Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2010
Í ágústmánuði árið 1988, komu hingað til lands sextán styrk-
þegar frá Kellogg Foundation í
Bandaríkjunum, fjórtán konur
og tveir karlar. Hópurinn kaus
að nota hluta af styrknum til að
koma til Íslands, hitta íslenskt
áhrifafólk á ýmsum sviðum og
kynna sér viðhorf þess og feril.
Einkum þó íslenskra kvenna í
stjórnmálum og öðrum áhrifa-
stöðum.
Ein úr hópnum, prófessor í
læknisfræði við Yale-háskóla í
New Haven, hafði samband við
vinkonu sína hér á landi sem
undirbjó og skipulagði þessa
þriggja daga heimsókn, sem
tókst í alla staði mjög vel. Meðal
annars áttu þær fund með for-
seta Íslands, Vigdísi Finnboga-
dóttur. Hún spjallaði við þær um
landi og þjóð, sagði sögur af lífi
hennar fyrr og síðar, um sjósókn
og sjómenn, baðstofur og land-
búnaði, fornritin og mikilvægi
tungunnar.
Þær komu út af þessum fundi
upptendraðar, og ein þeirra sagði
með áherslu: „If we had monar-
chy in America, we would make
her queen, and let her rule for-
ever!“
Góð gjöf
Vigdís Finnbogadóttir nýtur
virðingar og vinarhlýju hvar
sem hún kemur. Ekki aðeins
fyrir árin í embætti forseta og
störf sín á alþjóðavettvangi,
heldur fyrir það sem hún er. Hún
sjálf. Hún er líka óþreytandi í
ræktuninni. Hún ræktar, jörð-
ina, þekkinguna, vináttuna og
tungumálið. Vigdís veit að gjafir
geta verið með ýmsu móti. Orð
geta til dæmis glatt og lifað leng-
ur en margt annað.
Árið 1988 sat ég í rútu á
Álandseyjum ásamt fleiri Íslend-
ingum í kynnisferð um eyjuna.
Forseti þingsins í Mariehamn
stóð fremst í rútunni, lýsti því
sem fyrir augun bar og ræddi
við hópinn. Sagði okkur meðal
annars að forseti Íslands hefði
heimsótt Álandseyjar og það
gleymdi enginn þeirri heimsókn.
Í ræðu sinni hefði Vigdís Finn-
bogadóttir meðal annars sagt
eitthvað á þá leið að ef maður
legði saman það besta í Íslend-
ingi og það besta í Finna, væri
útkoman Álendingur!“ Þessi orð
fyrnast ekki.
Rútuferðin var afar áhuga-
verð. Þarna er eyþjóð, um það bil
tíu sinnum fámennari en við, en
sjálfstæð og er nú aðili að ESB.
Þegar okkur voru sýnd mann-
virki og framkvæmdir, var það
með sama stolti og drýldni og
býr í okkur.
Eins og í sjónhending skynjaði
maður hvernig útlendingar frá
milljónaþjóðum upplifa Ísland og
Íslendinga.
Þjóðargersemi
Vigdís Finnbogadóttir er í raun
og sannleika þjóðargersemi. Hún
hefur ekki endilega verið óum-
deild, frekar en aðrir sem veigur
er í, en næstum því.
Þessi kona sem hefur til að
bera fágæta reisn og styrk, gerir
þjóð sína stærri. Bæði í eigin
augum og annarra. Ekki bara í
dag, heldur um alla framtíð, eins
og ameríska konan sagði. Glæsi-
leg með æskubirtu í svip og sinni,
og glampa í augum , rétt eins og
þegar hún stóð í íslenska prjóna-
kjólnum á svölunum um árið
meðan fólk streymdi að til að
samgleðjast fyrstu konunni sem
kosin var forseti.
Þegar hún gaf ekki lengur kost
á sér í embættið og flutti frá
Bessastöðum, var lengi talað um
hana sem Vigdísi forseta í dag-
legu tali. Sjálfri fannst mér að
vegna sambands hennar og þjóð-
arinnar, væri við hæfi að það
héldi áfram. Að hún væri kölluð
Vigdís forseti, rétt eins og Jón
forseti. En núna finnst mér lang-
flottast að nafnið hennar eitt er
nóg. Það er bara ein Vigdís, þó að
margar heiti þessu nafni.
Allar þjóðir, smáar og stórar,
samsama sig með bestu lista-
mönnum sínum, afreksfólki og
virtum leiðtogum. Það upphef-
ur sig með því að minna á þessa
samlanda sína. Þess vegna er
þetta fólk bæði dýrmætt fyrir
list sína og okkar sjálfsmat. Við
erum ágætlega sett með góða
listamenn, en það er ekki mikið
um leiðtoga á stjórnmálasvið-
inu þessa dagana sem gera mann
stoltan og sjálfumglaðan.
Og ég segi það satt, að mikið er
ég þakklát fyrir að Vigdís Finn-
bogadóttir er til – og að hún er
Íslendingur.
Hún ræktar, jörðina, þekking-
una, vináttuna og tungumálið.
Vigdís veit að gjafir geta verið
með ýmsu móti. Orð geta til dæmis glatt og
lifað lengur en margt annað.
Hver er svona
lítil og sæt?
Ótrúlega lítil og nett Dell
Inspiron Mini
Innifalið:
Netfrelsi frá Vodafone
Innbyggt 3G netkort
5 GB gagnamagn innifalið í 1 mán.
0 kr. útborgun
og 6.990 kr. á mán. í 12 mán.
eða 79.990 kr. staðgreitt.
Nánari upplýsingar á vodafone.is
og í síma 1414.
Einstök kona
Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármála-
afurðum, fyrirtækjum, bönkum
,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll
þessi matsfyrirtæki eiga sameigin-
legt að vera rekinn fyrir hámarks-
ávöxtun hluthafa sinna og eru
hlutafélög á almennum hlutabréfa-
markaði. Moody´s Corp er skráð á
New York Stock Exchange (NYSE).
Standard & Poors er partur af
McGraw Hill Companies, útgáf-
urisans sem gefur m.a. út Busin-
essWeek. McGraw Hill er einnig
skráð á New York Stock Exchange
(NYSE). Fitch Ratings er í meiri-
hluta eigu Fimalacs, sem er skráð
á kauphöllina í París.
Hvernig vinna þessi mats-
fyrirtæki og fyrir hverja? Mats-
fyrirtækin vinna eftir pöntunum,
þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér
mat eða eikunn á einhverju. Þessi
matsfyrirtæki leggja einkunnir á
þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borg-
ar fyrir það? Bankarnir okkar þrír
sem fóru rúllandi á hausinn í októ-
ber 2008 voru með öll þessi fyrir-
tæki í vinnu og borguðu mats-
fyrirtækjunum þremur hundruð
milljóna á ári undanfarin ár, fyrir
góðar einkunnir. Af hverju vöruðu
ekki þessi fyrirtæki heimsbyggð-
ina við þessum íslensku bönkum í
tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá
sundurliðaðan reikning frá þeim
fyrir íslensku bankana undanfarin
5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna
fyrir OECD, ESB og öll lönd innan
ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtæk-
in fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þannig að nú getur hverjum
sýnst hvað í samskiptum okkar
við þessi fyrirtæki. Einnig verð
ég að benda á, að þessi sömu fyr-
irtæki eru ráðin til þess að gefa
einkunnir og eða mat á lánshæfni
á nýjum útgáfum hjá bönkum og
verðbréfafyrirtækjum á skulda-
bréfum og öðrum verðbréfum sem
bankar fara með í sölu. Þegar það
er gert er, þá er kostnaðurinn iðu-
lega settur inn í verðið og kúnn-
inn situr uppi með kostnaðinn, án
þess þó að vita af því. Ef bönkum
var bent á af matsfyrirtækjunum
að viðkomandi útgáfa væri hugsan-
lega of áhættusöm geta bankarn-
ir keypt sér tryggingu hjá hinum
ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem
selja slíka tryggingu og áhættan er
minnkuð. Einnig er bönkum boðið
að kaupa alls konar aukadót eins
og rannsóknarvinnu, gagnabanka-
þjónustu, tölvuforrit og aðrar upp-
lýsingar á uppsprengdu verði.
þetta er kallað í bankaheiminum
„soft money“ sem útleggst á góðri
íslensku mútur.
Í dag er lánshæfismat þjóðar-
innar lágt og þá eigum við að nota
tækifærið og kaupa upp skuldir
okkar erlendis á djúpum afslætti.
Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa
miklar áhyggjur af lánshæfismati
íslensku þjóðarinnar, vil ég benda
þeim á að panta fund hjá þessum
matsfyrirtækjum og byrja að borga
fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra
sig um. Moody´s, S&P og Fitch Rat-
ings myndu koma með fyrstu flug-
vél, því þeir hafa jú misst eitthvað
úr aski sínum.
Meginreglan er sú, að sá sem
hefur bestu glærugerðarmennina
og stærsta efnahagsreikninginn
fær hæstu einkunn eins og gamla
Kaupþing.
Fitch, Moody‘s og
Standard & Poors
Jónína
Michaelsdóttir
Blaðamaður
Í DAG
Guðmundur Franklín
Jónsson
Kaupsýslumaður
Matseinkunnir fyrirtækja
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
Allt sem þú þarft…