elvargeir@frettabladid.is
Park kom United á toppinn
Manchester United er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir helgina. Liðið
vann Liverpool í gær þar sem Ji-Sung Park skoraði sigurmarkið með skalla.
GULLS ÍGILDI Kóreumaðurinn Park tryggði United sætan sigur. NORDICPHOTOS/GETTY
Úrvalsdeildin
Blackburn - Chelsea 1-1
0-1 Didier Drogba (5.), 1-1 El Hadji Diouf (69.)
Fulham - Manchester City 1-2
0-1 Roque Santa Cruz (6.), 0-2 Carlos Tévez (35.),
1-2 Danny Murphy (74.)
Man Utd - Liverpool 2-1
0-1 Fernando Torres (4.), 1-1 Wayne Rooney (11.),
2-1 Park Ji-Sung (59.)
Arsenal - West Ham 2-0
1-0 Denílson (4.), 2-0 Cesc Fábregas (82.).
Aston Villa - Wolves 2-2
1-0 John Carew (15.), 1-1 Jody Craddock (22.),
2-2 Emile Heskey (81.)
Everton - Bolton 2-0
1-0 Mikel Arteta (71.), 2-0 Steven Pienaar (88.).
Portsmouth - Hull 3-2
0-1 Craig Fagan (26.), 1-1 Tommy Smith (36.),
1-2 Caleb Folan (72.), 2-2 Jamie O’Hara (87.), 3-2
Nwankwo Kanu (88.).
Stoke - Tottenham 1-2
0-1 Eiður Guðjohnsen (45.), 1-1 Matthew
Etherington (63.), 1-2 Niko Kranjcar (76.)
Sunderland - Birmingham 3-1
1-0 Darren Bent (4.), 2-0 Darren Bent (10.), 2-1
Cameron Jerome (59.), 3-1 Anton Ferdinand
(87.).
Wigan - Burnley 1-0
1-0 Hugo Rodallega (91.)
STAÐAN:
Man Utd 31 22 3 6 72-25 69
Arsenal 31 21 4 6 73-33 67
Chelsea 30 20 5 5 70-28 65
Tottenham 30 16 7 7 55-29 55
Man City 29 14 11 4 55-37 53
Liverpool 31 15 6 10 50-32 51
Aston Villa 29 13 11 5 41-24 50
Everton 30 12 9 9 48-42 45
Birmingham 30 12 8 10 31-34 44
Fulham 30 10 8 12 33-34 38
Stoke City 30 8 12 10 29-35 36
Blackburn 30 9 8 13 32-49 35
Sunderland 30 8 10 12 40-46 34
Bolton 31 8 8 15 36-56 32
Wigan 31 8 7 16 29-59 31
Wolves 30 7 7 16 25-49 28
West Ham 30 6 9 15 37-51 27
Burnley 31 6 6 19 31-64 24
Hull City 30 5 9 16 29-64 24
Portsmouth 30 6 4 20 28-53 13
ENSKI BOLTINN
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði fyrra mark Tottenham er
liðið lagði Stoke 2-1 á útivelli.
„Það er nokkuð langt síðan ég
skoraði mark og það er frábært
að geta loks hjálpað liðinu og á
heildina litið voru þetta stór úrslit
fyrir okkur. Það er í okkar hönd-
um hvort við komumst í Meist-
aradeildina,” sagði Eiður eftir
sigurinn.
„Ég hef alltaf sagst vera fljótur
á fyrstu metrunum og ég er mjög
ánægður með markið mitt. Ég er
þó enn ánægðari með stigin þrjú
því það er ekki auðvelt að sækja
sigur á Britannia-völlinn.
Fólk hefur sínar skoðanir á leik-
stíl Stoke en við þurftum bara
að mæta þeim og vera tilbún-
ir í alvöru bardaga. Við lékum
góðan fótbolta á köflum og börð-
umst vel,“ bætti Eiður við sem er
á lánssamningi frá franska liðinu
Monaco.
Það hefur gengið erfiðlega
hjá Eiði að vinna sér sæti í liði
Tottenham en Harry Redknapp,
stjóri Tottenham, vill halda Eiði
Smára hjá liðinu. „Hann er topp-
leikmaður og býr yfir frábærum
hæfileikum. Fyrst Jermain Defoe
er meiddur hefur hann hlutverk
að leika hjá okkur. Ég vil halda
honum hérna á næsta tímabili,“
sagði Harry Redknapp um Eið
Smára eftir sigurinn gegn Stoke.
- rog
Eiður Smári skoraði fyrir Tottenham á laugardag:
Ansi langþráð mark
ÞAÐ FYRSTA Eiður skoraði sitt fyrsta
mark fyrir Tottenham. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI „Þetta var svo sannar-
lega sigur sem við verðskulduð-
um, við sköpuðum fleiri færi,“
sagði Roberto Mancini, knatt-
spyrnustjóri Manchester City
sem vann 2-1 útisigur á Fulham
í gær.
Eftir sigurinn er City í fimmta
sæti deildarinnar, tveim stigum
fyrir ofan Liverpool og tveimur
stigum á eftir Tottenham. Roque
Santa Cruz kom City yfir eftir
sjö mínútna leik í gær. Carlos
Tevez bætti síðan við öðru marki
fyrir City og staðan 2-0 í hálf-
leik.
Danny Murphy minnkaði mun-
inn fyrir Fulham með eina marki
síðari hálfleiksins. Það kom úr
vítaspyrnu.
Enski landsliðsmaðurinn
Joleon Lescott meiddist í upphit-
un og er óttast að hann verði frá í
einhvern tíma. - egm
Man City vann Fulham:
Sterkur sigur á
erfiðum útivelli
BARÁTTA Tevez lætur finna fyrir sér.
NORDICPHOTOS/GETTY
Chelsea tapaði dýrmætum stigum í baráttunni:
Er orðið erfiðara
FÓTBOLTI „Það er orðið
erfiðara fyrir okkur að
vinna deildina en það er
ekki ómögulegt samt,“
sagði Carlo Ancelotti
eftir að Chelsea náði
aðeins jafntefli við
Blackburn á útivelli í
gær. Leikurinn endaði með
jafntefli 1-1.
„Við töpuðum þarna
tveimur dýrmætum stig-
um. Við byrjuðum vel en
náðum ekki að koma inn
öðru marki og fengum
það síðan í bakið.“
Chelsea er nú fjórum
stigum á eftir Manchester
United sem trónir á toppn-
um en Lundúnaliðið á leik
inn. Didier Drogba kom
Chelsea yfir eftir aðeins
sex mínútna leik með
sínu 22. úrvalsdeildar-
marki á tímabilinu. El-
Hadji Diouf jafnaði fyrir
Blackburn í seinni hálf-
leik og liðin skiptu því
stigunum á milli sín.
„Ég veit ekki hversu
mörg stig við þurfum
til að vinna titilinn en
við megum allavega ekki
misstíga okkur meira.
Við verðum að vinna
á miðvikdudaginn,“
sagði Ancelotti en Chel-
sea mætir Portsmouth í
vikunni.
- egm