Fréttablaðið - 13.04.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 13.04.2010, Síða 30
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR22 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx „Ekki verður annað séð en að bæði Alþingi og ríkis- stjórn hafi skort burði og þor til þess að setja fjár- málakerfinu skynsamleg mörk,“ segir í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Stjórnvöld fá harða útreið rann- sóknarnefndarinnar fyrir fram- göngu sína í aðdraganda bankahrunsins, eins og ofan- greind tilvitn- un ber með sér. Eru þau átalin fyrir aðgerðir og aðgerðaleysi og ná ávirðing- arnar jafnt til almennra efna- hagsaðgerða sem einstakra ákvarða na í málefnum bank- anna. Nefndin telur þrjá stjórn- málamenn hafa sýnt af sér van- rækslu í skiln- ingi laga. Eru það Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi við- skiptaráðherra. Auk þeirra eru Davíð Oddsson, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðna- son, fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans, sem og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, taldir hafa sýnt af sér vanrækslu. Að mati nefndarinnar létu ráð- herrarnir fyrrverandi hjá líða að bregðast á viðeigandi hátt við yfir- vofandi hættu fyrir íslenskt efna- hagslíf sem leiddi af versnandi stöðu bankanna. Rannsóknarnefndin segir efna- hagsstefnu stjórnvalda undanfar- inn áratug hafa miðað að því að viðhalda sem mestum langtíma- hagvexti. Í skjóli þeirrar stefnu var ekki brugðist við hagsveifl- um, ofþenslu og vaxandi ójafn- vægi í hagkerfinu með aðgerðum í ríkisfjármálum og peninga- stefnu. Þvert á móti kynti stefnan undir ójafnvæginu. Skattar voru lækkaðir á þenslutíma og útlána- reglum Íbúðalánasjóðs breytt á sama tíma. Eru breytingarnar á útlánareglum sjóðsins sagðar með stærri hagstjórnarmistök- um í aðdraganda falls bankanna. „Þau mistök voru gerð með fullri vitund um líklegar afleiðingar aðgerðanna,“ segir í skýrslunni. Á þessum tímum var Seðla- bankinn einn látinn berjast við þensluna og þrátt fyrir að hann hafi ítrekað kallað eftir aðhalds- aðgerðum af hálfu hins opinbera komu þær ekki fram. Á árinu 2004 var bankakerfið orðið allt of stórt miðað við stærð íslensks hagkerfis. Þá þegar þurftu stjórnvöld að bregðast við. Grípa hefði þurft til aðgerða í síð- asta lagi á árinu 2006 til að eiga möguleika á að koma í veg fyrir fall bankanna án þess að það kæmi verulega niður á verðmæti eigna þeirra. Það var ekki gert. Þvert á móti var það stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem tók við völdum í maí 2007 að tryggja að fjármálastarfsemi gæti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í útlöndum. Það var einnig stefna þeirrar ríkisstjórn- ar að útrásarfyrirtæki sæju sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Bankarnir féllu á vakt ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Er talsvert fjallað um samskipti stjórnvalda og Seðlabank- ans í aðdraganda hrunsins. Fram kemur að tortryggni og erfiðleik- ar settu mark sitt á samskipti Dav- íðs Oddssonar og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. Jafnframt sé ljóst að fyrra samstarf Davíðs og Geirs Haarde og áralöng vinátta hafi haft áhrif á samstarf þeirra og skilning. Upplýst er hvernig banka- stjórn Seðlabankans lýsti áhyggjum af ástandi bankakerfisins frá nóv- ember 2007 ýmist beint við forsæt- isráðherra og þröngan hóp ráðherra eða á vettvangi samráðshóps stjórn- valda. Í stuttu máli sagt kemst rannsóknarnefndin að þeirri nið- urstöðu að Seðlabankinn hafi ekki staðið rétt að upplýsingagjöf sinni til stjórnvalda og að stjórnvöld hafi ekki brugðist við með virkum eða trúverðugum aðgerðum. Lítið var rætt um stöðu bankanna í ríkisstjórn. Björgvini G. Sigurðs- syni viðskiptaráðherra var haldið utan við umræður og ákvarðanir. Vissi hann ekki af fundum banka- stjórnar Seðlabankans með öðrum ráðherrum. Rannsóknarnefndin segir aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar í málefnum bankanna hafa verið ómarkvissar. Ráðherrar hafi einblínt á ímynd- arvanda bankanna en ekki á þann augljósa vanda að íslenska fjár- málakerfið var allt of stórt miðað við hagkerfið. „Þegar ráðherr- ar hugðust bæta ímynd íslenska bankakerfisins með þátttöku í opin- berri umræðu, einkum erlendis, var það gert án þess að lagt væri mat á fjárhagslegan styrk ríkisins til þess að koma bönkunum til aðstoð- ar og án þess að fyrir lægju upp- lýsingar um kostnað við hugsanlegt fjármálaáfall.“ bjorn@frettabladid.is Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rann- sóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Björgvin varð ráðherra 2007 en sagði af sér emb- ætti í janúar 2009, rétt áður en ríkisstjórnin vék öll. Hann varð formaður þingflokks Samfylkingarinn- ar í apríl 2009 en sagði sig frá því starfi í gær. „Ég tel eðlilegt að stíga til hliðar sem þingflokksformað- ur á meðan nefndin [þingmannanefnd um rannsókn- arskýsluna] skoðar það sem fram kemur í skýrsl- unni,“ sagði Björgvin í gær. Hann sér ekki ástæðu til að afsala sér þingmennsku enda sé skýrslan úttekt en ekki dómur. „Ég kalla eftir að landsdómur komi saman og vil fá tækifæri til að verja nafn mitt þar.“ Í stjórnarskrá segir að óflekkað mannorð sé for- senda kjörgengis til Alþingis. Björgvin segir það ákvæði ekki eiga við um sig, þar sé um að ræða dóma fyrir glæpaverk. „Það er eitt að sýna af sér van- rækslu og annað að fremja saknæmt athæfi.“ Hann óttast ekki að niðurstaða rannsóknarnefndarinnar í málum hans geti haft áhrif á störf hans á Alþingi. Björgvin segir margt hægt að læra af skýrslunni, í henni séu felldir áfellisdómar yfir stjórnmála- og viðskiptalífinu. Meðal þess sem komi fram sé að samskipti innan ríkisstjórnarinnar hafi verið óeðli- leg, óásættanleg og ámælisverð. „Skýrslan dreg- ur vel fram hvernig samskiptum skal ekki háttað í þjóðfélaginu.“ Björgvin G. Sigurðsson hættir sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar: Skýrslan er úttekt en ekki dómur Alþingi og ríkisstjórn brugðust Ekki er nóg með að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi verið ráðalausir heldur stóðu þeir ekki við gefin loforð. Í skýrslunni er greint frá því að danski, norski og sænski seðlabankinn hafi einir seðlabanka fengist til að gera gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðla- banka Íslands. Gerðu þeir það með skilyrðum um að forsætisráðherra lofaði að þrýsta á íslensku bankana að draga efnahagsreikninga sína saman og að ríkisstjórnin beitti sér fyrir pólitískum aðgerðum og athöfnum af hálfu Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. „Ráðherrarnir undirrituðu yfirlýsinguna 15. maí 2008 ásamt bankastjórn Seðlabanka Íslands. Yfirlýsingin var ekki birt opinberlega eða lögð fram á ríkisstjórnarfundi. Lítið varð um efndir á fyrrnefndum loforðum af hálfu ríkisstjórnarinnar sumarið 2008.“ Ráðherrar stóðu ekki við loforðin Rannsóknarnefndin segir getuleysi ríkisstjórnar og stjórnvalda til að draga úr stærð fjármálakerfisins í tæka tíð áður en til fjármálaáfalls kom skera í augu. Óeðlilegri stöðu bankanna gagnvart ríkinu er lýst svona. „Þegar banki veitir fyrirtæki lágt lán er hann í aðstöðu til að setja fyrirtækinu skilyrði verði um vanskil að ræða. Ef banki veitir aftur á móti fyrirtæki svo hátt lán að bankinn sjái fram á veruleg skakkaföll lendi lánið í vanskilum er það í reynd fyrirtæk- ið sem komið er með slík tök á bankanum að það getur haft óeðlileg áhrif á framgang viðskipta þess og bankans. Á sama hátt liggur fyrir að þegar stærð fjármálakerfis lands nemur t.d. þrefaldri þjóðarframleiðslu þess hafa lögbær yfirvöld landsins almennt burði til þess að setja fjármálakerfinu leikreglur og hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Þegar stærð fjármálakerfis lands nemur aftur á móti nífaldri þjóðarframleiðslu þess verður viðsnúningur á þessu. Sú var raunin á Íslandi.“ Bankakerfið setti leikreglurnar í raun Samkvæmt stjórnarskrá getur Alþingi kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra, telji þingið ráðherra hafa farið á svig við lög um ráðherraábyrgð. Dæmir landsdómur þau mál. Sérstök þingmannanefnd, undir formennsku Atla Gíslasonar VG, var skip- uð til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Kemur í hennar hlut að meta hvort niðurstaða rannsóknarnefndarinnar um vanrækslu ráðherranna þriggja, Geirs H. Haarde, Árna M. Mathiesen, og Björgvins G. Sigurðssonar, sé þess eðlis að hana ber að kæra til landsdóms. Í lögum um ráðherraábyrgð segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Kært til landsdóms SKÝRSLAN TEKIN ÚR KASSANUM Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, opnar pakka með skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Þingmennirnir Einar K. Guðfinnsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknar- nefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ „Í því samhengi bendir rannsóknarnefnd Alþingis sérstaklega á að þegar á hólminn var komið og bankarnir riðuðu til falls var ekki fyrir hendi sameigin- leg viðbúnaðaráætlun stjórnvalda. Sárlega þurfti á henni að halda.“ „Að minnsta kosti þrír ráðherrar auk tveggja ríkisstofnana, Seðalabankans og Fjármálaeftirlitsins, komu að vandamálum er tengdust Icesave reikn- ingum Landsbankans í útibúum hans erlendis. Þrátt fyrir það hefur ekkert komið fram um að íslensk stjórnvöld hafi á þessum tíma stillt saman strengi í samráðshópnum og lagt formlega að Landsbankanum að flytja Icesave reikningana yfir í dótturfélag.“ „Eftir að ljóst varð að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málum Glitnis höfðu ekki borið árangur tók ákveðið stjórnleysi við í viðbúnaðarmálum ríkisins. Seðla- banki og ríkisstjórn gengu ekki í takt og yfirstjórn skorti.“ „Framangreind vinnubrögð yfirvalda við lagaundirbúning með það að markmiði að verja fjármálkerfi landsins og aðra grundvallarhagsmuni ríkis og þjóðar voru ótæk.“ „Mikið skortir á að unnið hafi verið að viðbúnaðarmálum ríkisins á skipulegan og vandaðan hátt.“ Ótæk vinnubrögð yfirvalda GEIR HAARDE ÁRNI M. MATHIESEN HÆTTUR ÞINGFLOKKSFORMENNSKU Björgvin G. Sigurðsson segist ekki sjá ástæðu til að afsala sér þingmennsku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.