Fréttablaðið - 13.04.2010, Side 34
13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR26
FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
Eitt tilvik fannst þar sem starfs-
maður Landsbankans mælti með
því að kunningi hans legði fremur
peninga á bók en í peningabréf.
Aðrir fengu skilaboð um að pen-
ingamarkaðssjóðir væru hættulitl-
ir. Rannsóknarnefnd Alþingis vill
láta kanna refsiábyrgð.
Vísað hefur verið til Fjármálaeftirlitsins
(FME) og, eftir atvikum, sérstaks saksókn-
ara úttektum úr peningamarkaðssjóðum
á árinu vegna gruns rannsóknarnefndar
Alþingis um að munur hafi verið á aðgengi
eigenda hlutdeildarskírteina að upplýsing-
um um stöðu sjóðanna fyrir bankahrun.
Þá telur nefndin að kanna þurfi hvort
stjórn, framkvæmdastjórar og lykilstarfs-
menn verðbréfa- og fjárfestingarsjóða
rekstrarfélaga stóru bankanna þriggja hafi
skapað sér refsiábyrgð með því að brjóta
starfsskyldur við stjórnun og eftirlit sjóð-
anna. Eins þurfi að rannsaka viðskipti á
milli sjóða.
Greining rannsóknarnefndarinnar leið-
ir í ljós starfsmenn og tengdir aðilar, sem
tóku út á bilinu 50 til 100 prósent eignar
sinnar, voru fleiri en ótengdir aðilar. „Eins
kemur fram að fyrirtæki tengdra aðila eru
stærsti hópur þeirra sem tóku út 99 til 100
prósent af eign sinni,“ segir í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar.
Þóttist hringja úr útibúi
Þá kemur fram að ónógt eftirlit virðist
hafa verið með starfsemi peningamarkaðs-
sjóða af hálfu FME og misbrestur á að
viðskiptavinum væri gerð grein fyrir
áhættunni sem fólst í fjárfestingu í slíkum
sjóðum. Í sumum tilvikum virðist jafnvel
sem viðskiptavinir hafi fengið kolrangar
upplýsingar um áhættu. Í flestum tilvikum
voru skilaboð starfsmanna sjóða bankanna
þriggja þau að fjárfestingin væri áhættu-
lítil eða áhættulaus.
„Ekki virðast allir þó hafa fengið sömu
ráðgjöf en athyglisvert dæmi um það er
að finna í tölvubréfi frá 28. maí 2008 þar
sem starfsmaður Landsbankans mælir
fremur með innlánsreikningi en peninga-
bréfum við viðskiptamann sem virðist
vera kunningi,“ segir í kafla skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar um verðbréfa- og
fjárfestingarsjóði.
Þá kemur fram að nefndinni þyki tölvu-
póstsamskipti milli tveggja starfsmanna
Landsbankans í febrúar 2008 athyglisverð
í ljósi afstöðunnar til markaðssetningar
og sölu áskriftar að peningamarkaðssjóð-
um. „Þó að ég sé að hringja fyrir söluverið
eða eitthvað annað þá segist ég alltaf vera
að hringja úr útibúinu þar sem viðskipta-
vinurinn er í viðskiptum, það gerir það
persónulegra,“ segir í tölvupósti sem vísað
er til. Þá segir í bréfi starfsmanns Kaup-
þings til viðskiptavinar í mars 2007: „Ertu
að spá í áhættulaust? Ef svo myndi ég velja
Peningamarkaðssjóð.“
Um leið er það mat rannsóknarnefndar-
innar að fyrirkomulag áhættustýringar
félaganna hafi tæpast fullnægt þeim
faglegu kröfum sem gera verði til svo
mikil vægs þáttar í starfsemi sjálfstæðra
fjármálafyrirtækja. „Þá verður að gera
athugasemdir við það að Fjármálaeftirlit-
ið virðist ekki hafa fundið að því hvernig
áhættustýringu var háttað fyrr en árið
2008,“ segir í skýrslunni.
Brutu gegn ákvæðum laga
Sérstaka athygli nefndarinnar vekur að
Glitnir sjóðir og Landsvaki hafi útvistað
áhættustýringu til móðurfélaganna, Glitn-
is banka og Landsbankans, án gilds útvist-
unarsamnings og án samþykkis Fjármála-
eftirlitsins.
Með því að leita ekki samþykkis FME
fyrir útvistun áhættustýringar brutu
rekstrarfélög bankanna gegn 18. grein
laga um verðbréfasjóði og fjárfestingar-
sjóði, að því er fram kemur í skýrslunni.
„Að mati rannsóknarnefndar Alþingis
verður að telja að þessi útvistun áhættu-
stýringar til móðurfélaganna, án sér-
staks samnings við móðurfélagið eða
samþykkis Fjármálaeftirlitsins, endur-
spegli bæði skort á fagmennsku og því
óhæði sem rekstrarfélögin áttu að hafa frá
móðurfélögum sínum.“
Áhættustýringu Rekstrarfélags Kaup-
þings banka var hins vegar ekki útvistað
til móðurfélagsins. „Þeir annmarkar voru
aftur á móti á framkvæmdinni að sjóð-
stjórar sáu sjálfir um áhættustýringu
sjóðanna en þannig höfðu þeir eftirlit með
sjálfum sér.“
Þá segir að mælikvarðar sem notaðir
hafi verið til áhættumats virðist ein-
göngu hafa náð til einstakra skuldara, en
ekki heildarsamsetningar eigna. Í öllu
falli hefði átt að skoða mun betur fylgni
ávöxtunar eignanna og tengsla eigenda.
„Á síðari stigum virðist ávöxtun hafa
verið nánast eini mælikvarðinn sem sjóð-
irnir miðuðu sig við, og þá helst ávöxtun
sjóða hjá samkeppnisaðilum. Eitt skýrasta
dæmi þess er sala ríkistryggðra eigna úr
öllum sjóðunum á árunum 2007 og 2008.
Virðist áhættudreifingu þar hafa verið
fórnað fyrir ávöxtun.“ Í skýrslunni segir
að þetta hafi sjóðstjórar staðfest.
olikr@frettabladid.is
60
50
40
30
20
10
0% apr. maí jún. júl. ágú. sep.
Starfsmenn og
tengdir aðilar
Tengd fyrirtæki
Ótengdir ein-
staklingar
Ótengd fyrir-
tæki
Stærstu úttektirnar árið 2008
Eign í sjóði hærri en 15 milljónir króna
HEIMILD: LANDSVAKI HF., GLITNIR SJÓÐIR HF., REKSTRARFÉLAG KAUPÞINGS BANKA HF.
PENINGAR Reglur um sjálfstæði félaga sem ráku verðbréfa- og fjárfestingar-
sjóði virðast hafa verið þverbrotnar, er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis.
Tengd félög tóku allt út úr sjóðum
Sjálfstæði rekstrarfélaga verðbréfa- og fjárfesting-
arsjóða gagnvart móðurfélögunum, bönkunum, var
lítið, að því er fram kemur í áliti rannsóknarnefndar
Alþingis. Um leið er bent á að lögum samkvæmt séu
slík rekstrarfélög sjálfstæð fjármálafyrirtæki.
Glöggt dæmi um skort á að starfsmenn gættu að
sjálfstæði rekstrarfélaganna þeirra er sagt þegar
framkvæmdastjóri Landsvaka sendi í maílok 2008
bankastjórum Landsbankans tölvupóst með lista
yfir stóran hluta eigenda hlutdeildarskírteina.
„Ekki verður séð að þessar upplýsingar hafi átt
neitt erindi til bankastjóranna,“ segir í skýrslunni.
Þá kemur fram að starfsmenn rekstrarfélaga
hafi mikil samskipti haft við móðurfélagið. „Einnig
voru launakerfi, launagreiðslur og bónusar tengdir
móðurfélaginu á einn eða annan hátt, sérstaklega
í tilviki Landsvaka og Rekstrarfélags Kaupþings
banka.“
Niðurstaða nefndarinnar er að starfsmenn
rekstrar félaganna hafi á engan hátt verið ótengd-
ir móðurfélaginu og að öllum líkindum hafi
starf þeirra litast af þeim tengslum. „Að mati
rannsóknarnefndar Alþingis ber þetta fyrirkomulag
vitni um verulegan skort á óhæði þessara rekstrar-
félaga. Það er afar sérstakt að launakjör sjálfstæðra
fjármálafyrirtækja, sem einungis ber að hafa hags-
muni viðskiptavina sinna (hlutdeildarskírteinishafa)
að leiðarljósi, skuli ráðast ýmist af ákvörðun starfs-
manna annars fjármálafyrirtækis eða afkomu þess,“
segir í áliti nefndarinnar.
Rekstrarfélög sjóða voru ekki sjálfstæð gagnvart bönkunum sem þau áttu:
Starfið litaðist af tengslunum
Í VERÐBRÉFADEILDINNI Myndin er tekin í Kaupþingi í mars
2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peninga-
bréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu
Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar
Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði.
Fjárfestingarstefna Peningabréfa ISK er sögð hafa verið mjög rúm. „Raunar
er erfitt að túlka fjárfestingarstefnu sem hefur svo víð vikmörk sem stefnu
af nokkru tagi. Sjóðstjóra eru lítil
takmörk sett með svo rúmri stefnu
og draga verður þá ályktun að líklega
hafi verið fremur einfalt að framfylgja
henni,“ segir í áliti nefndarinnar.
„Áhugavert er að skoða hversu
stóran hluta sjóðurinn átti í einstök-
um flokkum verðbréfa sem gefin voru
út af stærstu skuldunautum sjóðsins
sem tengdust Landsbankanum,“ segir
í áliti nefndarinnar. Bent er á að sjóð-
urinn hafi aukið fjárfestingu í bréfum
Landsbankans í lok mars 2008 þegar
hann keypti fyrir 17 milljarða króna í
víxilútgáfu sem var tveggja mánaða
víxill að nafnvirði 30 milljarðar króna.
Af þeirri útgáfu keypti sjóðurinn fyrir
18 milljarða að nafnverði eða 60 prósent allrar útgáfunnar. Á gjalddaga þess
víxils fékk sjóðurinn endurgreidda 18 milljarða en keypti samdægurs fyrir
12 milljarða króna að nafnvirði í annarri verðbréfaútgáfu, framlengdi stóran
hluta skuldarinnar. „Sjóðurinn endurtók leikinn allt til falls bankanna, fjárfesti
í skammtímavíxlum Landsbankans fyrir 12 til 17 milljarða króna að nafnvirði
eða fyrir um 10 prósent af heildarverðmæti sjóðsins í hvert skipti.“
Þá kemur fram að sjóðurinn hafi að jafnaði haldið um níu milljörðum króna
í bréfum Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga. „Því má segja að Samson
hafi átt vísan aðgang að endurfjármögnun að hluta hjá sjóðnum. Svipaða sögu
er að segja af fjárfestingum tengdum Straumi-Burðarási,“ segir í skýrslunni.
Samson átti endurfjármögnun vísa
Stærstu skuldararnir*
Nafn Milljarðar króna
Landsbankinn (m. innlánum) 77
Kaupþing banki 26
Straumur-Burðarás 18
Stoðir 17
Baugur Group 13
Eimskipafélagið 9
Samson eignarhaldsfélag 8
Glitnir banki 8
Atorka Group 6
Hagar hf. 3
Samtals: 185
*Peningabréf ISK 31. júlí 2008
Heimild: Skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis, kafli 14.
Heildarverðmæti peningamarkaðssjóða bankanna þriggja jókst um rúm 400
prósent árin 2004 til 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að
verðmæti þeirra hafi farið úr 173 milljörðum í 893 milljarða króna.
„Athygli vekur að vöxtur heildarverðmætis og fjölgun fjárfestingarsjóða
hófst á vormánuðum 2006, um sama leyti og evrópskir fjármagnsmarkaðir
lokuðu á fjármögnun íslenskra fyrirtækja vegna neikvæðrar umfjöllunar um
íslensku bankana,“ segir í skýrslunni og bent á að þrátt fyrir vöxt hjá verð-
bréfa- og fjárfestingarsjóðum hafi aðeins verið einn starfsmaður hjá Fjármála-
eftirlitinu með eftirlit með þeim allt fram undir árslok 2007, en þá hafi verið
fjölgað. „Þetta takmarkaða eftirlit var í engu samræmi við umfang sjóðanna
eða þá fjárhagslegu hagsmuni sem um var að tefla fyrir almenning.“
Peningamarkaðssjóðirnir þöndust út
Eftir að Baugur varð stór hluthafi í Glitni banka, í apríl
2007, jukust fjárfestingar í Sjóði 9, peningamarkaðssjóði
bankans, í Baugi jafnt og þétt fram undir lok þess árs.
„Mest átti sjóðurinn af verðbréfum útgefnum af félaginu
í lok nóvember 2007 eða jafnvirði 13,5 milljarða króna,“
segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Upphæðin
nam þá 9,7 prósentum af heildareignum sjóðsins. Sjóður
1, annar af verðbréfasjóðum Glitnis, átti mest af bréfum í
Baugi í maí árið 2008, en þá nam upphæðin 3,3 milljörð-
um króna, eða 6,6 prósentum af heildareignum sjóðsins.
Í skýrslunni er staldrað við að Sjóður 1 hafi í apríl 2008
lánað Baugi einn milljarð króna til viðbótar við þátttöku í
fyrri tilfæringum með bréf fyrirtækisins á milli sjóða Glitn-
is. „Ofangreind viðskipti eru sérstaklega athyglisverð í ljósi
þess að á tímabilinu sem skoðað var voru vísbendingar
um að Baugur hefði þegar átt í alvarlegum greiðsluerfið-
leikum,“ segir í skýrslunni. Baugur hafði ekki staðið skil á
greiðslu á víxli í eigu Peningamarkaðssjóðs Kaupþings á
gjalddaga 19. mars 2008.
Sjóður 9 er sagður hafa velt skuld Baugs áfram með
nýrri víxlaútgáfu. „Því má spyrja hversu vel Glitnir sjóðir
hafi raunverulega kynnt sér lausafjárstöðu og greiðslugetu
Baugs almennt þegar ákveðið var að framlengja 4,2 millj-
arða króna skuld félagsins við Sjóð 9 á gjalddaga í mars
2008.“ Níunda júlí 2008 náðu hins vegar fréttir um slæma
stöðu Baugs eyrum Glitnis sjóða þegar Baugur stóð ekki
skil á greiðslu á víxli. „Að sögn sjóðstjóra hjá Glitni sjóðum
var þetta fyrsta vísbendingin sem rekstrarfélagið fékk um
slæma stöðu Baugs,“ segir í skýrslunni.
Eftir fundi sjóðstjóra Sjóðs 9 og aðstoðarforstjóra Baugs
og framkvæmdastjóra Glitnis var ákveðið að framlengja
víxilinn gegn allsherjarveði til að tryggja betur möguleika
á endanlegum endurheimtum. „Umrætt veð reyndist vera
allsherjarveð á 3. og 4. veðrétti í hlutum Baugs Group
í einkahlutafélaginu BG Holding ehf. en veðskjöl eru
dagsett og undirrituð 27. ágúst 2008. Það er því ljóst að
tryggingarréttindi þau sem felast í veðinu eru í besta falli
óljós enda stendur veðið aftarlega í kröfuröðinni,“ segir
í skýrslunni og bent á að þrátt fyrir að með vanskilum
Baugs væru fram komnar alvarlegar vísbendingar um
aukna skuldaraáhættu, hafi skráð virði bréfanna í sjóðnum
ekki verið fært niður í samræmi við líklegt markaðsverð.
Fjárfesting í Baugi jókst eftir breytingu á eignarhaldi Glitnis