Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 8
8 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR
Frábær gestakennari Laruga Glaser verður hjá okkur
í apríl og maí. Fleiri spennandi kennarar koma í
heimsókn í ár.
Allir kennarar í yoga shala hafa alþjóðleg kennara-
réttindi í yoga og áralanga reynslu sem iðkendur
og kennarar.
13. april ~ Ashtanga vinyasa byrjendanámskeið
Kennarar: Ingibjörg og Laruga
3. maí ~ Vinyasa flæði byrjendanámskeið
Kennari: Gummi
Skráning á yoga@yogashala.is
Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna.
Hot yoga á morgnana með Lönu og dagurinn verður frábær.
Hatha yoga í hádeginu og þú endurnýjar orkuna þína.
Yoga á vinnustöðum.
Einkatímar.
Stundarskráin er á netinu
www.yogashala.is
Engjateig 5, 2. hæð, S. 553 0203
KOMDU Í YOGA!
Laruga Glaser
~ gestakennari
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R
1. Edda Björgvinsdóttir er að
hefja störf á nýjum vettvangi.
Hvaða?
2. Hvað kallast ný sólóplata
Jónsa í Sigur Rós?
3. Hver bar sigur úr býtum í
Tom Selleck-mottukeppninni í
liðinni viku?
SVÖR Á SÍÐU 50
SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarna-
son, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, hefur
úthlutað 500 tonna við-
bótarkvóta í skötusel með
þeirri aðferð sem mælt
er fyrir um í umdeildum
skötuselslögum.
Hvert skip getur mest
fengið fimm tonn af við-
bótarkvótanum en þarf að
greiða ríkinu 120 krónur
fyrir hvert kíló. Bannað er að fram-
selja viðbótarkvótann.
Fiskistofa mun úthluta viðbótar-
kvótanum fyrir 3. maí. Verði sótt
um meira en 500 tonn á að skipta
því sem til ráðstöfunar er jafnt
milli umsækjenda.
Í tilkynningu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu segir að þessi
ákvörðun hafi verið tekin
í samráði við Hafrann-
sóknastofnun. Áður hafði
ráðherrann úthlutað 2.500
tonna skötuselskvóta án
endurgjalds til þeirra sem
eiga aflahlutdeild byggða á
tegundinni. Það var sama
magn og Hafró taldi ráð-
legt að veiða á þeim tíma.
Landssamband íslenskra
útvegsmanna lagði þá til
að úthlutað yrði 3.000 tonna heild-
arkvóta, eða jafnmiklu og nú hefur
verið leyft að veiða úr stofninum
þetta árið.
Eigendur aflahlutdeildar njóta
hins vegar einskis úr viðbótinni
nema þeir greiði 120 krónur fyrir
kílóið, eins og aðrir umsækjendur.
- pg
Ráðherra úthlutar 500 tonna skötuselsviðbótarkvóta:
Hvert skip getur mest
fengið fimm tonn
JÓN BJARNASON
HAAG, AP Bandarískur hershöfð-
ingi, sem kenndi hugleysi homma
í hollenska hernum um fjölda-
morð Serba á 8.000 múslimum í
Srebrenica í Bosníu, hefur beðist
afsökunar á ummælunum.
Paul Sheehan, fyrrverandi
hershöfðingi, var í yfirheyrslu
hjá bandarískri þingnefnd til að
berjast gegn því að hommar fái
að starfa sem bandarískir her-
menn þegar hann lét ummælin
sér um munn fara. Þeim var beint
að hollenskum friðargæsluliðum
sem voru við störf á vegum Sam-
einuðu þjóðanna árið 1995.
Sheehan sendi á föstudag hol-
lenskum starfsbróður bréf og
kvaðst iðrast. Einstakir hermenn
beri enga ábyrgð á voðaverkun-
um. - pg
Hershöfðingi iðrast ummæla:
Fjöldamorðin
ekki hommum
að kenna
AFGANISTAN, AP Í Afganistan er ekki
einungis framleitt meira ópíum en
í öðrum löndum, heldur eru Afgan-
ir nú einnig orðnir afkastamestir
ríkja heims í framleiðslu á hassi.
Sameinuðu þjóðirnar telja að
á ári hverju séu 10 til 24 þúsund
hektarar af landi notaðir undir
kannabisrækt. Úr þessu eru svo
framleidd 1.500 til 3.500 tonn af
hassi árlega.
„Þótt önnur lönd rækti enn meira
af kannabis, þá er það þessi ótrú-
lega mikla framleiðni úr afgönsku
kannabisuppskerunni sem gerir
landið að stærsta hassframleið-
anda heims,“ segir Antonio Maria
Costa, yfirmaður fíkniefna- og
sakamálaskrifstofu Sþ.
Í Afganistan tekst bændum að
vinna 145 kíló af hassi úr kanna-
bisuppskeru af einum hektara, en
í Marokkó, svo dæmi sé tekið um
annað afkastamikið hassfram-
leiðsluland, er afkastagetan rétt
um 40 kíló af hassi á hektara.
Nú er svo komið að veruleg hass-
framleiðsla er í 17 af 34 héruðum
Afganistans. Mest er þetta í suður-
hluta landsins, þar sem átök hafa
verið hörð og ítök talibana sterkari
en annars staðar í landinu.
Árum saman hefur verið reynt
að uppræta ópíumrækt í landinu,
en með takmörkuðum árangri.
Víða hafa bændur brugðist við
með því að rækta kannabis í stað-
inn fyrir ópíum.
Costa segir að afganskir bænd-
ur kjósi þó fremur að framleiða
ópíum en hass, og rækti því kanna-
bis frekar á sumrin þegar vatn er
af skornum skammti.
Í Afganistan eru framleidd um
90 prósent af öllu því ópíumi sem
selt er í heiminum. Þessi búgrein
afganskra bænda hefur verið notuð
til að fjármagna uppreisnarhernað
talibana. Hún hefur einnig átt sinn
þátt í að viðhalda útbreiddri spill-
ingu meðal stjórnvalda.
„Öll fíkniefni í Afganistan, eru
skattlögð af þeim sem ráða á staðn-
um, og útvega uppreisnarhópum
þannig viðbótartekjulind,“ segir
Costa. - gb
Kannabis- og ópíumrækt fjármagnar hernað talíbana:
Langmest framleitt
af hassi í Afganistan
FÍKNIEFNI BRENND Þrátt fyrir að árum saman hafi uppskerur verið eyðilagðar í
Afganistan hefur framleiðsla fíkniefna ekkert dregist saman. NORDICPHOTOS/AFP
HEILBRIGÐISMÁL Unglæknar höfn-
uðu í gær málamiðlunartillögu í
deilu þeirra og stjórnar Landspít-
alans um breytingar á vöktum.
Fram kom í fréttum Stöðvar 2
í gærkvöld að engir fundir hafi
verið boðaðir og var haft eftir
talsmanni almennra lækna að
unglæknar muni að endingu þurfa
að huga að nýrri vinnu dragist
deilan á langinn.
Alls hættu 65 unglæknar störf-
um á miðnætti á miðvikudag
vegna breytinga sem boðaðar
voru á vaktafyrirkomulagi en
þær fela í sér að vinnutími mun
aukast um allt að 60 vinnustund-
ir á viku.
Unglæknarnir hafa lagt fram
sáttatilboð en samkvæmt því yrðu
breytingunum frestað meðan
lausn er fundin á málinu sem er
viðunandi fyrir báða aðila.
Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknaráðs Landspítalans, hefur
verið fenginn sem sáttasemjari
og lagði fram óformlega lausn að
deilunni í gær. Engir fundir hafa
átt sér stað milli deiluaðila frá
því á miðvikudag og engir fundir
fyrirhugaðir.
Ólafur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Land-
spítalanum, vildi ekki tjá sig um
deiluna en sagði að vel hafi geng-
ið á spítalanum í gær.
Ekkert þokaðist í deilu unglækna og stjórnar Landspítalans í gær:
Hafna 60 stunda vinnuviku
ÓLAFUR BALDURSSON Framkvæmda-
stjóri lækninga segir starfsemi spítalans
hafa gengið vel í gær.
VIÐSKIPTI Askar Capital hefur feng-
ið viðurkenningu Kauphallarinn-
ar (NASDAQ OMX Iceland ) sem
ráðgjafi á hlutabréfamarkaðnum
First North Iceland.
Aðkoma viðurkennds ráðgjafa
að markaðnum er sögð til þess
fallin að byggja traustan markað
því það sé á ábyrgð ráðgjafans að
fylgjast með því að félög uppfylli
ávallt aðgangskröfur og upplýs-
ingaskyldur First North.
Askar Capital er sjöundi viður-
kenndi ráðgjafi First North.
- óká
Stuðla að traustari markaði:
Askar gefur ráð
á First North
VEISTU SVARIÐ?