Fréttablaðið - 13.04.2010, Qupperneq 24
4
VELFERÐ BARNA – tækifæri til skimunar og þjónustu í
skólakerfinu, er yfirskrift morgunverðarfundar sem samstarfshóp-
urinn Náum áttum heldur á Grand hóteli Reykjavík á morgun
klukkan 8.15 til 10. www.lydheilsustod.is
„Ef ójafnvægi er í hreyfikerfi lík-
amans þá mun það að öllum líkind-
um leiða til meiðsla síðar,“ segir
Einar og telur unglinga sem æfa
mikið boltaíþróttir tvímælalaust
þurfa að búa líkamann undir það
og styrkja hann með sérstökum
æfingum.
„Það sem hefur breyst á síðustu
árum er að krakkar æfa miklu
meira hverja íþróttagrein en áður.
Það gerist með betri aðstöðu,“
segir Einar. „Þeir æfa jafnvel fót-
bolta fjórum sinnum í viku yfir
vetrartímann í knattspyrnuhöll-
unum okkar en undirlagið þar fer
verr með líkamann en venjulegt
gras. Svo eru þeir kannski líka í
handbolta. Æfingar átta til níu
sinnum í viku er of mikið, jafn-
vel fyrir atvinnuíþróttamann sem
gerir ekkert annað.“ Hann segir
styrktarþáttinn oft verða útundan
og það hefni sín. „Algengt er að
krakkar komi til mín með álags-
meiðsli í öxlum, hnjám, mjöðmum
eða nára og oft er um vöðvaójafn-
vægi í líkamanum að ræða,“ segir
hann og útskýrir að þá sé átt við að
einn vöðvi sé of veikur en annar
of stuttur. Slíkt greini hann með
prófum, meðal annars í hnébeygj-
um og lendingartækni.
Einar hefur verið sjúkraþjálf-
ari frá 1991 og starfar nú sem sér-
fræðingur í hreyfivísindum hjá
KINE sem er hátæknifyrirtæki í
hreyfigreiningu. Auk þess kennir
hann í Heilsuskóla Keilis á Suður-
nesjum. Þar verður hann með nám-
skeið næsta laugardag um styrkt-
arþjálfun unglinga, ætlað öllum
þeim þjálfurum sem vinna með
hreyfingu barna.
„Styrktarþjálfun byggist á
æfingum með eigin líkama en
ekki lyftingu lóða, hún á auðvit-
að að byrja strax í sex ára bekk og
gerir það víðast hvar. Unglingum
hættir hins vegar til að fara út í
ofálag, það er mikið að gerast í lík-
amanum hjá þeim og þeir eru að
vaxa. Það sem ég vil leggja áherslu
á er að gera kröfur um gæði þjálf-
unar hjá þessum hópi. Það þarf að
líta eftir því að krakkar beiti sér
rétt og haldi góðu formi á líkaman-
um í æfingum sínum,“ tekur hann
fram.
Líkamsræktarstöðvar eru ekki
réttur staður fyrir unglinga yngri
en 16 ára, nema góður leiðbein-
andi sé með þeim, að mati Einars.
„Það er mikill misskilningur að öll
þjálfun sé alltaf góð,“ segir hann.
„Þarna skiptir mestu máli að sá
sem er næstur barninu á æfingum
sé með hugann við efnið. Styrkt-
aræfingar geta verið fjölbreyttar
og skemmtilegar og auðvelt er að
setja þær inn í leik og upphitun í
boltagreinum.“ gun@frettabladid.is
Mikið álag á líkamann
er ekki endilega til bóta
Unglingum sem æfa boltagreinar stíft veitir ekki af styrktarþjálfun til að forðast álagsmeiðsli í öxlum,
hnjám og mjöðmum, að sögn Einars Einarssonar, sjúkraþjálfara og sérfræðings í hreyfigreiningu.
„Styrktarþjálfun byggist á æfingum með eigin líkama en ekki lyftingu lóða,“ segir Einar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BRESKIR LÆKNAR HAFA ÁHYGGJUR AF
ÞVÍ AÐ MARGAR ÞÆR UPPLÝSINGAR
SEM ERU TILTÆKAR Á NETINU SÉU Í
BESTA FALLI ÓÁREIÐANLEGAR EN GETI
JAFNVEL VERIÐ HÆTTULEGAR.
Í aukana færist að foreldrar leiti upp-
lýsinga um veikindi barna sinna á
Netinu, til dæmis með því að setja
inn leitarorð í Google. Nýleg bresk
rannsókn leiddi í ljós að stór hluti
leitarniðurstaðna veiti síður en svo
góð ráð.
Rannsóknarhópurinn valdi nokkur
vandamál og sló þeim upp í Google.
Þetta voru einhverfa, brjóstagjöf
með HIV, brjóstagjöf með brjósta-
bólgu og grænt gubb. Komust þeir
að því að aðeins 200 af 500 vefsíð-
um gáfu réttar upplýsingar og að
aðeins ríkisreknar síður væru alger-
lega traust heimild. Þess skal geta að
rannsakendur einskorðuðu sig við
breskar vefsíður.
Um það bil 70 prósent breskra
heimila hafa aðgang að Netinu og
það færist í aukana að foreldrar noti
leitarvélar til að fá annað álit eða
nota það jafnvel eingöngu þegar
kemur að spurningum er varða heil-
brigði. Læknar hafa af því áhyggjur
að upplýsingar sem fólk aflar sér séu
rangar og geti jafnvel verið hættu-
legar.
Léleg ráð á Netinu
Margir leita læknisráða á Netinu en þar
geta upplýsingar verið óáreiðanlegar.
Borgardekk
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Hæðasmára 6
201 Kópavogi
Hafnarborg
220 Hafnarfjörður
Opið virka daga kl. 10-20 | Laugardaga kl. 10-17 www.madurlifandi.is
Þri. 13. apríl Heilsa óháð holdarfari,
Anna Ragna Magnúsardóttir
doktor í heilbrigðisvísindum
Fim. 15. apríl Hvað á ég að gefa barninu mínu
að borða?
Ebba Guðný Guðmundsdóttir
kennari
Þri. 20. apríl Skemmtileg og auðveld leið að
heilbrigðum lífsstíl
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi
og Trausti Eysteinsson Lífstílsráðgjafi
Fös. 23. apríl *Húmor og gleði … dauðans alvara!*
Edda Björgvinsdóttir leikkona
Þri. 27. apríl Góð heilsa er auðveldari
en þú heldur,
Matti Ósvald heilsufræðingur
Námskeið á næstunni hjá Maður Lifandi
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is
sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is
sími 512 5447
Miðvikudaga