Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 29

Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2010 21 Bónusgreiðslur bankanna til starfsmanna sinna síðustu árin fyrir hrun byggðust fyrst og fremst á huglægu mati stjórnenda en voru ekki í raun árangurstengd- ar greiðslur eins og þær voru hugs- aðar. Bónusarnir voru enn fremur áhættuhvetjandi og stuðluðu að því leyti að hruni bankanna, að mati rannsóknarnefndarinnar. Í Kaupþingi var enn fremur lagt hart að lykilstarfsmönnum að taka lán hjá bankanum fyrir kaupum á hlutum í bankanum, sem þeim var síðan gert nær ókleift að losa sig við. Fram kemur í skýrslunni að tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu samtals 22,5 milljarða í laun á árunum 2004 til 2008, sem nefndin kann- aði sérstaklega og framreiknaði. - sh Tvö félög Bónusfjölskyldunnar, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbinding- ar sínar í mars 2008 án fjárhags- aðstoðar. Þá var eigið fé Gaums neikvætt. Kaupþing kom með tvær lausnir. Önnur miðaði að því að skylda Baug til að selja hluti í bresku félögunum Jane Norman og Booker. Þar sem markaðsað- stæður voru slæmar varð Kaup- þing að kaupa þær. Hin fólst í að selja Haga til Gaums með 30,6 milljarða láni frá Kaupþingi. Þetta er eitt dæmi af mörgum um hjálp bankana við stóra við- skiptavini með það fyrir augum að forða þeim frá falli og koma í veg fyrir að áhrifa þess gætti í lánabókum bankanna. - jab Bankarnir björguðu sér og Bónusfjölskyldunni: Lánuðu milljarða til kaupa á Högum EIN VERSLANA HAGKAUPA Kaupþing veitti eigendum Hagkaupa þrjátíu milljarða til að koma félagi sínu í var og gera upp við bankann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ekki var brugðist við ábending- um um að áhætta vegna lausafjár- skorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Bent er á að haustið 2008 hafi Glitnir, Kaupþing og Landsbank- inn, allir verið komnir vel á veg með að innleiða stoð 2 í Basel-regl- unum. Svonefnt CAMELS-mat allra bankanna vorið 2008 hafi hins vegar gefið til kynna að lausa- fjáráhætta og fjármögnunaráhætta væru helstu veikleikar þeirra. Í skýrslunni segir að almennt komi fram að áhætta af hluta- bréfum, beint í eigu bankanna eða óbeint sem veð fyrir útlánum, væri mikil. Glitnir og Landsbankinn eru nefndir sérstaklega í tengslum við of mikla áhættu tengda eigendum bankanna. „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hér hafi CAMELS-matið rétti- lega leitt í ljós tvo verulega áhættu- þætti í rekstri bankanna. Of mikil útlán voru veitt vensluðum aðilum og markaðsáhætta var allt of mikil hvort sem það var beint eða í gegn- um útlán bankanna,“ segir í skýrsl- unni og bent á að bregðast hefði þurft við með því að draga veru- lega úr þessari áhættu. Frá því um vorið hafi hins vegar aukist bæði lán með veðum í hlutabréfum og einnig lán til venslaðra aðila. - jab Enginn brást við ábendingum um lausafjárskort: Ekki brugðist við mikilli hættu Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í árs- uppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi: „Ekki góðar fréttir. Gefur Vilhjálmi mögulega skotfæri á fundinum. Hvernig gat þetta gerst?“ Hann fékk þetta svar: „Þar sem greiðslan er á árinu 2008 – verður þetta ekki sett fram í reikningum 2007. Þetta verður því ekki til umfjöllunar.“ Stjórnendur Glitnis ákváðu einnig að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu sem Lárus Welding átti að fá í ráðningarbónus í febrúar 2008 um eitt ár. Því fylgdu 250 milljóna króna gjöld og skuldbindingar til viðbótar. Frestunin gerði það að verkum að hægt var að komast hjá því að gefa greiðslurnar upp í ársreikningi fyrir 2007 og ársfjórðungsuppgjöri 2008. Þannig var staða bankans fegruð verulega, enda nam skuldbindingin 5,1 prósenti af hagnaði bankans á fyrsta ársfjórðungi. Nefndin reiknar það út að samningurinn, sem gerður var við Lárus Welding til fimm ára þegar hann hóf störf, hafi alls verið upp á 5,1 milljarð króna – sem gerir rúmlega milljarð á ári. Samningurinn var afgreiddur á 35 mínútna fundi. - sh Feluleikir í Glitni LÁRUS WELDING Rekstrarkostnaður við skrifstofu Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, í London, nam 1.311,5 milljónum króna á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008. Auk Sigurðar var einn starfsmaður á skrifstofunni fyrri hluta tímabilsins og tveir þann síðari. Af þessum 1.311,5 milljónum fóru um 760 milljónir í laun og bónusa. 93 milljónir fóru í húsnæðiskostnað, 121 milljón í ferðakostnað, 134 milljónir í aðkeyptan sérfræðikostnað og 204 milljónir í annan kostnað. Rannsóknar- nefndin hefur frá miðju ári 2009 reynt að fá svör við fyrirspurnum um þetta mál en án árangurs. Hvorki innri né ytri endurskoð- un Kaupþings hafði nokkurt eftirlit með skrifstofunni og kostnaði við hana. Innri endurskoðandi Kaupþings, Lilja Steinþórsdóttir, sagðist í skýrslutöku ekki vita hvernig stæði á þessu. „[É]g held að það sé vegna mjög, bæði vegna þess, eins og þú segir, að þetta var stjórnarformaðurinn, svona ef maður reynir bara að líta á sálfræðina á bak við þetta, og þetta er ekkert endilega það eina sem stjórnendur bankans voru að taka til sín án þess að það væri eftirlit með því.“ Spurð nánar um þetta sagði hún: „[J]a, ég er t.d. með í huga að það var einhver geymsla hérna inni í Skútuvogi eða einhvers staðar full af einhverjum bílum, græjum, tjaldvögnum og einhverju svona dótaríi sem stjórnendur höfðu aðgang að, til dæmis.“ - sh 1,3 milljarðar í rekstur Sigurðar SIGURÐUR EINARSSON Bónuskerfi bankanna hvöttu starfsmenn til að taka óeðlilega mikla áhættu: Lítið annað en huglægt mat að baki bónusum Heildarlaun bankastjóra árin 2004-2008 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 m ill jó ni r kr ón a Bjarni Ármannsson* Sigurjón Þ. Árnason Halldór Kristjánsson Hreiðar Már Sigurðsson * hætti á miðju ári 2007 Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og ritstjóri Pressunn- ar, skuldaði 563 milljónir króna í Kaupþingi í sept- ember 2008. Á þeim tíma var hann ritstjóri Mark- aðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, og hóf stuttu síðar að stjórna samnefndum þætti á Stöð 2. Lánin voru bæði beint til Björns Inga og til félags í hans eigu, Caramba-hugmyndir og orð ehf. Lánin til fyrirtækisins voru næst- um öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Björn Ingi ákvað í gær að taka sér leyfi sem ritstjóri Pressunnar vegna umfjöllunar í rannsóknarskýrsl- unni um lán til félagsins, sem hefur verið vísað til sérstaks saksóknara. Í yfirlýsingu frá honum segir hann að ekkert ólöglegt sé á ferðinni og hann vinni að því að hreinsa nafn sitt af áburði. Þá segist hann aldrei hafa þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum og aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum. Það stangast þó á við upplýsingar í skýrslunni, en þar kemur fram að hann hafi veitt í boði Glitnis í Laxá í Leirársveit í júlí 2007 og hann hafi farið til London í febrúar sama ár vegna Kaupthing Singer & Fri- edlander. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segist ekki hafa sett sig inn í það hver staða félags Björns Inga hafi verið á þessum tíma, svo erfitt sé fyrir hann að tjá sig um þau mál. „Við þekktum ekki til þessara miklu umsvifa hans þegar hann var ráðinn hjá okkur, og ég vissi það ekki fyrr en nú.“ Fjölmiðlamennirnir Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnars son voru einnig með lán yfir 100 milljónum króna í bönkun- um á tímabilinu 2005 til 2008. - þeb Viðskipti félags Björns Inga Hrafnssonar við Kaupþing til sérstaks saksóknara: Hættir vegna rannsóknar „Hæ Magnús, Við gengum ekki frá bónus fyrir síðasta ár. Ég legg til 1 millj evrur. Hvað segir þú. Kv. Se.“ TÖLVUBRÉF SIGURÐAR EINARSSONAR TIL MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, BANKASTJÓRA KAUPÞINGS Í LÚXEMBORG, 9. JÚLÍ 2008. „Takk Meira en nog :-).“ SVAR MAGNÚSAR SAMA DAG. Gæði útlánasafns bankanna voru byrjuð að rýrna að minnsta kosti tólf mánuðum fyrir fall þeirra og gerði allt fram að fallinu, þótt ekki sæist þess stað í reiknings- skilum bankanna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis í kafla skýrslu hennar um ytri endurskoðun. „Þær rannsóknir sem nefndin hefur gert á fjárhag fjármálafyr- irtækjanna benda eindregið til þess að virði útlána og skuldbind- inga sem þeim tengdust hafi verið ofmetið í reikningsskilum fyrir- tækjanna í árslok 2007 og við hálf- sársuppgjör 2008. Þeir erfiðleikar í rekstri og fjármögnun margra viðskiptamanna bankanna sem þá voru þegar komnir fram, miðað við þá athugun sem rannsókn- arnefndin hefur gert, benda til þess að þar kunni að hafa skeik- að hundruðum milljarða króna,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Athugun rannsóknarnefnd- arinnar sýni að þrátt fyrir að framkvæmdar hafi verið marg- háttaðar „björgunaraðgerðir“ bæði á árinu 2007 og 2008 hafi nánast engar sértækar niður- færslur verið gerðar, „hvað þá gagnvart stærstu skuldurum fjármálafyrirtækjanna, en meðal þeirra voru helstu eigendur fyrir- tækjanna“. - óká Verðfall eigna bankanna var hafið ári fyrir hrun: Eignarýrnunin sást ekki í reikningum bankanna Úr skýrslu rannsóknarnefndar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.