Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 32
 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR2 Með allt á bakinu ELDGOSIÐ trekkir að. Boðið er upp á skipulagðar ferðir, til dæmis hjá Fjallaleiðsögumönnum, Útivist og Ferðafélagi Íslands. Kynning Kynning Að ferðast með allt á bakinu veitir ferðamanni alveg sérstaka frelsistil- finningu sem enginn annar ferðamáti býr yfir. Bakpokaferðalangur lætur nótt sem nemur og slær tjöldum sínum þegar honum finnst nóg gengið og er óbundinn af öðru en sínu eigin úthaldi og útbúnaði. En til þess að ferðalagið verði ánægjulegt þarf tvennt að vera í sæmi- legu lagi. Annars vegar þarf sá sem undir pokanum gengur að vera í nógu góðu formi til þess að ferðin verði honum ekki of erfið. Hins vegar þarf hann að vera rétt útbúinn. Ekki er gott að rogast með of þungan búnað, of mikið af einhverju eða eitthvað sem engin þörf er á. Enn verra er þegar eitthvað nauðsynlegt vantar í búnaðinn. Ferðafélagið stendur fyrir námskeiði í apríl til þess að kynna þennan dásamlega ferðamáta. Farið verður í sem flest grundvallaratriði um búnað og ferðir með þessum hætti. Námskeiðinu lýkur svo með stuttri gönguferð þar sem verður látið reyna á búnað og þátttakendur. Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir eru leiðbeinendur á nám- skeiðinu en þau hafa ferðast um Ísland með allt á bakinu í tvo áratugi og gera enn þegar færi gefst. Þau eru meðal ötulustu fararstjóra FÍ um þessar mundir og fara með fólk um Hornstrandir, Fjallabak og víðar. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður og forseti FÍ, verður fararstjóri. Páll Ásgeir Ásgeirsson. Jarlhettur eru fjallabálkur sem liggur með- fram jaðri Langjökuls frá austri til vest- urs. Hvassbrýndar og tignarlegar standa þær eins og verðir milli byggða og óbyggða og ber í hvítan jökulinn. Þær sjást vítt að og má segja að þær séu óopinbert skjaldar- merki sýslunnar. Að baki Jarlhettanna leynast gróðurvana eyðidalir, jökullón og undarlegt landslag. Undanfarin ár hefur Ferðafélag Íslands boðið upp á leiðangur um þessar slóðir sem eru á mótum byggðar og óbyggðar og hefur ferðin notið mikilla vinsælda. Ferðin er í senn áreynsla og munaður því þátttakendur ganga langar leiðir á hverjum degi en allur farangur er fluttur á bílum og slegið er upp veislu í hverjum náttstað þar sem áhersla er lögð á þjóðlegan mat úr hér- aði, kjarngóðan kost sem landið gefur. Ferðatilhögun er með þeim hætti að þátt- takendur koma á eigin vegum að Laugar- vatni og þar hefst ferðin kl. 09.00 að morgni og er ekið á vit óbyggðanna inn á Bláfells- háls og alla leið að jökulrönd á Skálpa- dyngju. Þaðan gengur svo hópurinn með- fram hinum tignarlegum Jarlhettum og milli þeirra og jökulsins og nýtur þeirra forréttinda að fara um land sem flestum er hulið. Þeir sem eru brattgengir í betra lagi fá kost á því að ganga á Tröllhettu sem er stærsti og tígulegasti tindurinn í röðinni. Dagleiðinni lýkur við skála Ferðafélagsins við Einifell rétt við Hagavatn sem Farið fellur úr en í umhverfi skálans sjást stór- brotin merki um landmótun á síðustu ára- tugum. Daginn eftir heldur hópurinn áfram vestur yfir Farið yfir nýja göngubrú sem FÍ hefur látið reisa og nú er stefnt vestur hraunin áleiðis að Hlöðufelli um dyngjuna Lambahraun. Á þessum slóðum sést lítt til byggða og landið er gróðursnautt og eyði- legt. Fátt minnir á að rétt sunnan við fjöl- lin eru blómlegustu og gjöfulustu landbún- aðarsvæði Suðurlands. Um nóttina er gist í skála FÍ á Hlöðuvöllum við rætur Hlöðu- fells, sem er eitt tignarlegasta stapafjall landsins að Herðubreið frátalinni. Þriðja daginn heldur hópurinn áfram vestur til Skjaldbreiðar. Hinir vösku í hópn- um fá kost á að vakna rótsnemma og ganga á Hlöðufellið. Dagleiðin gæti legið um tind Skjaldbreiðar en líklega ræðst það af veðri. Dagleiðin endar í skála við Karl og Kerl- ingu. Á fjórða og síðasta degi heldur hópurinn suður Langadal og gegnum Klukkuskarð og niður í Laugardal að Hjálmsstöðum og Laugarvatni. Hér ná veisluhöld ferðalags- ins hámarki sínu þegar menn gæða sér á sjóðheitu hverabrauði með reyktum silungi og fleira góðgæti. Boðið er upp á sundferð og vel þegið þrifabað eftir fjögurra daga göngu í ryki og sólskini með tilheyrandi svita. Þegar sest er að veisluborðum sem svigna undan því besta sem íslensk sveit getur framleitt verður fólki ljóst að á ferð- um eins og þessum bindast ferðafélagar böndum sem seint rofna. Böndin myndast ekki aðeins milli manna og kvenna heldur ekki síður milli manns og náttúrunnar og fólk kynnist sjálfu sér enn betur en áður. Fararstjóri er Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, og er óhætt að segja að þessar slóðir skipi sérstakan sess í huga hans því Ólafur er alinn upp á Laugar- vatni þar sem faðir hans, Haraldur Matthí- asson, ferðagarpur og rithöfundur, kenndi við Menntaskólann á Laugarvatni. Áreynsla og munaður Seinnipart júlímánaðar býður Ferðafélag Íslands upp á mjög áhugaverða sumarleyfisferð um Jarlhettuslóðir. Bílaleigan HappyCampers var sett á fót upp úr síðustu áramót- um. Hjá henni er hægt að leigja litla sendibíla, búnum eldunarað- stöðu og svefnplássi. Að leigunni standa tvenn hjón, bræðurnir Sverrir og Haukur Þorsteinssynir og konur þeirra Herdís Jónsdóttir og Theodóra Björk Heimisdóttir. „Við höfum sjálf ferðast mikið og fannst vanta litla og einfalda bíla til leigu sem hægt væri að gista í,“ útskýrir Sverrir sem vill ekki kalla bílana húsbíla, heldur ferðabíla. „Húsbílar geta verið stórir og miklir bílar, búnir klósetti og jafnvel sturtu og örbylgjuofni. Það sest ekki hver sem er undir stýri á svo stórum bílum en okkar bílar eru hins vegar einfaldir og ekki þarf að læra á neina takka og tól. Þeim er hægt að leggja hvar sem er auk þess sem þeir eyða litlu og Hótelherbergi á hjólum Ferðalög innanlands verða án efa vinsæl í sumar. Nú hefur bæst við flóru ferðamátans en hjá Happy- Campers er hægt að leigja farartæki og gistingu í einum og sama pakkanum. Haukur Þorsteinsson situr undir stýri og Theodóra Björk Heimisdóttir, kona hans, stendur við hlið hans. Þá kemur Herdís Jóns- dóttir við hlið manns síns, Sverris Þorsteinssonar. Fremst á myndinni er Fanndís María Sverrisdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Traustir ferðafélagar Ferðafélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.