Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 1
Borgarmálafélag F-lista Heiðarleika Veljum framboð um H-lista í vor Laugardagur Opið 11-22 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum Opið 11-21 HELGARÚTGÁFA 3. apríl 2010 — 78. tölublað — 10. árgangur Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI KLÁM 24 SKRIÐUKLAUSTUR 18 Lilja Skaftadóttir er fréttafíkill að vestan NÝR EIGANDI DV 22 TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 NÝJAR ÁSKORANIR Í boði eru áhugaverð störf fyrir öfluga og metnaðarfulla einstaklinga Hugbúnaðarsérfræðingar Microsoft Dynamics AX og Microsoft XAL HugurAx óskar eftir hugbúnaðarsérfræðingum til starfa á viðskiptalausnasviði fyrirtækisins. Viðkomandi starfar við þarfagreiningar, hönnun, forritun, ráðgjöf, þjó- nustu og innleiðingar á Microsoft Dynamics AX og Microsoft XAL. Fjöldi áhugaverðra verkefna eru fyrirliggjandi. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugasama aðila til að öðlast yfirgripsmikla þekkingu og kynnast rekstri fjölmargra fyrirtækja. Við leitum eftir einstaklingum með brennandi áhuga á því að kynna sér nýjungar, miðla þeim og takast á við krefjandi verkefni. Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun er æskileg. Reynsla af forritun og innleiðingu á viðskiptakerfum er kostur. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, metnað til árangurs, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. Umsóknir skal senda á atvinna@hugurax.is og merkja VL-svið Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál Hjá HugAx starfa um 110 starfsmenn. Markmið HugarAx er að vera öflugur samstarfsaðili fyrirtækja sem vilja ná árangri, viðskiptavinir okkar eru um 4.000 talsins, þar á meðal mörg af stærstu og öflugustu fyrirtækjum landsins. Höfuðstöðvar HugarAx eru að Guðríðarstíg í Reykjavík, en HugurAx rekur jafnframt starfsstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. Tæknilegur sérfræðingur Microsoft Dynamics AX HugurAx óskar eftir sérfræðingi til starfa á viðskiptalausnasviði fyrirtækisins. Starfið felst í uppsetningum, þarfagreiningum, forritun og tæknilegri ráðgjöf tengdri Microsoft Dynamics AX, Sharepoint og Microsoft SQL server. Stór hluti starfsins felst í því að kynna sér nýjungar og miðla upplýsingum um það sem er nýjast á hverjum tíma til samstarfsmanna og viðskiptavina fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að kynna sér nýjungar og er fljótur að tileinka sér þær og koma í framkvæmd. Háskólamenntun á sviði tölvunar- fræði, verkfræði eða sambærileg menntun er æskileg. Sérmenntun eða reynsla tengd rekstri, uppsetningu gagnagrunna og tækniumhverfis fyrir starfsemi fyrirtækja er kostur. Áhersla er lögð á frumkvæði, fagleg vinnubrögð, metnað til árangurs, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi. matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] apríl 2010 Sívinsæl salöt Snorri Birgir Snorrason, matreiðslu- meistari á Brauðbæ, útbjó nokkur brauðsalöt og smurbrauð. SÍÐA 4 Himnesk súkkulaðikaka Jenný Björk Olsen lumar á upp- skrift að fljótlegri og ljúffengri köku. SÍÐA 6 Klám er óhollt fyrir karlmenn Merkar upp- götvanir úr uppgrefti Ekkert vandamál! Inga María Friðriks- dóttir hefur upplifað miklar hremmingar en henni fallast þó aldrei hendur. Fólk 16 Skemmta sér vel í Vatnaskógi Kraftmiklir strákar fá útrás í Gauraflokknum Samfélagsverðlaun 26 SLYS „Ég óttaðist það versta,“ segir Einar Gíslason, sem horfði á eftir syni sínum, tengdadóttur og dótt- ursyni hrapa til jarðar um borð í lítilli Cessna-flugvél við Flúðir í fyrradag. Útlit er fyrir að allir sem voru um borð muni ná sér að fullu og þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr. „Ég á engin orð til að lýsa því hversu þakklátur ég er. Ég er bara svo himinlifandi glaður,“ segir Einar. Fjórir voru um borð í vélinni þegar hún missti afl og var í kjöl- farið nauðlent; sonur Einars og félagi hans, báðir þaulvanir flug- menn, tengdadóttir Einars og 27 ára dóttursonur. Allir nema sá yngsti voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Í gærkvöldi höfðu tveir verið útskrifaðir af gjörgæsludeild og til stóð að útskrifa þann þriðja síðar um kvöldið. Báðir flugmennirnir hryggbrotn- uðu en virðast hafa sloppið við mænuskaða. Konan hlaut áverka á bringu en yngsti maðurinn slapp án teljandi meiðsla. Fólkið var á leið að skoða gos- stöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en ákvað að fljúga framhjá sumar- húsi Einars á Flúðum og kasta á hann kveðju. Sonur Einars var þá undir stýri. „Hann vinkaði mér með vængjunum og tók strikið í suðaust- urátt. Þá sá ég að það var eitthvað að,“ segir Einar. Einar, sem sjálfur hefur átt flug- vél í 25 ár, segir vélina augljóslega hafa misst afl, hvað sem hafi valdið því. „Ég horfði á eftir vélinni hverfa og ætlaði ekki að þora að fara og horfa yfir fjallbunguna, því ég ótt- aðist það versta.“ Vélin er nú komin í vörslu rann- sóknarnefndar flugslysa. - sh Óttaðist um líf sonar síns og dóttursonar Einar Gíslason horfði á eftir syni sínum, tengdadóttur og dóttursyni hrapa til jarðar. Útlit fyrir að allir muni ná sér. Ég er svo himinlifandi glaður, segir Einar. AF VETTVANGI Mikil mildi þykir að eng- inn hafi slasast meira en raun ber vitni. MYND / GÍSLI ÓSKARSSON NÝR GÍGUR HLEÐST UPP Virknin á gosstöðvunum á Fimm- vörðuhálsi er stöðug, að sögn jarðvísindamanna. Nýr gígur er tekinn að hlaðast upp á nýju sprungunni sem opnaðist um kvöldmatarleytið á miðvikudag, enda standa yfir hundrað metra háir strókar í loft upp. Í gærkvöldi var mat manna að gígbarmarnir væru orðnir um tuttugu metra háir. Myndasyrpa frá gosstöðv- unum birtist á Vísi.is í dag. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VÍSINDI Ungir menn sem reykja hafa lægri greindarvísitölu en reyklausir jafnaldrar þeirra. Þetta er niðurstaða rannsókn- ar sem gerð var meðal ríflega 20 þúsund ísraelskra hermanna. Rannsóknin kollvarpar þeirri viðteknu hugmynd að félagslegar aðstæður ráði því einkum hvort fólk reykir, enda tekur greindar- vísitalan tillit til þeirra. - sh Ný ísraelsk rannsókn: Heimskir reykja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.