Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 20
13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR20
FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
Viðskiptabankarnir þrír
lánuðu helstu eigendum
sínum hundruð milljarða
króna. Rannsóknarnefnd
Alþingis segir í skýrslu
sinni fulltrúa eigenda bank-
anna hafa setið í stjórnum
bankanna og því lánað sjálf-
um sér. Dæmi er um millj-
arða lánveitingu við upphaf
bankahruns.
Nokkur af stærstu fyrirtækjum
landsins sóttu sér lánsfé hjá öllum
stærstu bönkum landsins auk
fjárfestingarbankans Straums
Burðaráss. Þetta jók kerfislæga
áhættu í bankakerfinu og átti
verulegan hlut í því að þeir fóru í
þrot haustið 2008.
Í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis segir að samþjöpp-
un áhættu hjá íslensku bönkun-
um hafi verið orðin hættulega
mikil nokkru fyrir fall þeirra.
Bæði skrifist þetta á lánveiting-
ar til ákveðinna hópa innan hvers
banka auk þess sem sumir lántak-
enda hafi tengst öðrum bönkum.
Vandræði viðkomandi lántaka
gátu komið öllum bönkunum illa.
Bankarnir brugðust gjarnan við
með því að forða viðskiptavini
sínum í fjárhagsvanda frá þroti.
Baugur skuldaði öllum
Skýrasta dæmið eru lánveiting-
ar til Baugs Group og tengdra
fyrirtækja. Baugur og tengdir
aðilar sóttu sér fé í bankana alla
og var Baugshópurinn orðinn of
stór áhætta í þeim öllum. Ámæl-
isvert er að hafa leyft þessari
áhættu að byggjast upp, að mati
rannsóknarnefndar.
Nefndin segir bönkunum hafa
verið fyrir löngu ljóst að þræðir
Baugs Group lægju víða. Stjórn-
endur bankanna virðast hins
vegar lítið hafa gert til að draga
úr áhættunni. Öðru fremur virð-
ist sem kraftarnir hafi verið nýtt-
ir til að rökstyðja fyrir eftirlits-
aðilum að ekki væri um mikla
samþjöppun áhættu að ræða,
fremur en að horfa til raunveru-
legrar áhættu og reyna að draga
úr henni.
Svipuðu máli gegndi um
Existu, helsta eiganda Kaupþings,
feðgana Björgólf Guðmundsson
og Björgólf Thor Björgólfsson,
kjölfestueigendur Landsbankans,
og Ólaf Ólafsson, einn af stærstu
hluthöfum Kaupþings, þótt áhætta
vegna þessara aðila hafi verið
nokkru minni en Baugshópsins.
Í skýrslunni er dregið fram að
stærstu eigendur bankanna hafi á
sama tíma verið fyrirferðarmikl-
ir lántakendur og aukið áhættu
bankanna. Þá hafi rekstur bank-
anna einkennst af því að hámarka
hag stærstu hluthafa þeirra, sem í
krafti eignarhlutar síns hafi haft
góðan aðgang að lánsfé.
Sem dæmi er tekið að Baugur
og FL Group hafi beitt ráðandi
stöðu sinni í Glitni til að hafa
áhrif á lánveitingar og gripið inn
í eðlilegar tilraunir bankans til
að gæta hagsmuna sinna gagn-
vart félögum sem bankinn hafði
lánað. Þá er bent á að lánveiting-
ar til nýrra eigenda og stjórn-
enda Glitnis jukust verulega eftir
stjórnar- og forstjóraskipti vorið
2007. Því beri lánveitingar til
Baugs- og Fonshópanna (sem voru
í fréttum í síðustu viku) vitni.
Baugur var ýmist stærsti eða
næststærsti lántakandi allra
stóru bankanna þriggja árin 2007
og 2008. Félagið skuldaði mest í
lok árs 2007, eða rúma 5,7 millj-
arða evra. Það jafngildir þúsund
milljörðum króna í dag.
Hefðu skuldbindingar Baugs og
tengdra aðila verið teknar saman
hefðu þær numið 123,6 prósentum
af eiginfjárgrunni Kaupþings. Það
var langt umfram leyfileg mörk.
Af öðrum einstökum lántök-
um má nefna Björgólfsfeðga og
félög tengd þeim, sem voru með
stærstu lántakendum íslensku
bankanna fyrir hrunið í október
2008.
Heildarútlán móðurfélaga stóru
bankanna þriggja til Björgólfs
Thors og tengdra aðila fóru hæst
í rúmlega 1,4 milljarða evra eða
um 240 milljarða króna. Lán til
föður hans og tengdra aðila fóru
hæst yfir 1,3 milljarða evra, jafn-
virði 220 milljarða króna.
Aðrir stærstu hluthafar bank-
anna eru taldir hafa myndað
stóra áhættu í bankakerfinu. Þar
á meðal eru útgerðarmaðurinn
Magnús Kristinsson, Saxhóll,
Byggingarfélag Gylfa og Gunn-
ars, BNT, Sund, Gift, Straum-
borg og Jakob Valgeir Flosason,
en þessir aðilar áttu allir í einum
eða fleiri bönkum.
Lánuðu sjálfum sér
Fulltrúar stærstu eigenda bank-
anna, sem jafnframt voru helstu
lántakar þeirra, áttu sæti í stjórn-
um viðskiptabankanna. Í skýrsl-
unni er sagt að þetta hafi leitt til
þess að fjölmargar ákvarðanir
um stórar lánveitingar hafi verið
teknar án efnislegrar skoðunar,
sem settar reglur gerðu kröfu um
og áttu að vera forsenda ákvörð-
unar um einstakar lánveitingar.
Lán voru stundum veitt án trygg-
inga og þá meðal annars til aðila
sem tengdust eigendum fjármála-
fyrirtækjanna.
Þetta kristallast í lánveit-
ingu til félags Björgólfs Thors
Björgólfssonar, BeeTeeBee Ltd.,
viku fyrir yfirtöku Fjármálaeftir-
lits á Landsbankanum en 30. sept-
ember 2008, daginn eftir þjóðnýt-
ingu Glitnis, fékk hann lán upp á
153 milljónir evra, jafnvirði 24
milljarða króna, hjá Landsbank-
anum í Lúxemborg.
„Rannsóknarnefnd Alþingis
telur í ljósi þess sem hér að fram-
an er nefnt að rekstur íslensku
bankanna hafi um margt ein-
kennst af því að hámarka hag
stærri hluthafanna sem héldu um
stjórnartauma í bönkunum frem-
ur en að reka trausta banka með
hagsmuni allra hluthafa í huga
og ábyrgð gagnvart kröfuhöfum.
Stærri hluthafar höfðu, í ljósi
mikillar skuldsetningar sinnar,
mun meiri hag af áhættusækni
bankanna og jafnframt fengu þeir
góðan aðgang að lánsfé,“ segir í
skýrslunni. jonab@frettabladid.is
Í lok september 2008, einni viku
áður en skilanefndir á vegum Fjár-
málaeftirlitsins tóku lyklavöld-
in í Glitni, Kaupþingi og Lands-
bankanum námu skuldir tuttugu
stærstu lántakenda þeirra 1.400
milljörðum króna.
Í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis er birtur listi þar sem
skuldirnar eru vegnar út frá eig-
inlegum eignarhlut viðkomandi í
fyrirtækjunum. Sömu einstakl-
ingar voru á sama tíma ráðandi
hluthafar í bönkunum.
Íransættaði fjárfestirinn Robert
Tchenguiz, sem búsettur er í Bret-
landi, er efstur á lista með 306,2
milljarða króna skuldir. Tchenguiz
var með stærstu hluthöfum Existu,
sem aftur var umsvifamesti hlut-
hafi Kaupþings. Ólafur Ólafsson,
löngum kenndur við Samskip og
einn af stærstu eigendum Kaup-
þings, kom honum næstur með
164,1 milljarðs skuldir. Ólafur
hafði lengi verið viðloðandi bank-
ann en hann tók þátt í kaupum
á hlut ríkisins í honum á sínum
tíma.
Athygli vekur að Jón Ásgeir
Jóhannesson, eiginkona hans, og
foreldrar eru öll meðal tuttugu
stærstu skuldaranna, en skuld-
ir þeirra í lok september 2008
námu samanlagt 307,6 milljörðum
króna. - jab
Eigendur bankanna skulduðu 1.400 milljarða króna:
Stórskuldugir hluthafar
Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins
komst að því árið 2004 að hvorki
Kaupþing né Landsbankinn hefðu
tengt saman stórar lánveitingar
bankanna til Baugs Group með
réttum hætti. Hann lét stjórn-
endur Fjármálaeftirlitsins vita af
niðurstöðum sínum.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar kemur fram að hann hafi með
réttu talið Kaupþing átt að telja
skuldbindingar nokkurra fyrir-
tækja með skuldum Baugs Group
við bankann. Samkvæmt mati hans
námu lán til Baugs og tengdra aðila
67,5 prósentum af lögbundnu eigin
fé Kaupþings. Málið leit svipað út
innan veggja Landsbankans en
manninum reiknaðist til að lán til
Baugs Group og tengdra aðila hafi
numið 44,4 prósentum af eigin fé
bankans í lok júní 2004.
Þessu samkvæmt virtist sem
báðir bankarnir hafi brotið reglur
um flokkun stórra áhættuskuld-
bindinga, að mati rannsóknar-
nefndarinnar.
Nefndin segir í skýrslunni
athugasemdirnar hafa verið mjög
mikilvægar og gefið Fjármálaeft-
irlitinu tilefni til að rannsaka fjár-
hagsleg tengsl til hlítar.
Fjármálaeftirlitið ekki málið
fyrr en síðla árs 2007, eða þrem-
ur árum eftir að maðurinn benti
á misbrestinn. Þá voru tvö ár liðin
frá því Jónas Fr. Jónsson tók við
starfi forstjóra eftirlitsins.
Jónas Fr. sagði í skýrslutöku hjá
rannsóknarnefndinni hafa orðið
málsins var en það ekki komist á
skrif fyrr en farið hafi verið að
skoða útlán bankanna kerfisbundið
árið 2007. - jab
JÓNAS FR. JÓNSSON „Ég verð var við þessa hluti um stórar áhættuskuldbindingar,
þetta […] atriði sem skipti máli, sem þurfi að taka á á markaðnum og ég byrja strax
að ræða […] kannski verður hún ekkert effektíf fyrr en við förum í þessa útlánaskoð-
un 2007,“ sagði fyrrverandi forstjóri FME við rannsóknarnefndina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjármálaeftirlitið vissi af áhættu í lánasafni bankanna fjórum árum fyrir fallið:
Litu ekki á málið fyrr en 2007
Eigendur veiktu bankana sjálfir
Skuldsettustu
einstaklingarnir*
Nafn Fjárhæð í milljörðum kr.
1 Robert Tchenguiz 306,2
2 Ólafur Ólafsson 164,1
3 Jón Ásgeir Jóhannesson 125,7
4 Björgólfur Guðmundsson 75,2
5 Björgólfur Thor Björgólfsson 70,1
6 Ása K. Ásgeirsdóttir 62,6
7 Jóhannes Jónsson 62,5
8 Hannes Þór Smárason 59,7
9 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir 56,8
10 Jákup á Dul Jacobsen 50,9
11 Jón Helgi Guðmundsson 47,1
12 Karl Emil Wernersson 45,6
13 Egill Ágústsson 43,4
14 Steingrímur Wernersson 42,8
15 Gervimaður útlönd 42,0
16 Magnús Kristinsson 38,7
17 Alisher B. Usmanov 34,5
18 Pálmi Haraldsson 34,5
19 Lóa Skarphéðinsdóttir 31,8
20 Kevin Gerald Stanford 31,3
*Út frá samanlögðum útlánum íslenska
hluta bankanna í lok september 2008
Heimild: Skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis.
700
600
500
400
300
200
100
0
Baugur Group
FL Group
Landic Properties
31.1.2005 30.09.2008
Heildarlán Glitnis til tengdra aðila