Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 38

Fréttablaðið - 13.04.2010, Page 38
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is RÚNAR JÚLÍUSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1945. „Ég hef margoft fengið til- boð um að fara í framboð en jafnoft hef ég sagt nei. Ég kann betur við mig í tón- listinni þar sem umhverfið er þægilegra.“ Guðmundur Rúnar Júlíusson var einn dáðasti tónlistar- maður þjóðarinnar frá því hann steig á svið með Hljóm- um 1963 og þar til hann lést í lok árs 2008. Málþing sem fjallar um opinn aðgang að vísindalegum upp- lýsingum verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu klukkan 15.00 í dag. Málþingið er haldið á vegum áhuga- hóps um málefnið og Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjón- ustusviðs Landsbókasafns Íslands, er ein þeirra sem standa að hópnum. „Með hugtakinu opnum aðgangi er átt við að afrakstur vísindastarfs, sem kostað er af opinberu fé, sé aðgengilegur öllum. Er þar um að ræða rannsóknir sem unnar eru fyrir fé háskóla af starfsmönnum háskóla eða þá þeirra sem hljóta styrki úr opinberum rannsóknar- eða samkeppnisjóðum,“ segir Áslaug. Baráttan fyrir opnum aðgangi er ekki síst til komin að hennar sögn vegna þess að í seinni tíð, eftir að efni fór að birtast í auknum mæli rafrænt, hafi það reynst bókasöfn- um afar dýrt að kaupa aðgang að efninu. „Bókasöfn hafa til dæmis alltaf unnið að því að kaupa efni og afla heimilda fyrir þá sem til þeirra leita en eftir að kostnaðurinn jókst svo gífurlega fóru ýmis verkefni af stað sem miðuðu að því að gera efnið aðgengilegt með eins litlum tilkostnaði og hægt væri. Get ég þar nefnt sem dæmi verkefni sem við höfum umsjón með hér á Landsbókasafni fyrir hönd menntamála- ráðuneytis – að kaupa landsaðgang að rafrænum gagnasöfn- um og tímaritum – sem notendur hafa svo ókeypis aðgang að á hvar.is. Þessi aðgangur kostar nú rúmlega hundrað millj- ónir á ári. Til móts við þetta hefur sprottið upp hreyfing sem byrjaði árið 2001 í Búdapest, þar sem yfirlýsing um opinn aðgang var samþykkt.“ Umræða um opinn aðgang hefur verið ofarlega á baugi í háskólasamfélögum um allan heim en á Íslandi hefur doði ríkt hvað málefnið varðar að sögn Áslaugar. „Okkar mark- mið er að kynna þetta hugtak og fá sem flesta til að styðja við opinn aðgang, meðal annars með því að fá íslensku háskólana og aðra þá sem veita rannsóknarstyrki, svo sem Rannís, til að mynda sér stefnu um opinn aðgang, líkt og gert hefur verið víða erlendis, til dæmis í mörgum rann- sóknarráðum og háskólum á Norðurlöndum, svo sem í Kaup- mannahöfn, Bergen, Stokkhólmi og Helsinki og í Bandaríkj- unum, meðal annars í Harvard-háskóla, MIT og Stanford.“ Vefsíðan openaccess.is hefur verið sett upp af hópnum til upplýsinga um málefnið og tvær leiðir kynntar sem hægt er að fara til að birta efni í opnum aðgangi. „Annars vegar er það græn leið svokölluð, þar sem efnið er birt í varð- veislusafni þeirrar stofnunar sem viðkomandi starfar hjá, og svo er það hin aðgerðin, þar sem greinin er gefin út í opnum aðgangi með leyfi útgefandans. Slík leið er kölluð gullna leiðin.“ Einn helsti sérfræðingur heims í opnum aðgangi, Peter Suber, frá Harvard-háskóla, er fyrirlesari á málþinginu. „Opinn aðgangur kemur öllum til góða. Bæði hefur hann í för með sér að rannsóknir og rannsóknarniðurstöður verða sýnilegri og jafnframt geta rannsakendur kynnt sér það sem áður hefur birst um sama efni og öðlast yfirgripsmeiri þekkingu á tilteknu sviði.“ juliam@frettabladid.is MÁLÞING: AÐGANGUR AÐ UPPLÝSINGUM Viljum stuðning við málefnið MIKILVÆGT FYRIR ALLA „Með hugtakinu opnum aðgangi er átt við að afrakstur vísindastarfs, sem kostað er af opinberu fé, sé aðgengilegt öllum,“ segir Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Landsbóka- safns Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Móðir mín, tengdamóðir og amma, María Skúladóttir, síðast til heimilis að Skjóli, Kleppsvegi 64, lést laugardaginn 10. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Óttar Ríkharðsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ásgeirs Hallssonar, Hvassaleiti 101, Reykjavík, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir til starfs- fólks Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun. Margrét Halldóra Sveinsdóttir Guðný Ásgeirsdóttir Stäuble Markus Stäuble Ásgeir Ásgeirsson Ingibjörg Ýr Pálmadóttir og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Aðalsteinn Einarsson, til heimilis að Miðtúni 1, Seyðisfirði, lést á heimili sínu þann 5. apríl síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Jónbjört Aðalsteinsdóttir Snorri Jónsson Einar Aðalsteinsson Hugrún Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, systir og mágkona, Borghildur Magnúsdóttir, Þingvallastræti 2, Akureyri, andaðist á heimili sínu 10. apríl sl. Útför hennar fer fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 19. apríl nk. kl. 13.30. Gísli Gunnlaugsson Jóhanna María Gísladóttir Jakob Frímann Magnússon Birna Rún Gísladóttir Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, Páls Ólafssonar, bónda, Brautarholti, Kjalarnesi. Guðrún Pálsdóttir Sveinn G. Segatta Ásta Pálsdóttir Gunnar Páll Pálsson Þórdís Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Bjarni Pálsson Ólöf Hildur Pálsdóttir Sigurður V. Guðjónsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörleifur Guðnason, Gullsmára 9 í Kópvogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. apríl. Útförin verður auglýst nánar síðar. Margrét Hjörleifsdóttir Eiríkur Ólafsson Elín Hjörleifsdóttir Sumarliði Aðalsteinsson Guðni Hjörleifsson Sigríður Margrét Vigfúsdóttir Ingólfur Hjörleifsson Steinunn Jónsdóttir og systkinabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og frændi, Sigursteinn Olgeirsson, Skólabraut 10, Seltjarnarnes, andaðist á heimili sínu 6. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram í Fossvogskapellu föstudaginn 16. apríl kl. 11.00 að undangenginni kistulagningu kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálpræðisherinn. Svanborg Sigursteinsdóttir og fjölskylda, Helga Olgeirsdóttir og fjölskylda, Brynja Olgeirsdóttir og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Stefanía A. Jónsdóttir, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala 10. apríl. Jón Guðmundsson Guðmundur Geir Jónsson Sigríður B. Eggertsdóttir Jón Eggert Guðmundsson Jóhannes Geir Guðmundsson Pamela Perez Björgvin Guðmundsson og barnabarnabörn. Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi. Leifur Gunnarsson, Huldulandi 3, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 4. apríl. Jarðsungið verður frá Hjallakirkju í Kópavogi, föstu- daginn 16. apríl kl. 13.00. Hildur Kristinsdóttir Guðríður Gunnarsdóttir Björn Ólafsson Gunnar Már Gíslason Gabríel Már Gunnarsson. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Brynhildur Pálsdóttir, Sléttuvegi 11, áður Safamýri 21, sem lést þann 8. apríl á líknardeild Landakotsspítala, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 14. apríl kl. 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður, Ragnhildur og Brynhildur Benediktsdætur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.