Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 56
36 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR Simon Cowell er einn af ríkustu mönnunum í skemmtanabrans- anum og Mezhgan Hussainy, unnusta hans, nýtur góðs af því. Hussainy fagnaði 37 ára afmæl- inu sínu um daginn og Cowell kom færandi hendi með árgerð 1954 af Jaguar XK, fornbíl sem er metinn á hátt í 20 milljónir. Hann lét það ekki nægja og bað- aði unnustuna í rauðum rósum, gaf henni frönsk undirföt, Prada- töskur og miklu meira. Sam- kvæmt heimildarmanni press- unnar vestanhafs gefur hann henni gjafir nánast daglega, en kórónaði svo allt á afmælisdag- inn með sænsku nuddi á hótelher- bergi þeirra í London. Gaf kærust- unni bíl LÚXUSLÍF Simon Cowell er ríkur og unnustan fær að njóta þess. Framleiðandinn Paramount hefur ráðið tvo nýja handritshöfunda fyrir kvikmynd byggða á hinum vinsælu þáttum Strandverðir, eða Baywatch. Fyrri handritshöfund- urinn, sem skrifaði handritið að rómantísku gam- anmyndinni The Break-Up, hefur verið látinn flakka og tveir nýir fengnir í staðinn. Gam- ansemin verður víst í fyrirrúmi í nýju Strand- varðamynd- inni og mun handritið að mestu snúast um íturvaxn- ar strandvarða- stúlkurnar. Hvort David Hassel- hoff fái að láta ljós sitt skína á eftir að koma í ljós. Myndin er væntanleg í bíó á næsta ári. Strandverðir fá höfunda Bandaríski hasarmyndaleikarinn Sam Worthington er handviss um að pilsið sem hann klæðist í stórmyndinni Clash of the Titans muni skjóta honum endanlega upp á stjörnu- himininn. Worthington þarf að vera í þröngu pilsi sem Perseus, sonur guð- anna, en hann telur sig ekki þurfa að skammast sín neitt. Pils hafi áður gert góða hluti fyrir aðra leikara. „Sjáið bara ferilinn hjá Russell Crowe, hann var í pilsi allan tímann í Gladiator. Og hið sama gilti einnig um Eric Bana í Troy og Mel Gibson í Braveheart. Ég held meira að segja að þetta hafi verið fremur rökrétt ákvörðun hjá mér,“ segir Worthington í sam- tali við Parade.com. Leikarinn segist reyndar hafa verið búinn undir umtalið í kringum pilsið en ekk- ert hafi getað varað hann við fjölmiðlafárinu vegna rauðu strigaskónna sem hann klæddist á Óskarsverðlauna- hátíðinni. „Ég valdi mér bara skó sem mér fannst vera þægilegir, keypti þá í Play less. Mér var alveg sama hvað fólki fannst, en það kom mér á óvart hversu mikla athygli þetta vakti.“ Pils ávísun á frægð Í FÓTSPOR CROWE Sam Wort- hington er handviss um að pilsið í Clash of the Titans eigi eftir að skjóta honum hátt upp á stjörnu- himininn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.