Fréttablaðið - 23.03.2010, Qupperneq 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Ég hef alltaf viljað dansa, en
þar sem ég er frá Svínafelli úr
Öræfum voru ekki beint aðstæður
til að gera neitt að ráði. Þegar ég
frétti af þessum félagsskap manaði
ég mig í að fara í prufutíma, þótt
ég þekkti engan í þessu. Nú er ég
komin á fullt og alveg elska þetta,“
segir Dóra Guðrún Ólafsdóttir, sem
ákvað að fá útrás fyrir dansþörf-
ina með því að skrá sig í háskóla-
dansinn um leið og hún byrjaði í
námi við grunnskólakennaradeild
Háskóla Íslands síðasta haust.
Að sögn Dóru er háskóladans-
inn áhugamannafélag sem leggur
áherslu á fjölbreytta danskennslu,
allt frá swingdönsum upp í salsa.
Kennsla fer fram bæði í leikfimisal
Háskóla Íslands og Mósaík, eða
gamla Ýmishúsinu, skammt frá
Perlunni. Auk þess stendur félagið
fyrir danskvöldum víðs vegar um
bæinn. Um þarsíðustu helgi hittist
hópurinn til að mynda á skemmti-
staðnum Sólon í Reykjavík þar
sem Dóra segist hafa skemmt sér
konunglega.
„Þetta var í framhaldi af nám-
skeiði með erlendum gestakenn-
ara og alveg rosalega skemmtilegt.
Ætli ég hafi ekki dansað samfleytt
í einhverja þrettán klukkutíma
bæði kvöldin,“ segir hún og hlær
og viðurkennir að vera með svo-
litlar harðsperrur eftir að hafa
spriklað alla helgina.
Beðin um að lýsa í hverju
aðdráttar afl dansins sé fólgið, er
Dóra ekki sein til svars. „Þetta
er bara skemmtilegasta líkams-
rækt sem ég hef prófað á ævinni
og félagsskapurinn alveg frábær.
Þarna kemur alls konar fólk saman
og allt á þeim buxum að hafa
gaman. Tónlistin spillir heldur ekki
fyrir, en hún er mikið til gömul, til
að mynda frá millistríðsárunum og
við hana dönsum við meðal annars
Lindi Hop, Rock´n´Roll og Boogie
Woogie.“
Dóra segir bæði byrjenda- og
framhaldstíma kennda í háskóla-
dansinum og því sé engin krafa
gerð um reynslu. Dansinn sé fyrst
og fremst ætlaður háskólanemum
en þó einnig opinn öllum sem vilja
taka þátt. „Annargjaldið er 5.000
krónur og mér finnst ég hafa feng-
ið það margfalt til baka þar sem ég
mæti fjórum til sex sinnum í viku
og nýt hverrar mínútu. Ég kvíði
aldrei fyrir að mæta og þegar ég
er komin á staðinn brosi ég út að
eyrum allan tímann.“
roald@frettabladid.is
Nýt hverrar mínútu
Dóra Guðrún Ólafsdóttir, nemi við grunnskólakennaradeild Háskóla Íslands, fann líkamsrækt við sitt
hæfi þegar hún skráði sig í háskóladansinn í haust og dansar nú Swing og Boogie Woogie af innlifun.
„Ég fór á stutt dansnámskeið þegar ég var í lýðháskóla í Danmörku og svo hefur maður náttúrlega dansað eitthvað á böllum, en
ekkert jafnast á við þetta,“ segir Dóra um háskóladansinn. Hér tekur hún létta sveiflu með Brynjari Edda Rafnarssyni.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
BÓLUSETNINGAR GEGN SVÍNAFLENSU eru enn í
gangi. Nú þarf ekki lengur að panta tíma heldur er fólk velkomið
á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins alla virka daga á
almennum þjónustutíma án þess að gera boð á undan sér. Heil-
brigðisyfirvöld hvetja landsmenn eindregið til að láta bólusetja sig.
Miðvikudaga
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447
Fjölþrepa
bakbrettið
• Eykur sveigjanleika
• Linar bakverki
• Bætir líkamsstöðu
• Auðvelt í notkun
• Má nota hvar sem er
Opið virka daga frá kl. 9 -18
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Verð: 7.950 kr.
Patti húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Láttu þér líða vel í sófa frá Patta
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16
p-8185 sett 3+1+1
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is
sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is
sími 512 5447
Laugardaga