Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 22
22 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR E ftir páskahelgina verða birtar á net- inu allar upplýsingar um hluthafa DV, jafnt stóra sem smáa. Þetta upplýsir Lilja Skafta- dóttir sem í vikunni komst í kast- ljós fjölmiðla eftir að hafa keypt fjórðungshlut í blaðinu. Annan fjórðungshlut á ritstjóri blaðsins, Reynir Traustason. Hinn helming- inn segir Lilja að eigi smærri fjár- festar. Lilja er þó ekki að öllu ókunnug því að athygli almennings beinist að henni. Hún bauð sig fram til Alþingis fyrir Borgaraflokkinn í Norð- vesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Hún segir hafa legið beint við að bjóða sig fram þar, á ættir að rekja vestur á firði. Þá var Lilja framleiðandi heimildarmyndarinnar „Maybe I should have“ auk þess sem hún er meðal hluthafa í vefrit- inu Smugunni. Hagsmunatengsl hamla „Ég er búin að vera að gera ansi margt annað þannig að það má alveg segja að ég hafi verið að láta til mín taka með einum eða öðrum hætti síðastliðið eitt og hálft ár,“ segir Lilja. Að baki segir hún fyrst og fremst liggja löngun sína til að leggja lýðræð- isþróun í landinu lið og þá sér í lagi „lýðræði fólksins“ eins og hún nefnir það. „Fólksræði fyrir fólk- ið og með fólkinu. Það er nú eig- inlega það fyrsta sem ýtir mér áfram, enda var ég með í stjórn- málaafli sem vonaðist til að geta breytt einhverju. Hvað DV varð- ar þá þótti mér þar komið gullið tækifæri til þess að hafa frábær- an miðil sem getur verið hundrað prósent óháður. Og það er kannski það sem skiptir mestu máli.“ Með áherslu á mikilvægi sjálf- stæðis DV segist Lilja þó ekki vera að setja út á fréttamenn í nokkrum öðrum miðlum. „Það er alls ekki meiningin. Það getur hins vegar verið erfitt ef fréttamaður hefur eitthvað í höndunum um eigendur sína. Maður bítur ekki í höndina sem gefur manni eitt- hvað að launum. Ekki það að fréttamenn láti kúgast eða neitt slíkt. Þetta er til þess að auð- velda vinnuna,“ segir hún og bætir við að með óháðu eignarhaldi séu blaða- og fréttamenn líka lausir við það að verk þeirra séu í sífellu tengd við einhverja hagsmuni aðra en þá að flytja fréttir. „Þá er þetta bara fréttamaðurinn að tala. Og ég get ímyndað mér að þægilegra sé fyrir hann að lesendur viti að hann er örugglega ekki undir nein- um þrýstingi. Hann þarf þá ekki að skýra það neitt nánar.“ Seldi styttur í Frakklandi Á næstunni segir Lilja að komi til- kynning frá útgáfufélagi DV um það hvernig eignarhaldi sé háttað og hverjir sitji í stjórn félagsins. „Þá verður sett á Netið hluthafa- skrá og hægt að sjá nákvæmlega hverjir þar eiga hlut, allt niður í smæstu hluthafa. Við viljum hafa alveg opið fyrir öllum hverjir koma að, hverjir eru í stjórn og hverjir eru framkvæmdastjórar. Það er mikilvægt að þar sé ekkert hulið.“ Lilja tekur sjálf við stjórnar- formennsku og kveður stjórnina skipaða góðu fólki. „En við erum lítið búin að hittast og lítið hægt að segja um stjórnina á þessu stigi,“ segir hún, en kveðst hlakka til þeirrar vinnu sem fram undan er. Þá segir hún viðbúið að hún þurfi að gefa verkinu allnokk- uð af tíma sínum. „Að reka dagblað er ábyggilega ekki gert með annarri hendinni. Í því liggur svo margt, ekki bara blaðamennsk- an eins. Það þarf að sjá til þess að hlutirnir gangi vel og allir séu ánægðir,“ segir hún og gerir fastlega ráð fyrir því að starfanum kunni að fylgja andvökunætur þar sem hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé nú allt örugglega í lagi. „En ég er ekki blaða- maður og kem ekki til með að skrifa í blað- ið, nema þá kannski að mig langi til að skrifa einhvern pistil. En það getur verið hvar sem er.“ Lilja er búsett í Reykjavík og hefur búið hér á landi frá árinu 2006. Hún hefur þó haft annan fót- inn í Frakklandi líka. „Ég hef verið í viðskiptum með listaverk, stytt- ur og fékk mjög góðan samning og hefur gengið mjög vel.“ Þessi við- skipti segir Lilja svo hafa gefið af sér þá undirstöðu sem hún nú getur notað til fjárfestinga hér heima. Núna segir Lilja hins vegar erfiða tíma í þessum geira lista- verkasölu. „Þetta er mjög þröngur hópur og eftir hrunið vildi enginn hafa viðskipti við íslenskt fyrir- tæki í þessum bransa,“ segir hún, en vettvangur viðskipta hennar í listaverkasölu hefur alfarið verið utan landsteinanna. Fréttasjúk að vestan Lilja, sem varð fimmtug í desem- ber síðastliðnum, hefur dvalið utan landsteinanna mestan- part sinna fullorðins- ára. Hún á tvær dætur, önnur er 22 ára og hin verður 14 ára í sumar. Auk þess að hafa búið í Frakklandi hefur Lilja líka búið í Svíþjóð og í Noregi. Utan hélt hún hins vegar strax að loknu stúdentsprófi, þá til að leggja stund á háskóla- nám í stærðfræði í Stokkhólmi í Svíþjóð. „Ég er búin að vera að ferðast og kynnast heiminum, læra tungu- mál,“ segir hún og kveðst líka forfallinn fréttasjúklingur. Eftir að hafa tekið fyrstu skrefin utan heimahaganna á Norðurlöndum segist Lilja hafa farið í ferðalag til Parísar og hafi þar kolfallið fyrir landi og þjóð. „Ég fékk smá kúltúrsjokk í Svíþjóð og svo enn meira í Frakklandi, en held ég sé að jafna mig og komið á jafnvægi núna,“ gantast hún. „Þetta ætti að vera í lagi.“ Og þótt Lilja búi í Reykjavík og sé þar fædd og uppalin þá kveðst hún vera Vestfirðingur. „Ég er frá Önundarfirði og Dýrafirði,“ segir hún og kveðst hafa verið í sveit fyrir vestan þegar hún var barn. „Sem varð aftur til þess að ég var í framboði fyrir Borgarahreyfing- una í Norðvesturkjördæmi. Það er alveg minn staður.“ Tekur við góðu búi Annars segir Lilja gríðarlega spennandi tíma fram undan og er ánægð með góðar undirtektir og kveðjur sem hún hefur fengið eftir aðkomu sína að DV. „Allir þeir sem maður talar við virðast mjög ánægðir með þetta,“ segir hún. Þegar Lilja er spurð að því hversu mikil fjárfesting það hafi verið að kaupa þennan hlut í DV segir hún hendur sínar dálítið bundnar í að greina frá því, þótt sjálfri væri henni það að meina- lausu. „Svona fyrst að gefið var út að verðið yrði ekki gefið upp. Það vita allir að ég keypti fjórðung þannig að reikningsdæmið yrði þá auðvelt. Ég verð að taka tillit til annarra í þessu. En það kemur kannski í ljós síðar.“ Lilja segist hins vegar taka við búi sem sé heilbrigt á að líta og kvíðir ekki rekstri DV. „Strax fyrsta daginn eftir að búið var að tilkynna breytt eignarhald bætt- ust við hundrað áskrifendur,“ segir hún og hlær. GAMLA SVEITIN Í BAKSÝN Málverk af Önundarfirði hangir uppi á heimili Lilju Skaftadóttur í Reykjavík, en hún á ættir að rekja bæði þangað og í Dýrafjörð. Og þótt segja megi að Lilja sé úr Reykjavík þá hefur hún haldið tengslum við Vestfirðina þar sem hún var í sveit sem barn. Þá bauð hún sig fram fyrir Borgaraflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Upplýsir um alla hluthafa DV að páskahátíðinni lokinni Lilja Skaftadóttir er athafnakona ættuð vestan af fjörðum, frá Önundar- og Dýrafirði. Óli Kristján Ármannsson tók Lilju tali í tilefni af því að hún festi kaup á fjórðungshlut í DV og tekur að sér stjórnarformennsku í útgáfufélagi blaðsins. Lilja hefur búið erlendis, en flutti hingað heim árið 2006. Hún lætur sig framkvæmd lýðræðisins varða og segir nauðsynlegt að haldið sé úti óháðu dagblaði. Strax fyrsta daginn eftir að búið var að tilkynna breytt eignarhald bættust við hundrað áskrifendur. Eftir hrunið vildi enginn hafa viðskipti við íslenskt fyrirtæki í þessum bransa. Ég er búin að vera að ferð- ast og kynn- ast heim- inum, læra tungumál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.