Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.04.2010, Qupperneq 2
2 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR ? Leiðir skýrsla rannsóknar-nefndar til málshöfðana? Í skýrslunni er ekki að fi nna lista yfi r einstök mál, heldur er þar bent á málafl okka sem nefndin telur ástæðu til að rannsaka sérstaklega með tilliti til þess hvort þar voru framin refsiverð afbrot. SÍÐA 4 ? Voru gerð mistök við þjóðnýtingu Glitnis? Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Seðla- banki og ráðherrar eru tald- ir hafa brotið stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórn- arskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóð- nýtingu. Seðlabankinn er ekki talinn hafa afl að sér nauðsyn- legra gagna um stöðu Glitnis og ekki hafa lagt mat á hugs- anleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjár- málakerfi ð. SÍÐA 6 ? Hefðu stjórnvöld og eftir-litsstofnanir getað komið í veg fyrir að Icesave-reikning- arnir yrðu sú byrði á þjóðinni sem raunin hefur orðið? Umfjöllun rannsóknarnefnd- ar um Icesave-reikningana er áfellisdómur yfi r íslenskum stjórnvöldum, Fjármálaeftirliti, Seðlabanka en þó ekki síst Landsbankanum sjálfum. Þau tæki sem voru fyrir hendi voru ekki nýtt, raunar þvert á móti í sumum tilfellum, eins og sannaðist þegar Seðlabankinn lækkaði bindisskyldu á inn- lánsreiknum erlendis. SÍÐA 8 ? Hver er ábyrgð forseta Íslands? Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, var áberandi boð- beri útrásarinnar og er einn þeirra sem bera siðferðis- lega ábyrgð á aðdraganda og falli íslensku bankanna, með því að taka þátt í „því leikriti sem leikið var í kringum for- ingja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra“, að mati vinnuhóps rannsóknarnefndarinnar um siðferði. Forsetinn er í skýrslu hópsins sagður hafa beitt sér af krafti við að draga upp fegr- aða, drambsama og þjóðern- iskennda mynd af yfi rburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi . SÍÐA 10 ? Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda hrunsins? Fjölmiðlum ber að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald öfl um sem vinna gegn almannahag, segir í skýrslu vinnuhóps rannsóknarnefndar um siðferði sem telur fjölmiðla þarna hafa brugðist. Þeir hafi hvorki verið vakandi fyrir hættumerkjum né sýnt nægi- legt sjálfstæði. Ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif eigenda á fréttafl utning en sjálfsrit- skoðun fjölmiðlamanna hafi verið útbreidd, meðal annars vegna fárra atvinnutækifæra fjölmiðlafólks. SÍÐA 12 ? Tókst Fjármálaeftirlitið á við aðsteðjandi vanda? Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar kemur fram að stjórn- endur Fjármálaeftirlitsins hafi ekki talið meiriháttar vand- ræði steðja að íslensku bönk- unum fram eftir ári 2008. Það hafi hins vegar verið rangt mat. Skýrsluhöfundar átelja stjórnendur Fjármálaeftirlits- ins meðal annars fyrir að setja mál ekki í formlegt ferli heldur treysta á að hægt væri að leysa úr þeim með óformlegum sam- skiptum við fjármálafyrirtæki. SÍÐA 16 ? Sinnti Seðlabankinn hlutverki sínu? Seðlabankastjórarnir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson er taldir hafa sýnt af sér van- rækslu með því að kanna ekki stöðu Icesave-reikninganna þegar Landsbankinn óskaði eftir 390 milljarða króna fyrir- greiðslu Seðlabankans í ágúst 2008. Seðlabankastjórarnir þrír eru einnig taldir hafa sýnt vanrækslu í starfi í aðdragand- anum að falli Glitnis, meðal annars með því að rannsaka málið ekki nógu vel áður en ákvörðun var tekin. Auk þess telur rannsóknarnefndin ýmsa annmarka hafa verið á starf- semi Seðlabankans sem iðu- lega hafi verið skrefi á eftir markaðnum og of seinn að hækka vexti sína. SÍÐA 18 ? Hverjir voru stærstu skuldarar bankanna? Í skýrslunni er dregið fram að stærstu eigendur bankanna hafi á sama tíma verið fyrir- ferðarmiklir lántakendur og aukið áhættu bankanna. Rekst- ur bankanna hafi einkennst af því að hámarka hag stærstu hluthafa þeirra, sem í krafti eignarhlutar síns hafi haft góðan aðgang að lánsfé. Baug- ur og tengdir aðilar sóttu sér fé í alla bankana og mynduðu of stóra áhættu í þeim öllum. Svipuðu máli gegnir um Existu, helsta eiganda Kaupþings, feðg- ana Björgólf Guðmundsson og Björgólf Thor Björgólfsson, kjölfestueigendur Landsbank- ans, og Ólaf Ólafsson, einn af stærstu hluthöfum Kaupþings. SÍÐA 20 ? Hverjir eru taldir hafa sýnt vanrækslu í skilningi laga? Þrír stjórnmálamenn, þeir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsæt- isráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrr- verandi viðskiptaráðherra. Auk þess fyrrverandi banka- stjórar Seðlabankans, Davíð Oddsson, Ingimundur Frið- riksson og Eiríkur Guðna- son, sem og Jónas Fr. Jóns- son, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. SÍÐA 22 ? Voru gerð mistök við einkavæðingu bankanna? Niðurstaða rannsóknarnefnd- arinnar er að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hafi vald- ið því að eignaraðild varð ekki dreifðari í bönkunum en raun ber vitni. Einkavæðing- in hafi „á vissan hátt gefi ð tón- inn fyrir það hvernig skipulag eignarhalds varð á íslensk- um fjármálamarkaði“. Heim- ild Alþingis um sölu bankanna hafi verið allt of víð og of mikið vald sett í hendur framkvæmd- arvaldsins. Reyndin hafi því verið sú að pólitík hafi ráðið ferðinni en ekki faglegt mat. SÍÐA 24 ? Hverjir tóku mest út úr peningamarkaðssjóðum mánuðinn fyrir hrun? Starfsmenn og tengdir aðilar tóku mun meira fé út úr pen- ingamarkaðssjóðum mánuðinn fyrir hrun en ótengdir aðilar. SÍÐA 26 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx BÚINN AÐ NÁ SÉR Í SKÝRSLU Rannsóknarskýrslu Alþingis hefur verið beðið með eftirvæntingu. Margir lögðu leið sína í bókaverslanir í gær til að ná sér í eintak. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R Hraðferð yfir skýrslu rannsóknarnefndar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.