Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 22. mars 2010 23 Tónlist ★★★ Silkimjúk er syndin Jón Tryggvi Þægilegur kreppublús Þessi fyrsta sólóplata tónlistarmannsins Jóns Tryggva hefur að geyma lág- stemmt kassagítarpopp þar sem kántrí- og blúsáhrif flögra um. Textarnir snúast að mestu leyti um ástina og hvernig hún getur sigrast á hvers kyns vandræðum eða dökkum hugsunum. Já, ástin og kær- leikurinn er málið þegar græðgisvæðingin er fokin út um gluggann og kreppan bankar á dyrnar, sbr. textann í fyrsta lag- inu, Orðaflaumur: „Þú ert lífsins listamað- ur, leiktu þér að því. Peningar eru ekki penslar þínir. Hefurðu pælt í því“. Bestu lögin eru hið blúsaða Í draumi sérhvers manns, Hugur og bál, sem er í Norah Jones-stílnum, Silki og hið Bubba-lega Uppskriftin II. Sístu lögin eru Uppskriftin I og Hræsnarinn sem eru bæði full þungalamaleg og einfaldlega ekki nógu skemmtileg. Íslensku textarnir eru flestir áhugaverðir og sömu- leiðis kærkomnir í því mikla þurrkatímabili sem stendur yfir hvað þá varðar. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Vel heppnuð frumraun hjá Jóni Tryggva. Þægilegt kassagítar- popp með ágætum íslenskum textum. Einar Bárðarson og Dr. Gunni eiga tvö ný lög á væntanlegri plötu Hvanndalsbræðra sem kemur líklega í verslanir 20. maí. „Það var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni að fá lag eftir Einar. Hann lét okkur hafa eitt hressandi lag sem heitir Plöt- urnar hans pabba. Þetta er eitt af þessum lögum sem við erum að reyna að berja saman í stúdíóinu,“ segir söngvarinn og trommuleikar- inn Valur Freyr Halldórsson. Einn- ig verður á plötunni ska-útgáfa Hvanndalsbræðra af lagi Skrið- jökla, Mikki refur, sem naut mik- illa vinsælda á níunda áratugnum. Sömuleiðis verður þar Eurovision- lagið Gleði og glens, auk La la-lags- ins og Vinkonu, sem bæði fengu góða útvarpsspilun síðasta sumar. „Þetta verður fjölbreyttur diskur. Þarna verður ska, reggí, rokk og popp. Við stefnum á alvöru sumar- disk, hálfgerðan partídisk,“ segir Einar. Síðasta plata Hvanndalsbræðra, Knúsumst um stund, kom út árið 2008 og seldist í tæpum 3000 ein- tökum. Hún var gefin út af þeim sjálfum en nýja platan kemur út á vegum Senu. „Við gerðum tveggja platna samning við þá. Við erum mjög sáttir,“ segir hann. - fb Bræður fá aðstoð HVANNDALSBRÆÐUR Lög eftir Einar Bárðarson og Dr. Gunna verða á væntanlegri plötu Hvanndalsbræðra. LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.