Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 13 UMRÆÐAN Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir skrifar um at- vinnumál Þegar kallað er eftir opinberri atvinnu- stefnu fá margir óbragð í munninn. Þá rifjast upp sögurnar um minkabú- in, refabúin og laxeldið – tilraunir stjórnvalda til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, – tilraunir sem lykt- uðu af pólitísku sjóðasukki og kjör- dæmahygli. Við tók afskiptaleys- isstefnan, þ.e. að láta markaðnum einum eftir að sjá um uppbyggingu atvinnulífsins. Atvinnutækifærin eiga að vera sjálfsprottin. Ríkið á eingöngu að skapa réttu skilyrðin, vera ekki að þvælast fyrir, láta fólk í friði. Ráðuneytin eiga að vera sem allra minnst. Með valddreifingu voru verkefni færð til stofnana eða út á markað. Aðilar á markaði sam- einast hins vegar í stórum heild- arsamtökum. Þannig má ná betri árangri við að koma vilja markað- arins fram gagnvart stjórnvöld- um. Á meðan ríkið valddreifðist, miðstýrðist markaðurinn og vald- ið færðist til fárra, þeirra stærstu á markaði. Báknið var komið út í bæ. Þar ráða ríkjum m.a. heildar- samtök atvinnulífsins og þar virð- ast öll litlu dýrin, meðalstóru dýrin og stóru og stærstu dýrin í skóg- inum vera vinir. En ekki er þó allt sem sýnist. Nú virðist álitamál hver þvælist fyrir hverjum. Við núverandi aðstæður eiga litlu dýrin og stóru dýrin í skógin- um minna sameiginlegt, því stjórn- völd vilja taka upp atvinnustefnu og auka fjölbreytileika atvinnulífsins með því að hlúa betur að og byggja upp lítil og meðalstór fyrirtæki í iðnaði og þjónustu af ýmsu tagi. Öllum er ljóst að áherslan í atvinnu- uppbyggingunni verður að vera á framleiðslu á vörum og þjónustu til útflutnings til þess að afla gjaldeyr- istekna. Atvinnutækifæri fyrir hug- vit og skapandi vinnufúsar hendur má nú greina í nýsköpun og sprotum sem hvarvetna spretta fram eftir að jökulhetta fjármálalífsins bráðnaði. En til að nýsköpun og sprotafyrir- tæki geti náð þeim áfanga að vera sjálfbær öflug útflutningsfyrirtæki þarf markvissa atvinnustefnu. Þá vaknar sú spurning hvort ríkinu sé treystandi til að móta atvinnustefnu sem ekki lyktar af sjóðasukki og kjördæmahygli? Hvernig ætti ríkið að móta markvissa atvinnustefnu við núverandi aðstæður? Á dögunum var hér á ferðinni prófessor Yonekura frá Japan með erindi um endurreisn atvinnulífs- ins í Japan eftir seinna stríð. Þá ríkti neyðarástand í Japan. Engum dylst að með atvinnustefnu sinni unnu Japanar þrekvirki og stóra sigra. Önnur ríki í Austur-Asíu leituðu í smiðju þeirra. Fjármála- kreppa lék ríkin í Austur-Asíu grátt á tíunda áratugnum, en ekki er við atvinnustefnuna sjálfa að sakast þegar hagstjórn og peningamála- stefna bregðast. Við end- urreisn atvinnulífsins geta Íslendingar lært af Jap- önum. Ríkisstjórnin þarf að hafa forystu um það að leiða saman það besta sem samstarf ríkisvalds og markaðar býður upp á. Hér þarf ríkið að taka sér hlutverk landsliðsþjálfar- ans, leggja upp leikjaáætl- un, velja leikmenn og hafa þolinmæði til að þjálfa þá. Hér þarf nægilega marga aðila á markaði, „leikmenn“, sem eru tilbúnir til að mæta á æfingar, hlaupa út á völlinn og spila. Hér þarf ekki stöðugleika- sáttmála sem lokar öll litlu og með- alstóru dýrin inni í skóginum með stóru dýrunum. Hér þarf hæfileika- samkeppni þar sem aðilar eru sýni- legir á markaði, keppa samkvæmt skýrum, gegnsæjum og sanngjörn- um leikreglum – og þeir bestu kom- ast í landsliðið. Takmarkað aðgengi að fjármagni til fjárfestinga skapar aðstæð- ur sem gera sérstakar kröfur til íslenskra stjórnvalda við mótun atvinnustefnu. Þá þarf ríkisstjórn með pólitískan vilja og dug til að forgangsraða – mismuna atvinnu- greinum tímabundið og veðja á til- teknar atvinnugreinar sem vænleg- astar eru til þess að vinna markaði erlendis. Það þarf ráðherra atvinnu- mála sem þorir að taka ákvörðun með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og fylgja slíkri ákvörð- un eftir. Það þarf öflugt atvinnu- vegaráðuneyti sem hefur á að skipa teymi þar sem saman eru komnir færustu sérfræðingar landsins á sviði atvinnuþróunar, efnahags- og markaðsuppbyggingar. Ríkis- stjórnin þarf ráðgefandi vísinda- og tækniráð sem skipað er sérfræðing- um sem búa og starfa erlendis með góð tengsl við þróun þeirra mark- aða sem íslensk útflutningsfyr- irtæki eru að sækja inn á og inn- lendum sérfræðingum sem starfa í íslenska rannsóknar- og háskóla- samfélaginu. Nýsköpun ein og sér er ekki nóg. Árangur af nýsköpun ræðst af því að nýsköpunariðnaður verði hluti af markvissri atvinnustefnu. Stefnu- markandi forysta stjórnvalda þarf að bjóða upp á alþjóðlega sýn, stuðningskerfi með gegnsæjum, sanngjörnum samkeppnisreglum og markaðshvetjandi umhverfi. En umfram allt – það þarf pólit- ískan vilja, getu og þor til að taka ákvarðanir. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Atvinnustefna á Íslandi SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA vinbudin.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 16 2 4 VÍNBÚÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU VERÐA OPNAR LAUGARDAGINN 3. APRÍL KL. 11-18. Laugardagur 3. apríl opið 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Gleðilega páska!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.