Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 62
42 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla með sann- færandi 88-72 sigri á Stjörnunni í oddaleik í Garðabænum á skír- dagskvöld. Tveir leikmenn úr röðum Njarð- víkinga, Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson, þekkja ekkert annað en að vinna saman oddaleiki og einvígi í úrslitakeppninni. Þeir urðu Íslandsmeistarar síðustu tvö skipti sem þeir voru saman (með Keflavík 2004 og 2005) og lið þeirra hefur unnið alla fjóra odda- leikina sem þau hafa spilað. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson unnu því saman sitt sjöunda einvígi í röð í úrslita- keppni og í fjórum þeirra hafa úrslitin ráðist í oddaleik. Magnús var með 20 stig í leiknum á móti Stjörnunni en Nick skoraði 13 stig og gaf 5 stoðsendingar. Nick hefur oftast farið á kostum í þessum oddaleikjum og var fyrir leikinn á fimmtudaginn með 28,0 stig, 10,0 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í oddaleikjum á Íslandi. Báðir áttu þeir Nick Bradford stóran þátt í sigrinum á Stjörnunni á skírdag. Það má segja að Magn- ús Þór Gunnarsson hafi klárað Stjörnuliðið með því að setja niður fjóra þrista á tæplega fimm mín- útna kafla í seinni hálfleik. Það var hins vegar Nick Bradford sem kom Njarðvíkingum inn í leikinn á erfiðum tímapunkti í fyrri hálfleik þegar hann nánast upp á sitt eins- dæmi breytti stöðunni úr 38-32 fyrir Stjörnuna í 42-42 með því að skora átta stig á tæplega tveggja mínútna kafla. Undanúrslitaeinvígin hefjast bæði á mánudagskvöldið þegar KR tekur á móti Snæfelli í DHL-höll- inni og Keflvíkingar taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Toyota-höllinni. - óój Njarðvíkingarnir Magnús Þór Gunnarsson og Nick Bradford í úrslitakeppninni: Hafa unnið alla oddaleiki saman TÓK AF SKARIÐ Á RÉTTUM TÍMA Nick Bradford skorar tvö stig á móti Stjörn- unni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KLÁRAÐI LEIKINN Magnús Þór Gunnars- son sýndi mikilvægi sitt á fimmtudag- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ODDALEIKIR NICK OG MAGNÚSAR SAMAN: 8 liða úrslit 2004 Keflavík-Tindastóll 98-96 Nick 24 stig, Magnús 4 stig Undanúrslit 2004 Grindavík-Keflavík 89-101 Nick 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsending- ar, Magnús 11 stig 8 liða úrslit 2005 Keflavík-Grindavík 80-75 Nick 29 stig, 16 fráköst, 6 stoðsend- ingar, Magnús 9 stig 8 liða úrslit Stjarnan-Njarðvík 72-88 Magnús 20 stig, sex þristar, Nick 13 stig, 5 stoðsendingar HANDBOLTI Geir Sveinsson hefur heldur betur náð að snúa við blað- inu hjá Gróttuliðinu í fallbaráttu N1 deild karla í handbolta en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki sína á móti Akureyri, FH og Stjörnunni og þar er ekki síst að þakka frá- bærri byrjun liðsins. Geir tók við liðinu af Halldóri Ingólfssyni þegar Grótta hafði tapað sjö leikjum í röð og ekki unnið leik á árinu 2010. Fyrsti leikurinn tapaðist með einu marki á móti Haukum en síðan hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. Grótta komst í 7-1 á móti Akur- eyri, vann fyrri hálfleikinn 15-9 og loks leikinn með þremur mörkum, 29-26. Grótta komst í 8-0 á móti FH, vann fyrri hálfleikinn 16-11 og loks leikinn með sjö mörkum, 30-23. Á miðvikudaginn komust Gróttu- menn síðan í 6-2 í upphafi leiks á móti Stjörnunni og voru 15-10 yfir í hálfleik. Stjörnumenn jöfn- uðu leikinn en Jón Karl Björns- son tryggði Gróttu tvö dýrmæt stig með því að skora tvö síðustu mörkin, hans tólfta og þrettánda mark í leiknum. Gróttuliðið hefur þar með unnið upphafsmínútur síðustu þriggja leikja 21-3 og fyrri hálfleikina með samtals 16 mörk- um eða 46-30. Næsti leikur Gróttu er á heima- velli gegn Fram, á annan páska- dag. Með sigri í þeim leik getur liðið tryggt sér 6. sæti í deildinni á næsta ári og þar með áframhald- andi sæti í deildinni. Það fer fram heil umferð klukkan 19.30 á mánu- daginn en þá mætast einnig Akur- eyri-HK, FH-Valur og Haukar- Stjarnan. - óój Geir Sveinsson er búinn að snúa við blaðinu hjá Gróttu sem hefur unnið þrjá leiki í röð í N1 deild karla: Mæta tilbúnir í leikina undir stjórn Geirs 6 STIG AF 8 MÖGULEGUM Geir Sveins- son er að gera flotta hluti með Gróttu- liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Leit KR-inga að markmanni fyrir sumarið er lokið eftir að Norðmaðurinn Lars Ivar Moldskred samdi við félagið. Moldskred er 32 ára markmað- ur með reynslu úr norsku úrvals- deildinni þar sem hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strøms- godset. Lars fór yfir kosti sína á heimasíðu samtaka íþrótta- manna í Noregi: „Góður einn á móti einum, góðar staðsetningar, stjórna vörninni vel, viljugur til að æfa og mikill fagmaður, fljót- ur að koma boltanum í leik og er óhræddur,“ sagði Lars þar um sjálfan sig. - óój Markmannamál KR á hreint: Sömdu við Lars FÓTBOLTI Ryan Babel, leikmað- ur Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á úti- velli á móti Benfica í Evrópu- deildinni á skírdag. Liverpool var 1-0 yfir þegar Babel var rekinn út af en tapaði leiknum 2-1. „Þegar upp er staðið þá var þetta heimskulegt af mér og algjör vitl- eysa hjá mér að vera að snerta andlit hans. Ég tel samt að gula spjaldið hefði verið sanngjarnt,“ sagði Babel. „Hann kom ógnandi í átt að mér, öskraði og fór alveg upp að mér. Ég reyndi bara að ýta honum frá mér,“ sagði Babel. - óój Rautt á Babel í tapi Liverpool: Þetta var algjör vitleysa hjá mér SAUÐ UPP ÚR Dómarinn stígur hér á milli Babels og Luisao. MYND/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.