Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 37 Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíð- inni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. Janet Jackson snýr aftur JANET JACKSON Hefur ekki komið fram síðan Michael dó. Bandaríska söngkonan Madonna kastaði heldur betur steinum úr glerhúsi í nýju viðtali við US Weekly. Madonna hefur oft verið þekkt fyrir að klæðast fremur óhefðbundnum, eggjandi og efn- islitlum klæðnaði en í umræddu viðtali sagðist hún vilja að dóttir sín, Lourdes, myndi klæða sig ögn íhaldssamar. „Hversu kaldhæðn- islegt er það?“ sagði Madonna og virtist gera sér grein fyrir því að þetta væri ekki eitthvað sem hún hefði efni á. Madonna og Lourdes eru búnar að hanna saman fatalínu sem ber hið skemmtilega heiti Material Girl. Og mamman viðurkennir að hún sé ekki alltaf sátt við fataval- ið. „Hún fær sínar hugmyndir úr danstímum, frá Evrópu og hljóm- sveitum sem hún hlustar á. Hún mætir á tökustaði hjá mér og setur saman einhverja múnderingu. Og það er alveg sama hverjir eru að hanna fötin, hvort sem það er Marc Jakobs eða Stella McCartn- ey, þau spyrja hana alltaf að því hvað henni finnst,“ útskýrir Mad- onna og augljóst að Lourdes hefur munninn fyrir neðan nefið þegar tíska er annars vegar. Og Madonna upplýsir að þegar hún hafi hannað línu fyrir H&M þá hafi það í raun og veru verið Lour- des sem hafi unnið mestu vinn- una. „Ég kunni alveg ágætlega við starfið en þetta var ekki eitthvað sem mig langaði til að hella mér út í. Í raun og veru var það Lourdes sem gerði allt, hún er þrettán ára orkubolti og vildi alltaf vera að. Ég sat bara úti í horni og lék mér í BlackBerry-símanum.“ Vill að Lourdes sé íhaldssamari SAMHELDNAR MÆÐGUR Madonna og Lourdes eru ákaflega sam- rýndar þótt söngkonan vilji að dóttirin klæðist ögn íhaldssamar. Hataðasti maðurinn í Hollywood um þessar mundir, Jesse James, er farinn í sömu meðferð og Tiger Woods. James hefur viður- kennt fyrir umheiminum að hann sé háður kynlífi með ókunnug- um konum. En sú fíkn batt enda á hjónaband hans og Söndru Bull- ock. James er sagður allur af vilja gerður til að vinna bug á fíkn sinni en hann er sagður hafa átt í ástarsambandi við að minnsta kosti fjórar konur á meðan hann var giftur Óskarsverðlaunaleik- konunni. James fetar þar með í fótspor margra þekktra karl- manna sem hafa háð slíka baráttu en meðal þeirra eru áðurnefnd- ur Woods, Michael Douglas og X- Files-leikarinn David Duchovny. Af skilnaði þessa sérkennilega pars er það annars að frétta að James hefur lofað Söndru að hún fái hitta börnin hans en leikkon- an gekk þeim nánast í móðurstað. Samkvæmt einhverjum vefmiðl- um í Vesturheimi er Sandra að velta því alvarlega fyrir sér hvort hún eigi að sækja um forræðið yfir þeim. Jesse James í meðferð FÍKILL Jesse James hefur viðurkennt að hann sé kynlífsfíkill og ætlar í meðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.