Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 4
4 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR
DÓMSMÁL Mál sautján meintra
kaupenda vændis á vegum Catal-
inu Mikue Ncogo hafa verið send
til ríkissaksóknara. Þar verður
tekin ákvörðun um hvort einhverj-
ir þeirra eða allir verða ákærðir.
Kaup á vændi eru brot á ákvæði
almennra hegningarlaga. Í ákvæð-
inu segir að hver sem greiði eða
heiti greiðslu eða annars konar
endurgjaldi fyrir vændi skuli
sæta sektum eða fangelsi allt að
einu ári. Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins greiddu kaupendur
um tuttugu þúsund krónur fyrir
þjónustuna í hvert skipti. Enginn
þeirra mun hafa keypt vændis-
þjónustuna ítrekað.
Catalina situr í gæsluvarðhaldi
til 23. apríl. Vitnisburðir kvenna
vegna rannsóknar lögreglu á starf-
semi hennar benda til þess að hún
hafi gerst sek um mansal gagn-
vart sumum þeirra. Hún hafi beitt
ofbeldi, hótunum um ofbeldi og
frelsissviptingu gegn konunum.
Við rannsókn málsins hafa konur
borið að þær hafi stundað vændi
hér á landi á vegum Catalinu og að
þær hafi komið til landsins í því
skyni að starfa við vændi á vegum
hennar. Þá hefur hún reynt að
fá samfanga sinn, unga konu, til
að starfa fyrir sig í vændi fyrir
500.000 krónur á mánuði þegar
hún væri laus úr fangelsi. - jss
Í GÆSLUVARÐHALDI Catalina situr í
gæsluvarðhaldi.
Meintir kaupendur vændisþjónstu Catalinu Mikue Ncogo bíða ákvörðunar:
17 vændiskaupamál til saksóknara
Ellefu látnir eftir lestarslys
Að minnsta kosti ellefu manns létust
og 30 eru særðir eftir að aurskriða féll
á lest í norðurhluta Ítalíu í gærmorg-
un. Svo virðist sem vatnsleiðsla hafi
brostið og aurskriðan orðið vegna
þess.
ÍTALÍA
Íkveikja á Hrauninu
Lögreglan á Selfossi rannsakar meinta
íkveikja í fangaklefa á Litla-Hrauni í
lok síðustu viku. Þar voru tveir menn
saman í klefa þegar eldur kom þar
upp. Fangaverðir náðu með snarræði
að slökkva eldinn.
LÖGREGLUFRÉTTIR
TAÍLAND, AP Abhisit Vejjajivea,
forsætisráðherra Taílands, er nú
undir vaxandi þrýstingi að segja
af sér og boða til kosninga.
Kosningaeftirlit landsins
úrskurðaði í gær að flokkur for-
sætisráðherrans hafi misnotað
fjárframlög sem honum hafi bor-
ist. Leysa eigi flokkinn upp og
boða til kosninga. Þá sagði hers-
höfðinginn Anupong Paochinda
í gær að mögulega yrði að leysa
þingið upp til þess að skapa sátt.
Herinn er valdamikill og hing-
að til hefur forsætisráðherrann
notið stuðnings hans.
Mikil mótmæli hafa verið gegn
ríkjandi stjórn landsins undan-
farinn mánuð. Á laugardag létust
svo fjórir hermenn og sautján
óbreyttir borgarar þegar lög-
reglu og her mistókst að leysa
mótmælin upp. - þeb
Kosningaeftirlit í Taílandi:
Vilja leysa ríkis-
stjórn upp
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur
maður hefur verið dæmdur í tíu
mánaða fangelsi, þar af sjö á skil-
orði, fyrir húsbrot, hótanir og
rán. Félagi hans var dæmdur í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
sá þriðji var dæmdur til að greiða
80 þúsund króna sekt. Þrír til
sem ákærðir voru í málinu, voru
sýknaðir.
Þrír menn ruddust inn á heimili
tveggja ungra manna með hótun-
um ef þeir létu ekki verðmæt tæki
af hendi. Þeir sögðust bora með
borvél í hné þeirra og beindu að
þeim hnífi, áður en þeir yfirgáfu
húsnæðið með verðmætin. - jss
Dæmdir fyrir húsbrot og rán:
Hótuðu ofbeldi
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
12°
15°
11°
9°
12°
11°
11°
21°
14°
17°
15°
28°
11°
13°
17°
8°Á MORGUN
6-12 m/s,
hvassast vestan til.
FIMMTUDAGUR
Vestlæg átt,
víða 5-8 m/s.
8
7
6
7
8
9
12
8
6
8
3
8
10
9
9
5
6
6
10
4
7
9
6
5
5
8
6 6
4 3
5
5
TÍÐINDALÍTIÐ Í
dag má búast við
nokkuð björtu
veðri austan til en
það þykknar þó
heldur upp er líður
á daginn. Hita-
stig verður með
ágætum næstu
tvo daga en síðan
kólnar heldur á
landinu. Vestlægar
áttir verða ríkjandi
út vikuna en vindur
verður tiltölulega
hægur.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
■ Refsiverð brot stjórnenda banka og annarra
fjármálafyrirtækja. Vanhöld meðal annars talin vera
á ársreikningum, sem stjórnendurnir báru ábyrgð á,
auk þess sem stjórnarmenn hafi í einhverjum tilvik-
um haft ólögmæt afskipti af ákvörðunum um einstök
viðskipti.
■ Skuldatryggingakaup Icebank af viðskiptavinum
sínum. Icebank keypti til dæmis í
árslok 2007 skuldatryggingu fyrir
skuldabréf að fjárhæð átta milljarðar
af ónefndu fyrirtæki með eigið fé
sem nam 105 milljónum. „Líkurn-
ar á því að fyrirtækið gæti bætt
Icebank 8.000 milljónir króna voru
því nánast engar,“ segir nefndin.
Grunur leikur á að þetta hafi verið
málamyndargerningur notaður til
þess að tryggja að Icebank uppfyllti
lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall.
■ Meint auðgunarbrot þegar Kaupþing
lánaði fyrir sölu á skuldatryggingum
á sjálft sig. Kaupendur skuldabréf-
anna, og þar með seljendur skulda-
trygginganna, voru stórir viðskipta-
vinir Kaupþings, sem gátu einungis
grætt á viðskiptunum á meðan
áhættan lá alfarið hjá bankanum.
■ Fimm lán Kaupþings til kýpverska
félagsins Desulo Trading ltd. upp á samtals rúma 20
milljarða til kaupa á bréfum í bankanum sjálfum.
Grunur um markaðsmisnotkun. Egill Ágústsson,
framkvæmdastjóri Íslensk-Ameríska, er skráður fyrir
félaginu.
■ Hálfs milljarðs lán Kaupþings til Caramba, félags í
eigu Björns Inga Hrafnssonar, til kaupa á bréfum í
Existu. Grunur um markaðsmisnotkun.
■ Veðtökur stóru bankanna í eigin bréfum sem voru
langt umfram 10 prósenta hámarkið. Sem dæmi var
verðmæti veða Kaupþings í eigin bréfum 214 millj-
arðar í lok september 2008, eða 42 prósent af öllum
bréfum bankans.
■ Kaup Baugs á eigin bréfum af stærstu eigendum
sínum fyrir hluta af söluverðmæti Haga til 1998 ehf.
Þetta hafi verið til þess fallið að rýra hagsmuni ann-
arra kröfuhafa Baugs.
■ Framvirkir samningar upp á samtals tíu milljarða um
skuldabréf í FL Group við tvö félög, Glúx ehf. og Cons-
ensus ehf., með það að markmiði að lána FL Group
féð án þess að telja það til áhættu Glitnis vegna
tengdra aðila. Til tryggingar var meðal annars víxill
útgefinn af Icebank, en starfsmenn
hans eru taldir hafa verið með í ráðum.
■ Aðrar ótilgreindar óábyrgar lánveit-
ingar, þar sem reglum um áhættumat,
innri verkferla, til dæmis umfjöllun
lánanefnda, og viðmiðum um trygging-
ar var ekki fylgt. Viðmiðum um veðköll
ekki alltaf fylgt og einnig gríðarlegar
fjárhæðir lánaðar eignarhaldsfélögum
sem áttu ekki meira eigið fé en hálfa
milljón án annarra veða en bréfanna
sem lánað var fyrir.
■ Kaupréttarsamningar og framkvæmd
þeirra eru í einhverjum tilvikum taldir
hafa verið markaðsmisnotkun. Dæmi
nefnd um það þegar Landsbankinn
meinaði starfsmönnum sínum að inn-
leysa kauprétti í desember 2007 til að
halda uppi gengi bréfa í bankanum.
■ Bankarnir allir hafi tryggt óeðlilegt
verð á hlutabréfum í sjálfum sér eða
stuðlað að því að rangar eða misvísandi upplýsing-
ar væru gefnar um framboð, eftirspurn eða verð
bréfanna.
■ Gjaldeyrisviðskipti Kaupþings og tengdra félaga fyrir
1.392 milljónir evra á þremur mánuðum um áramót-
in 2007 og 2008. Þetta kolfelldi íslensku krónuna og
grunur leikur á markaðsmisnotkun.
■ Endurskoðendur bankanna eru taldir hafa brotið
starfsskyldur sínar.
■ Stjórnendur peningamarkaðssjóða bankanna eru
grunaðir um að hafa brotið með refsiverðum hætti
starfsskyldur sínar við fjárstýringu og utanumhald
sjóðanna.
■ Fjöldi innherja tók eign sína út úr peningamarkaðs-
sjóðunum skömmu fyrir hrun.
Mál sem vísað er til saksóknara
RANNSÓKNARSKÝRSLAN Endurskoðend-
ur bankanna, peninga markaðssjóðir
þeirra, afskipti stjórnarmanna af
einstökum viðskiptum, kaupréttar-
samningar starfsmanna og umfangs-
mikil markaðsmisnotkun er meðal
þess sem rannsóknarnefnd Alþing-
is telur að saksóknari eigi að taka til
sérstakrar rannsóknar.
Sérstakur kafli er í skýrslunni
um málin. Skjalið
var fært Birni L.
Bergssyni, settum
ríkissaksóknara, á
sunnudag og mun
hann nú leggjast
yfir upplýsing-
arnar og ákveða
hvort málunum
verði eftir atvik-
um vísað áfram til
sérstaks saksókn-
ara til sakamála-
rannsóknar.
Ekki er um tölu-
settan lista yfir
einstök mál að
ræða, heldur fyrst
og fremst mála-
flokka sem nefnd-
in telur ástæðu til
að rannsaka sér-
staklega með tilliti
til þess hvort þar
voru framin refsiverð afbrot. Nokk-
ur einstök mál eru þó nefnd til sög-
unnar. Sjá má listann hér til hliðar.
Björn segir í samtali við Frétta-
blaðið að töluverð vinna sé nú fram
undan við að greina upplýsingarnar
í skýrslunni og vísa síðan málum
áfram til Ólafs Haukssonar, sérstaks
saksóknara. Ekki sé þó mjög margt
splunkunýtt í kaflanum. Ólafur
tekur í sama streng. „Velflest höfum
við séð áður eða erum byrjuð að
vinna í,“ segir hann. „En það er eitt
og annað nýtt,“ bætir hann þó við.
stigur@frettabladid.is
Fátt nýtt til ríkissaksóknara
Rannsóknarnefndin afhenti saksóknara lista yfir mál sem hún telur þarfnast rannsóknar. Endurskoðendur,
peningamarkaðssjóðir og kaupréttir til skoðunar. „Velflest höfum við séð áður,“ segir sérstakur saksóknari.
BJÖRN L.
BERGSSON
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
Grunur um salmonellusmit
Grunur er um salmonellusmit í fersk-
um kjúklingi framleiddum af Ísfugli
og Matfugli. Frekari rannsókna er
þörf til að staðfesta gruninn. Dreifing
á vörunni hefur verið stöðvuð og
vörurnar innkallaðar.
HEILBRIGÐISMÁL
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 12.04.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
226,4107
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,67 126,27
193,88 194,82
170,85 171,81
22,951 23,085
21,362 21,488
17,529 17,631
1,3428 1,3506
191,62 192,76
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili.
Við smíðum borð algjörlega eftir þínu
máli svo sem borðstofuborð, sófaborð
og fundarborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan is | golfthjonustan is
S: 897 2225