Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 18
18 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR F yrir leikmann virðist fátt frétt- næmt við það þó að fornleifa- fræðingur grafi fiskbein úr rúst- um gamals klausturs austur á fjörðum. Fólk þurfti, eins og nú, að borða og á Íslandi liggur beint við að borða fisk. En fornleifafræðingurinn lítur ekki þessum augum á það sem gengn- ar kynslóðir skildu eftir sig. Hann spyr hvað stórt sem smátt getur sagt honum um dag- legt líf alþýðu manna jafnt sem þeirra sem áttu eitthvað undir sér. Rétt eins og í mósaík- mynd falla brotin síðan saman og kalla fram sýn á stærra samhengi hlutanna. Einstök rannsókn Skriðuklaustur – híbýli helgra manna er fornleifafræðileg rannsókn sem hófst á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal árið 2002. Steinunn J. Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóð- minjasafn, er verkefnisstjóri rannsóknarinn- ar en stór hópur hefur lagt verkefninu lið á ýmsan hátt. Klaustrið var stofnað á bænum Skriðu skömmu fyrir aldamótin 1500 og var það rekið til siðaskipta. Voru það hjónin Halls- teinn Þorsteinsson og Cecilía Þorsteinsdóttir sem gáfu jörð sína til klausturhalds en þau bjuggu á Víðivöllum í sömu sveit. Klaustrið var lagt af við siðbreytinguna um miðja 16. öld, eftir aðeins um 60 ára rekstrartíma. Nú er ljóst að grunnform klausturbygg- ingarinnar var það sama og önnur evr- ópsk klaustur höfðu. Klaustrin voru sam- sett af þyrpingu vistarvera sem öll gegndu ákveðnum hlutverkum og byggð voru ásamt klausturkirkju við klausturgarð. Útveggirnir mynduðu þannig lokað umhverfi þeirra sem ákváðu að gefa sig guði einum á hönd og segja skilið við hinn veraldlega heim sem lá utan veggja klaustursins. Greina má tíu vist- arverur, og þar af litla kapellu og klaustur- kirkju sem báðar voru hluti af klausturbygg- ingunni sjálfri. Í miðri húsaþyrpingunni var garður með brunni fyrir miðju. „Augljóst er að um mjög stóra kirkjubyggingu hefur verið að ræða og sama á við um klausturbygging- una alla sem er langtum stærri en áður var talið,“ segir Steinunn. „Íburður klaustur- kirkjunnar hefur líka verið mikill því í rúst hennar hafa fundist brot úr altarissteinum, steindum gluggum og líkneski.“ Greining- ar á viðarsýnum úr byggingunum benda til þess að klaustrið hafi verið byggt úr reka- viði, auk torfs og grjóts. Ýmis gögn og munir, til dæmis vikur- og litunarsteinar, ýta undir hugmyndir þess efnis að unnið hafi verið við skriftir í klaustrinu, enda klaustrin venju- lega talin helstu mennta- og menningarsetur kaþólskra á miðöldum. Í alfaraleið Eitt af markmiðum fornleifarannsóknar- innar hefur verið að svara spurningunni um staðsetningu klaustursins. Staðsetning Skriðuklausturs kann að þykja einkenni- leg eins og hún blasir við í dag innst inni í afskekktum dal á Fljótsdalshéraði. Hvar- vetna stóðu miðaldaklaustrin í alfaraleið vegna þess grundvallarhlutverks þeirra að taka á móti öllum sem þurftu á andlegri eða líkamlegri aðstoð að halda. „Þetta átti sér- staklega við um þau klaustur sem ráku spít- ala á sínum vegum, eins og Skriðuklaustur gerði, þó margir gestkomandi í klaustrum hafi þó oft einungis óskað sér næturgisting- ar eða sáluhjálpar,“ segir Steinunn. Steinunn segir að greiningar á dýrabein- um – sérstaklega fiskbeinum – úr rústum klaustursins hafi komið fræðimönnum á sporið við leit að skýringum á staðsetningu þess. Fiskbeinin sem fundist hafa eru stærri og sum af tegundum, sem fátítt er að veiðist á grunnmiðum við Austurland. „Þetta bend- ir til að fiskmeti, sem neytt var á staðnum, hafi verið upprunnið frá sunnan- eða vest- anverðu Íslandi og beinir það því sjónum að flutningsleiðum sem nú á tímum eru lokaðar eða gleymdar.“ Hér vísar Steinunn í fornar leiðir sem lok- uðust eftir að klaustrið á Skriðu lagðist af í siðbreytingunni 1550. Fljótsdalur og Skriðu- klaustur voru á klausturtímanum meir í alfaraleið en síðar hefur orðið, enda ljóst af jarðakaupum príoranna að þeir sóttust eftir sjávarjörðum sem gáfu miklar tekjur eins og Borgarhöfn í Suðursveit. Um dalinn lágu nefnilega leiðir af Héraði og suður yfir til Austur-Skaftafellssýslu. Klaustrið var því síðasti viðkomustaður áður en farið var yfir Vatnajökul. Skriðuklaustur var því vel í sveit sett til að þjóna öllum fjórðungnum á starfs- tíma sínum. Hospítal Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að klaustrið var griðastaður fyrir sjúka; á því leikur enginn vafi lengur að þar var starf- rækt sjúkrahús. Heimildir um slíka starf- semi er ekki að finna annars staðar en í klaustrinu á Skriðu, þó að starfsemi af þessu tagi sé vel þekkt úr klaustrum utan Íslands. Frjókornagreining á sýnum úr klaustur- garðinum hefur leitt það í ljós að markviss ræktun lækningajurta fór fram á staðnum á meðan klaustrið var starfrækt. Ýmis konar áhöld til lækninga hafa einnig fundist, svo sem skæri, lyfjaglas og ýmsar tegundir steina en þekkt er að steinar hafi verið tald- ir búa yfir lækningamætti. Jafnframt má greina einkenni alvarlegra sjúkdóma eða áverka af ýmsu tagi á nánast öllum beina- grindunum sem grafnar hafa verið upp úr klausturkirkjugarðinum, ólíkt því sem jafn- an er með mannabein úr sóknarkirkjugörð- um eða heimagrafreitum, en á klausturspítöl- um var skylda að greftra þá sem dóu í þeirra umsjá. Er þar helst að nefna smitsjúkdóma, eins og sárasótt, berkla, sull og lungnabólgu, sem landlægir voru á Íslandi á þessum tíma. Bein fyrirbura og ungbarna eru einnig hlut- fallslega mörg í beinasafninu frá Skriðu- klaustri en það gæti bent til að konur hafi leitað til klaustursins í barnsnauð. Óvissa um framhaldið Reiknað er með að grafið verði þrjú sumur til viðbótar á Skriðuklaustri. Á veturna hefur verið unnið úr þeim gögnum sem safn- að er á sumrin og þannig verður það áfram. „Nú þegar er einnig unnið að frekari grein- ingu mannabeina, meðal annars í tengslum við doktorsverkefni um tíðni eyrnabólgu hérlendis á miðöldum. Verið er að röntgen- mynda hauskúpur í því skyni en þannig má greina sýkingar sem annars sjást ekki með auganu,“ segir Steinunn. Steinunn segir að stefnt sé að útgáfu bókar um rannsóknina árið 2012 eða 2013. „Ég er þegar byrjuð að vinna í henni en þar verða birtar heildarniðurstöður um það sem fram hefur komið um staðinn, svo og hlutverk Skriðuklausturs í íslensku miðaldasam- félagi. Uppgröfturinn hefur vakið athygli klausturfræðinga erlendis, enda um alþjóð- lega stofnun að ræða. Eins er þetta í fyrsta skipti sem klaustur er grafið upp í heild sinni hérlendis.“ Hrunið hefur áhrif á fornleifarannsóknir eins og allt annað. Steinunn segir útlitið alls ekki gott fyrir sumarið og er svartsýn varð- andi næstu ár. „Ég hef reynt að leita fanga erlendis að undanförnu til þess að manna uppgröft- inn í sumar og nú lítur út fyrir að ég verði vegna þessa nánast eingöngu með fornleifa- fræðinema úr háskólum nágrannalandanna í vinnu, í stað íslenskra eins og verið hefur. En það verður grafið í sumar og svo verð ég að sjá til hvort áætlun mín um lok uppgraftar- ins árið 2012, á 500 ára afmæli Skriðukirkju, standist.“ Ferðasaga úr þorskbeinahrúgu Fornleifauppgröftur á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal hefur leitt í ljós að klaustrið er að fullu sambærilegt við önnur evrópsk klaustur frá 16. öld. Svavar Hávarðsson komst að því að þar var starfræktur spítali með ræktun lækningajurta og munkarnir héldu úti miðstöð mennta og menningar. Til þessa hafa 157 beinagrindur verið grafnar upp auk þúsunda muna af öllu tagi. Samtals voru grafnir upp ríflega þúsund gripir sumarið 2009 og er það nokkuð í samræmi við eðli rústanna. Nú hafa verið grafnir úr rúst- unum um tólf þúsund gripir alls. Forvarsla gripa fór fram á staðnum meðan á uppgrefti stóð, líkt og fyrri ár. Er því forvörslu allra gripa frá upp- greftinum lokið. Meðal gripa eru hnífar, leirker, skreytingar af ýmsu tagi, auk fjölda dýra- beina, nagla og ógreinanlegra hluta úr málmi. Dýrabein sem grafin voru upp árin 2003-2007 eru 9.868 talsins og hafa verið greind. Mataræði á Skriðu- klaustri hefur verið í líkingu við það sem sjá má á öðrum höfuðbýlum hérlendis á mið- öldum. Nautgripakjöt hefur verið flutt á staðinn en sauðfé hefur líklega verið slátrað á staðnum. Kjöt af sel og álft hefur verið nokkuð algengt á borðum þeirra sem bjuggu á Skriðuklaustri. Átta smáhund- ar hafa verið á staðnum og einn hundur af stærri tegund. Sérstaka athygli vekja þau þorskbein sem greind voru í beinasafninu. Um er að ræða bein af stórþorski sem hefur yfirleitt verið yfir metri á lengd. Þar sem stórþorsk er ekki að finna austar en í Berufirði má reikna með að hann hafi verið fluttur af Suð- urlandi á Skriðuklaustur. Um tólf þúsund gripir fundnir ■ Lokið var við að grafa upp 34 grafir sumarið 2009. Mannabeinasafn Skriðuklausturs telur nú 157 beinagrindur og er það þar með orðið það stærsta heildstæða beinasafn sem grafið hefur verið upp á einum stað hérlendis til þessa. Flestar þeirra eru frá því 60 ára tímabili sem klaustur var rekið á staðnum, eða frá 1494-1554. Ekki er vitað hversu margar grafir eru eftir óopnaðar en nauðsynlegt er að grafa þær allar upp vegna lýðfræðilegs samhengis kirkjugarðsins alls. ■ Greiningar á mannabeinum hafa frá árinu 2004 verið gerðar jafnóðum og þau hafa verið grafin upp. Niðurstöður benda til þess að einstaklingar sem hlutu leg í klausturgarði Skriðu- klausturs hafi átt við ýmiskonar veikindi að stríða. Um er að ræða allt frá einkennum landlægra sjúkdóma til áverka af völdum álags eða slysa. Sumarið 2009 voru fleiri tilfelli af sárasótt greind en þau eru nú orðin átta talsins (sjá mynd). Átta tilfelli af sullaveiki voru greind árið 2009 en aðeins eitt hafði verið greint áður í beinasafn- inu. Í einni gröfinni fannst yfir 17 sentimetra stór sullablaðra (sjá mynd) og er hún sú stærsta sem fundist hefur til þessa hérlendis. Stærsta beinasafn Íslands STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR Stór hópur fólks hefur komið að rannsókninni síðustu ár. Steinunn, sem er dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn, hefur veitt rannsókninni forstöðu frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.