Fréttablaðið - 13.04.2010, Síða 6
13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR6
FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
„Skilaboð almennt frá yfirvöldum voru þau að menn
hefðu bara miklar áhyggjur af stöðunni, menn
eru náttúrlega – ég var náttúrlega, tel ég nokkuð
hreinskilið, menn höfðu alltaf mestar áhyggjur af
okkur, eða svo höfðu þeir aðeins minni áhyggjur
af okkur yfir sumarið, þannig að ég fékk alls konar
skilaboð úr öllum áttum um að ég væri algjörlega,
vissi ekkert hvað ég væri að gera, alveg vonlaus í öllu.
Þannig að það voru svona almennt skilaboðin, það
voru svo sem engin sérstök skilaboð.“
LÁRUS WELDING
Í YFIRHEYRSLU HJÁ RANNSÓKNARNEFNDINNI
Seðlabanki og ráðherrar
brutu stjórnsýslulög, eigin
verklagsreglur, óskráðar
meginreglur og jafnvel
stjórnarskrá þegar ákveð-
ið var að bregðast við ósk
Glitnis um lán til þrauta-
vara með þjóðnýtingu.
Seðlabankinn hafði ekki
forsendur til að meta hvort
sú leið sem hann gerði til-
lögu um væri forsvaranleg.
Þjóðnýting Glitnis er harð-
lega gagnrýnd í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis. Spjót-
um nefndarinnar er bæði beint
að bankastjórn Seðlabankans og
ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Seðlabankinn aflaði ekki nauðsyn-
legra gagna um stöðu Glitnis og
lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð
markaðarins og þá hættu sem þjóð-
nýtingin gat haft í för með sér fyrir
fjármálakerfið.
Seðlabankinn hafði í raun ekki
forsendur til að meta hvort leiðin
sem hann lagði til að ríkisstjórnin
færi í málinu væri forsvaranleg,
segir í skýrslunni.
Atburðarásin hófst 25. september,
á fundi þar sem Þorsteinn Már
Baldvinsson, stjórnarformaður
bankans, óskaði munnlega eftir
aðstoð Seðlabankans við Glitni
vegna erfiðleika bankans við að
standa í skilum með lán sem voru
þá að komast á gjalddaga innan
skamms.
Við meðferð málsins var ekki
fylgt eigin áætlun Seðlabankans
um viðbrögð við lausafjárvanda og
veitingu svonefndra þrautarvara-
lána til fjármálafyrirtækja. „Seðla-
bankinn leitaði ekki til viðeigandi
sérfræðinga bankans og þeir sér-
fræðingar sem þó unnu að undir-
búningi og mati á málinu voru flest-
ir kallaðir til síðla sunnudagsins 28.
september,“ segir í skýrslunni. Þá
var í raun búið að taka ákvörðun
um að ríkið eignaðist 75% hlutafé
í bankanum. Það var tilkynnt eig-
endum Glitnis þá um nóttina og
almenningi daginn eftir.
Í skýrslunni segir að lítill gaum-
ur hafi verið gefinn að því að meta
trúverðugleika þeirra aðgerða sem
Seðlabankinn lagði til gagnvart
erlendum lánveitendum og aðil-
um á markaði. Það sé ámælisvert.
„Ekki er að sjá að líkur á hugs-
anlegri gjaldfellingu hafi verið
metnar á rökstuddan hátt af Seðla-
banka Íslands,“ segir í skýrslunni.
„Stjórnendum Seðlabankans mátti
sem sérfróðum aðilum á þessu sviði
vera ljóst að veruleg hætta væri á
að inngrip ríkisins í Glitni, með
þeim hætti sem lagt var til, yrði
talin ótrúverðug aðgerð.“
Auk bankastjórnar Seðlabank-
ans sýndu ráðherrarnir Árni M.
Mathiesen og Geir H. Haarde af
sér vanrækslu, segir í skýrslunni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, hafði
óskað eftir því að Össur Skarphéð-
insson, en ekki Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra, tæki
þátt í afgreiðslu á málum Glitn-
is fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem
verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og
einnig Árna M. Mathiesen, skylda
til að sjá um að Björgvin væri upp-
lýstur um málið. Nefndin vísar í
þessu sambandi til stjórnarskrár-
ákvæða og reglugerðar um stjórn-
arráð Íslands. „Málefni er varða
fjármálafyrirtæki eins og Glitni
heyrðu á þessum tíma undir mál-
efnasvið viðskiptaráðherra,“ segir
í skýrslunni.
Viðskiptaráðherrann frétti hins
vegar af málinu fyrir tilviljun
þegar það var á lokastigi að kvöldi
sunnudagsins 28. september.
peturg@frettabladid.is
Úr skýrslu rannsóknarnefndar
„Og mér var sérstaklega minnisstætt að þegar
fundurinn er að hefjast þá snýtir Össur sér og segir
yfir fundarborðið að hann hafi bara akkúrat ekkert vit
á bankamálum [ … ] Og síðan bara endaði fund-
urinn snögglega og ég hugsaði með mér: Bíddu,
ætlar enginn að „rappa“ upp hvað var sagt og hvaða
ákvörðun var tekin? En ég meina, það var bara ég
allavegana náði engri ákvörðun þarna, enda var
engin ákvörðun tekin.“
SIGRÍÐUR LOGADÓTTIR, LÖGFRÆÐINGUR
SEÐLABANKANS, VAR VIÐSTÖDD
ÖRLAGARÍKAN FUND UM ÞJÓÐNÝTINGU GLITNIS.
Rannsóknar-
Samfylkingarfélagi í Reykjavík heldur opna félagsfundi næstu
rjá mi vikudaga, 14. apríl, 21. apríl og 28. apríl, sem allir
munu fjalla um sk rslu rannsóknarnefndar Al ingis frá msum
hli um. Fundirnir ver a á Hallveigarstíg 1 og hefjast kl. 20.30.
______________________________________________
Mi vikudagur 14. apríl
Hva stendur í sk rslunni?
Gestir fyrsta fundarins ver a Sigur ur Líndal, lagaprófessor og
Jóhann Hauksson, bla ama ur. Fundarstjóri ver ur Helga Vala
Helgadóttir, laganemi.
______________________________________________
Mi vikudagur 21. apríl
Hva a lærdóm má Samfylkingin
draga af sk rslunni?
Gestir á ö rum fundinum ver a Valger ur Bjarnadóttir, ingkona
og Jóhann Ársælsson, fyrrverandi ingma ur. Fundarstjóri ver ur
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi.
______________________________________________
Mi vikudagur 28. apríl
Hva finnst ér um sk rsluna?
Á ri ja fundinum ver a engir frummælendur heldur munu
flokksfélagar eiga svi i . Haldin ver ur opin hugmyndasmi ja
ar sem félagsmenn fjalla um sk rsluna, spyrja spurninga og
deila hugsunum sem kvikna hafa eftir vi bur i sí ustu vikna.
Umræ um stjórnar Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri.
______________________________________________
Vi hvetjum félagsmenn og a ra sem hafa áhuga á a ræ a og
kynna sér efni sk rslunnar a fjölmenna á mi vikudagsfundi
félagsins og taka átt í mótun samfélagsins.
Allir velkomnir!
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík
Kynnt me fyrirvara um breytingar.
sk rslan
Hörð gagnrýni á
þjóðnýtingu Glitnis
„Ég var rétt byrjaður, þá trylltist
hann, sagði að ég væri að grafa
undan tillögum hans og sagði:
„Þarna situr forsætisráðherra
frammi og skelfur eins og
lauf í vindi og getur ekki tekið
ákvörðun. Hann hlustar á þig og
þú ert að grafa undan þessu.
Ef þetta gengur ekki fram mun
ég persónulega sjá til þess að
þér verði ólíft á Íslandi það sem
eftir er.“ Jafnframt sagði hann
að ég skyldi ekki hræra í Össuri,
þá skyldi hann eiga mig á fæti.
Hann var vægast sagt tryllings-
legur og mér féll gjörsamlega
allur ketill í eldinn. Ég brást við
með því að segja að við hefðum
verið samherjar til margra ára,
ég hefði ekkert annað í huga
en framtíð landsins okkar, hann
róaðist nokkuð við það en
ég sá að hann hugsaði
mér þegjandi þörfina.“
TRYGGVI ÞÓR
HERBERTSSON UM EINKA-
FUND SINN MEÐ
DAVÍÐ ODDSSYNI
Í AÐDRAGANDA
ÞJÓÐNÝTINGAR
GLITNIS.
ÞJÓÐNÝTING Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Lárus Welding, bankastjóri Glitnis,
tilkynntu á blaðamannafundi að ríkið yrði eigandi 75 prósenta hlutafjár í Glitni.
Úr skýrslu rannsóknarnefndar
Úr skýrslu
rannsóknarnefndar
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Sjö sjálfstæðismenn eru á lista þeirra tíu alþingis-
manna sem fengu yfir 100 milljóna króna lánafyrir-
greiðslu frá íslensku bönkunum frá ársbyrjun 2005 og
fram að falli bankanna. Upphæðirnar taka einnig til
lána til maka þingmanna og félaga í þeirra eigu.
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráð-
herra, trónir á toppi listans og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
er í öðru sæti. Lánin sem þær eru skráðar fyrir skrif-
ast að langstærstum hluta á maka þeirra, Kristin
Björnsson og Kristján Arason.
Herdís Þórðardóttir er þriðja á listanum, en stór
hluti lána sem skráð eru á hana eru vegna lána eigin-
manns hennar eða sameiginlegs félags í þeirra eigu.
Herdís sat á þingi í tvö ár frá 2007 til 2009.
Fimmti er Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni,
sem fékk 755 milljónir að láni.
Sjö sjálfstæðismenn eru sem áður segir á listanum,
einn samfylkingarmaður og tveir framsóknarmenn.
Þrír sitja enn á Alþingi: Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, öll úr
Sjálfstæðisflokki.
Flokksbróðir þeirra, Ármann Kr. Ólafsson, er odd-
viti sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarn-
ar í Kópavogi. Hann skuldaði mest 248 milljónir. - sh
Þingmenn og makar þeirra skulduðu bönkunum háar fjárhæðir árin fyrir hrun:
Sólveig og Þorgerður með mest
1 Sólveig Pétursdóttir 3.635 milljónir
2 Þorgerður K. Gunnarsdóttir 1.683 milljónir
3 Herdís Þórðardóttir 1.020 milljónir
4 Lúðvík Bergvinsson 755 milljónir
5 Jónína Bjartmarz 283 milljónir
6 Árni Magnússon 265 milljónir
7 Ármann Kr. Ólafsson 248 milljónir
8 Bjarni Benediktsson 174 milljónir
9 Ásta Möller 141 milljónir
10 Ólöf Nordal 113 milljónir
Lán til alþingismanna og maka þeirra