Fréttablaðið - 03.04.2010, Qupperneq 56
36 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR
Simon Cowell er einn af ríkustu
mönnunum í skemmtanabrans-
anum og Mezhgan Hussainy,
unnusta hans, nýtur góðs af því.
Hussainy fagnaði 37 ára afmæl-
inu sínu um daginn og Cowell
kom færandi hendi með árgerð
1954 af Jaguar XK, fornbíl sem
er metinn á hátt í 20 milljónir.
Hann lét það ekki nægja og bað-
aði unnustuna í rauðum rósum,
gaf henni frönsk undirföt, Prada-
töskur og miklu meira. Sam-
kvæmt heimildarmanni press-
unnar vestanhafs gefur hann
henni gjafir nánast daglega, en
kórónaði svo allt á afmælisdag-
inn með sænsku nuddi á hótelher-
bergi þeirra í London.
Gaf kærust-
unni bíl
LÚXUSLÍF Simon Cowell er ríkur og
unnustan fær að njóta þess.
Framleiðandinn Paramount hefur
ráðið tvo nýja handritshöfunda
fyrir kvikmynd byggða á hinum
vinsælu þáttum Strandverðir, eða
Baywatch. Fyrri handritshöfund-
urinn, sem skrifaði handritið að
rómantísku gam-
anmyndinni The
Break-Up, hefur
verið látinn flakka
og tveir nýir fengnir
í staðinn. Gam-
ansemin verður
víst í fyrirrúmi
í nýju Strand-
varðamynd-
inni og mun
handritið að
mestu snúast
um íturvaxn-
ar strandvarða-
stúlkurnar. Hvort
David Hassel-
hoff fái að láta
ljós sitt skína á
eftir að koma í
ljós. Myndin er
væntanleg í bíó á
næsta ári.
Strandverðir
fá höfunda
Bandaríski hasarmyndaleikarinn
Sam Worthington er handviss um
að pilsið sem hann klæðist í
stórmyndinni Clash of the
Titans muni skjóta honum
endanlega upp á stjörnu-
himininn. Worthington
þarf að vera í þröngu pilsi
sem Perseus, sonur guð-
anna, en hann telur sig ekki
þurfa að skammast
sín neitt. Pils hafi
áður gert góða
hluti fyrir aðra
leikara. „Sjáið
bara ferilinn hjá
Russell Crowe,
hann var í pilsi
allan tímann í
Gladiator. Og
hið sama gilti
einnig um Eric
Bana í Troy
og Mel Gibson
í Braveheart.
Ég held meira
að segja að þetta
hafi verið fremur
rökrétt ákvörðun
hjá mér,“ segir
Worthington í sam-
tali við Parade.com.
Leikarinn segist
reyndar hafa verið búinn undir
umtalið í kringum pilsið en ekk-
ert hafi getað varað hann við
fjölmiðlafárinu vegna rauðu
strigaskónna sem hann
klæddist á Óskarsverðlauna-
hátíðinni. „Ég valdi mér
bara skó sem mér fannst
vera þægilegir, keypti þá
í Play less. Mér var alveg
sama hvað fólki
fannst, en það
kom mér á óvart
hversu mikla
athygli þetta
vakti.“
Pils ávísun á frægð
Í FÓTSPOR
CROWE
Sam Wort-
hington er
handviss
um að pilsið
í Clash of the
Titans eigi eftir
að skjóta honum
hátt upp á stjörnu-
himininn.