Fréttablaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 6
6 22. mars 2010 MÁNUDAGUR
N1 Deildin
KARLAR
Mánudagur
Framhúsið
Vodafone höll
Kaplakriki
Fram - Haukar
Valur - HK
FH - Stjarnan
19:30
19:30
19:30
2009 - 2010
Markmið námskeiðsins er að þjálfa fólk til starfa við
bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á kennslu í verslunar-
reikningi (24 st.), bókhaldi (36 st.) og tölvubókhaldi (48
st.). Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni. Nemendur
þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa grunnþekkingu á tölvum.
OFT ER AUGLÝST EFTIR
BÓKARA!
Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is
108 stundir - Verð: 99.000.-
Verð fyrir atvinnulausa: 74.250.-
Kvöld- og helgarnámskeið
byrjar 8. apríl.
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
Grunnnám í bókhaldi
FRÉTTASKÝRING
Hvaða áætlun er gangsett þegar
eldgos hefst, og hvernig tókst til í
þetta skipti?
Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands
fylgjast alla jafna með náttúru-
hamförum og hafa það hlutverk að
láta almannavarnadeild Ríkislög-
reglustjóra vita verði hamfarir.
Strax klukkan 22.30 á laugar-
dagskvöld jukust jarðhræringar
undir Eyjafjallajökli, en það var
ekki fyrr en sjónarvottar höfðu
samband við Veðurstofuna á tólfta
tímanum að ljóst var að eldgos
væri hafið í eða undir Eyjafjalla-
jökli, segir Sigurlaug Hjaltadótt-
ir, jarðeðlisfræðingur á Veður-
stofu Íslands.
Strax í kjölfarið var samhæf-
ingarstöð almannavarna í Skógar-
hlíð virkjuð. Unnið er eftir fyrir-
fram ákveðinni viðbragðsáætlun,
og ákveðið var þegar að rýma þá
bæi í nágrenni jökulsins sem gætu
verið í hættu. Viðbragðsáætlunin
gerir einnig ráð fyrir því að flug-
vélum sé haldið frá svæðinu, og
var það gert í kjölfarið.
Starfsmenn Neyðarlínunnar
hafa það hlutverk að láta íbúa á
hættusvæðinu vita. Það gerðu þeir
bæði með því að senda viðkomandi
sms og hringja á alla bæi á svæð-
inu til að láta fólk vita að það ætti
að rýma hús sín án tafar. Rýmingu
á svæðinu var lokið á um tveimur
klukkustundum.
Um fimm hundruð manns var
gert að yfirgefa heimili sín. Rauði
kross Íslands gangsetti þegar
fjöldahjálparstöðvar á Hvolsvelli,
Hellu og í Vík. Þangað komu allir
sem þurftu að yfirgefa heimili sín
til að skrá sig svo björgunarfólk
gæti gengið úr skugga um að allir
væru komnir af hættusvæðinu,
segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðs-
stjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða
krossi Íslands. Um 130 manns
leituðu í hjálparstöðvarnar.
Það er samdóma álit allra sem
Fréttablaðið ræddi við í gær að
aðgerðir hafi gengið ótrúlega
vel, þeir sem að þeim hafi komið
hafi unnið saman eins og vel
smurð vél. Ekki spillti fyrir að
viðbúnaðarstigi hafði verið lýst
yfir vegna skjálftavirkni á svæð-
inu undanfarið, og allir sem komu
að aðgerðum því undirbúnir.
Sólveig segir alla meðvitaða um
að eldgosið hafi hingað til verið
eins og best hafi verið á kosið.
„Ef eitthvað verður stærra síðar
erum við þarna búin að fá mjög
góða æfingu á því hvernig neyðar-
kerfið okkar virkar, og það virkaði
mjög vel,“ segir Sólveig.
Hún segir alltaf einhverja
hnökra koma upp í svo stórum
aðgerðum. Í framhaldinu verði
bætt úr því, til dæmis með því að
gera skráningarblöð fyrir þá sem
þurftu að rýma heimili sín betur
úr garði.
Í æfingum hefur gengið erfið-
lega að fá fólk sem rýma þurfti
hús sín til að koma í fjöldahjálp-
arstöðvarnar og skrá sig, en Sól-
veig segir að nú hafi allir sýnt því
skilning að nauðsynlegt væri að
skrá alla.
Allir sem rætt var við í gær
voru sammála um að öll fjarskipti
hefðu gengið mjög vel í gær. Tetra-
kerfið sem Neyðarlínan, lögregla
og björgunarsveitir nota virkaði á
öllu svæðinu sem björgunarmenn
fóru um í gær. brjann@frettabladid.is
Aðgerðirnar gengu
eins og vel smurð vél
Eldgosið í nágrenni Eyjafjallajökuls kom á besta mögulega stað. Allar aðgerðir í
kjölfar gossins gengu vel. Var mjög góð æfing fyrir neyðarkerfið. Rýmingu húsa
á ætluðu hættusvæði var lokið á innan við þremur klukkustundum.
UNDIRBÚA KOMUNA Starfsmenn Rauða kross Íslands voru í óðaönn að undirbúa fjöldahjálparstöðvar aðfaranótt sunnudags. Um
130 manns gistu í stöðvunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Atburðarás á gosdegi
22.30 Aukinn órói mælist á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands.
23.30 Veðurstofan fær upplýsingar frá sjónarvottum um að gos sé hafið og
lætur lögreglu og almannavarnir vita.
00.20 Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð er virkjuð og viðbragðs-
aðilar kallaðir á vettvang. Ákveðið að rýma samkvæmt áætlun vegna
eldgoss í Eyjafjallajökli og stöðva flugumferð um flugvelli innan 120
sjómílna (220 kílómetra) frá gosinu. Flugvélum er beint frá svæðinu.
Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er mannaður til að taka á móti
símtölum frá aðstandendum.
00.30 Starfsmenn Neyðarlínunnar senda fólki á svæðinu sms-skilaboð og
hringja í það.
00.45 Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins opnaðar á Hellu, Hvolsvelli og í
Vík.
00.56 Aðgerðastjórn umdæmisins kemur saman á Hellu. Rýming hefst í
Fljótshlíð. Þjóðvegi 1 er lokað undir Eyjafjallajökli.
01.00 Jarðeðlisfræðingar á Veðurstofu Íslands staðfesta með sínum mæli-
tækjum að gos sé hafið.
01.40 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fer í loftið með vísindamenn og
varðskipi er beint á svæðið.
03.00 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fer í loftið með vísindamenn.
03.12 Rýmingu bæja á hættusvæði lýkur.
07.30 Bændum hleypt inn á lokuð svæði til að sinna búpeningi.
15.45 Þjóðvegur 1 er opnaður fyrir umferð á ný.
16.45 Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík lokað.
Um 130 manns gistu í fjöldahjálpar-
stöðvum Rauða krossins á Hvols-
velli, Hellu og í Vík í Mýrdal aðfara-
nótt sunnudags.
Hjálparstöðvarnar voru opnaðar í
skólum í bæjunum innan við klukku-
stund eftir að rýming á svæðinu
hófst. Þeim var lokað um miðjan
dag í gær. Íbúum sem ekki mega
enn snúa til síns heima var útveguð
gisting annars staðar. Yfir fjörutíu
sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða
krossins voru í hjálparstöðvunum
þangað til þeim var lokað.
Yfir fjörutíu sjálfboðaliðar Rauða krossins á vettvangi:
Um 130 manns gistu
í hjálparstöðvum
VÍKURSKÓLI Um áttatíu manns gistu í hjálparstöðinni í Vík aðfaranótt sunnudags. Þar
var fólkinu boðið upp á súpu í hádeginu í gær. MYND/HARPA JÓNSDÓTTIR
ELDGOS Gosið sást vel frá jörðu. Þessi
mynd var tekin klukkan sjö um morgun-
inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM