Fréttablaðið - 03.04.2010, Side 62

Fréttablaðið - 03.04.2010, Side 62
42 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla með sann- færandi 88-72 sigri á Stjörnunni í oddaleik í Garðabænum á skír- dagskvöld. Tveir leikmenn úr röðum Njarð- víkinga, Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson, þekkja ekkert annað en að vinna saman oddaleiki og einvígi í úrslitakeppninni. Þeir urðu Íslandsmeistarar síðustu tvö skipti sem þeir voru saman (með Keflavík 2004 og 2005) og lið þeirra hefur unnið alla fjóra odda- leikina sem þau hafa spilað. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson unnu því saman sitt sjöunda einvígi í röð í úrslita- keppni og í fjórum þeirra hafa úrslitin ráðist í oddaleik. Magnús var með 20 stig í leiknum á móti Stjörnunni en Nick skoraði 13 stig og gaf 5 stoðsendingar. Nick hefur oftast farið á kostum í þessum oddaleikjum og var fyrir leikinn á fimmtudaginn með 28,0 stig, 10,0 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í oddaleikjum á Íslandi. Báðir áttu þeir Nick Bradford stóran þátt í sigrinum á Stjörnunni á skírdag. Það má segja að Magn- ús Þór Gunnarsson hafi klárað Stjörnuliðið með því að setja niður fjóra þrista á tæplega fimm mín- útna kafla í seinni hálfleik. Það var hins vegar Nick Bradford sem kom Njarðvíkingum inn í leikinn á erfiðum tímapunkti í fyrri hálfleik þegar hann nánast upp á sitt eins- dæmi breytti stöðunni úr 38-32 fyrir Stjörnuna í 42-42 með því að skora átta stig á tæplega tveggja mínútna kafla. Undanúrslitaeinvígin hefjast bæði á mánudagskvöldið þegar KR tekur á móti Snæfelli í DHL-höll- inni og Keflvíkingar taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Toyota-höllinni. - óój Njarðvíkingarnir Magnús Þór Gunnarsson og Nick Bradford í úrslitakeppninni: Hafa unnið alla oddaleiki saman TÓK AF SKARIÐ Á RÉTTUM TÍMA Nick Bradford skorar tvö stig á móti Stjörn- unni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KLÁRAÐI LEIKINN Magnús Þór Gunnars- son sýndi mikilvægi sitt á fimmtudag- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ODDALEIKIR NICK OG MAGNÚSAR SAMAN: 8 liða úrslit 2004 Keflavík-Tindastóll 98-96 Nick 24 stig, Magnús 4 stig Undanúrslit 2004 Grindavík-Keflavík 89-101 Nick 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsending- ar, Magnús 11 stig 8 liða úrslit 2005 Keflavík-Grindavík 80-75 Nick 29 stig, 16 fráköst, 6 stoðsend- ingar, Magnús 9 stig 8 liða úrslit Stjarnan-Njarðvík 72-88 Magnús 20 stig, sex þristar, Nick 13 stig, 5 stoðsendingar HANDBOLTI Geir Sveinsson hefur heldur betur náð að snúa við blað- inu hjá Gróttuliðinu í fallbaráttu N1 deild karla í handbolta en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki sína á móti Akureyri, FH og Stjörnunni og þar er ekki síst að þakka frá- bærri byrjun liðsins. Geir tók við liðinu af Halldóri Ingólfssyni þegar Grótta hafði tapað sjö leikjum í röð og ekki unnið leik á árinu 2010. Fyrsti leikurinn tapaðist með einu marki á móti Haukum en síðan hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. Grótta komst í 7-1 á móti Akur- eyri, vann fyrri hálfleikinn 15-9 og loks leikinn með þremur mörkum, 29-26. Grótta komst í 8-0 á móti FH, vann fyrri hálfleikinn 16-11 og loks leikinn með sjö mörkum, 30-23. Á miðvikudaginn komust Gróttu- menn síðan í 6-2 í upphafi leiks á móti Stjörnunni og voru 15-10 yfir í hálfleik. Stjörnumenn jöfn- uðu leikinn en Jón Karl Björns- son tryggði Gróttu tvö dýrmæt stig með því að skora tvö síðustu mörkin, hans tólfta og þrettánda mark í leiknum. Gróttuliðið hefur þar með unnið upphafsmínútur síðustu þriggja leikja 21-3 og fyrri hálfleikina með samtals 16 mörk- um eða 46-30. Næsti leikur Gróttu er á heima- velli gegn Fram, á annan páska- dag. Með sigri í þeim leik getur liðið tryggt sér 6. sæti í deildinni á næsta ári og þar með áframhald- andi sæti í deildinni. Það fer fram heil umferð klukkan 19.30 á mánu- daginn en þá mætast einnig Akur- eyri-HK, FH-Valur og Haukar- Stjarnan. - óój Geir Sveinsson er búinn að snúa við blaðinu hjá Gróttu sem hefur unnið þrjá leiki í röð í N1 deild karla: Mæta tilbúnir í leikina undir stjórn Geirs 6 STIG AF 8 MÖGULEGUM Geir Sveins- son er að gera flotta hluti með Gróttu- liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Leit KR-inga að markmanni fyrir sumarið er lokið eftir að Norðmaðurinn Lars Ivar Moldskred samdi við félagið. Moldskred er 32 ára markmað- ur með reynslu úr norsku úrvals- deildinni þar sem hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strøms- godset. Lars fór yfir kosti sína á heimasíðu samtaka íþrótta- manna í Noregi: „Góður einn á móti einum, góðar staðsetningar, stjórna vörninni vel, viljugur til að æfa og mikill fagmaður, fljót- ur að koma boltanum í leik og er óhræddur,“ sagði Lars þar um sjálfan sig. - óój Markmannamál KR á hreint: Sömdu við Lars FÓTBOLTI Ryan Babel, leikmað- ur Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á úti- velli á móti Benfica í Evrópu- deildinni á skírdag. Liverpool var 1-0 yfir þegar Babel var rekinn út af en tapaði leiknum 2-1. „Þegar upp er staðið þá var þetta heimskulegt af mér og algjör vitl- eysa hjá mér að vera að snerta andlit hans. Ég tel samt að gula spjaldið hefði verið sanngjarnt,“ sagði Babel. „Hann kom ógnandi í átt að mér, öskraði og fór alveg upp að mér. Ég reyndi bara að ýta honum frá mér,“ sagði Babel. - óój Rautt á Babel í tapi Liverpool: Þetta var algjör vitleysa hjá mér SAUÐ UPP ÚR Dómarinn stígur hér á milli Babels og Luisao. MYND/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.